Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 104

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 104
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 247. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Alfreð heiðraður en hneig niður 2. Er eðlilegt að fá fullnægingu á … 3. Sigdalur myndast við jökulinn 4. Vísindamenn kallaðir frá … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmyndin Hross í oss eftir Bene- dikt Erlingsson er tilnefnd til Kvik- myndaverðlauna Norðurlandaráðs 2014. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur, um 7,5 milljónir íslenskra króna. »97 Hross í oss tilnefnd til kvikmyndaverðlauna  Tónlistarkonan Ólöf Arnalds held- ur í tónleikaferð um Evrópu 18. september og mun hún halda 16 tónleika, þá síð- ustu í Vín 25. október. Tilefni ferðarinnar er ný breiðskífa hennar, Palme, sem kemur út 29. september og hefur hlotið já- kvæðar viðtökur gagnrýnenda tón- listarritanna Uncut og Q. Ólöf kynnir Palme á tónleikum í Evrópu  Nýtt gallerí, Gallerý Portið, verður opnað í dag kl. 18 á Nýbýlavegi 8 í Kópavogi, með samsýningu yfir 20 listamanna. Á sýningunni má sjá verk eftir þjóðþekkta myndlistarmenn, lífs og liðna, í bland við minna þekkta, m.a. Huldu Hákon, Erling Klingenberg, Ásgrím Jónsson og Jóhannes Kjarval. Nýtt gallerí opnað með samsýningu Á föstudag, laugardag og sunnudag Suðvestan 8-13 m/s og súld eða rigning með köflum, en yfirleitt annars hægara og bjart A-til. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á A-landi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri og skýjað með köflum, skúrir SA- lands og þykknar upp við V-ströndina um kvöldið. Hiti 8 til 15 stig. VEÐUR Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu blasir við Stjörnukonum annað árið í röð eftir að þær sigruðu Selfyssinga, 3:1, í gærkvöld. Þær eru með sex stiga for- skot á Breiðablik þegar þremur umferðum er ólokið og nægir að fá fjögur stig til viðbótar. Afturelding er komin úr fallsæti í fyrsta skipti á tímabilinu og FH er nú í vondri stöðu í staðinn. »3 Titillinn blasir við Stjörnukonum „Menn liggja ekki með tærnar upp í loft þótt þeir séu á Spáni. Hér er mætt á æfingar og tekið hressilega á því enda kemst aðeins eitt að hjá mönnum og það er að vinna alla þá titla sem í boði eru, sama í hvaða íþróttagrein það er,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiks- maður hjá stórlið- inu Barcelona. Hann er ánægður með vistaskiptin frá Þýskalandi til Spán- ar í sumar. »1 Menn liggja ekki með tærnar upp í loft Íslenska 21-árs landsliðið í knatt- spyrnu karla á enn möguleika á að komast í umspil Evrópukeppninnar eftir stórsigur á Armenum, 4:0, á Fylkisvelli í gær. Þeir styrktu stöðu sína í öðru sætinu í sínum riðli en fjögur lið af tíu sem enda í öðru sæti komast áfram. Hólmbert Aron Frið- jónsson skoraði tvö mörk en strák- arnir mæta Frökkum á mánudag. »4 Strákarnir áfram með í EM-baráttunni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sveinbjörn Brandsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum í Orku- húsinu, hefur starfað með landsliðum Íslands og Svíþjóðar í knattspyrnu í rúma tvo áratugi og er nú að hefja enn eina keppnina með íslenska karlalandsliðinu. Eiginlegur undirbúningur fyrir undankeppni Evrópumótsins, þar sem Ísland mætir Tyrklandi í fyrsta leik á Laugardalsvelli á þriðjudaginn í næstu viku, hófst í fyrrakvöld, þegar landsliðshópurinn kom saman á Kópavogsvelli. Sveinbjörn var að sjálfsögðu mættur, en segir að þetta verði sennilega síðasta keppnin. „Þetta eru orðin yfir 20 ár og mál að linni,“ segir hann. Dýrt en gefandi áhugamál Starfið með landsliðunum er fyrst og fremst áhugastarf. „Þetta er mjög dýrt áhugamál en það sem fær mann til að fórna frítíma og tekjum er áhuginn á íþróttinni en ferðalög og samvistir við besta íþróttafólk okkar heilla að sjálfsögðu líka,“ segir Svein- björn um helsta áhugamálið. „Það hefur gefið mér mikið í gegnum árin að kynnast öllu þessu frábæra íþótta- fólki sem er í fremstu röð. Sjá hvað það leggur á sig fyrir íþróttina, land og þjóð.“ Sveinbjörn bætir við að starfsumhverfið hafi líka alla tíð verið hvetjandi. „Ég hef verið mjög hepp- inn með allt það fólk sem ég hef unnið með, sjúkraþjálfara, nuddara, bún- ingastjóra og allt annað starfsfólk KSÍ. Samvinnan við alla þjálfarana hefur líka verið til fyrirmyndar.“ Læknisstarfið hefur veitt Svein- birni mikla hamingju og góðar stund- ir. Hann segir að það hafi verið sér- stök upplifun, þegar Ísland gerði 1:1-jafntefli við Norðmenn á Ullevaal í Ósló í fyrrahaust og tryggði sér um- spilsleiki við Króatíu um sæti í loka- keppni HM í Brasilíu. „Það var ein stærsta stundin á ferlinum, en minn- isstæðasti leikurinn er 2:0-sigurinn á Ítalíu í vináttuleik á Laugardalsvelli í blíðskaparveðri 2004 að viðstöddum yfir 20.000 áhorfendum.“ Sveinbjörn segir að það eina nei- kvæða við starfið sé fjarveran frá fjöl- skyldunni. „En ég á frábæra konu sem hefur aldrei kvartað og hefur stutt mig í þessu,“ segir hann. „Ég vinn nánast allar mínar vakandi stundir þannig að ef einhver laus tími verður í framtíðinni þá vona ég að ég geti nýtt hann meira fyrir fjölskyld- una og sumarbústaðinn og trjárækt- ina í Vaðnesi. Þá gefst líka kannski tækifæri til þess að bæta forgjöfina í golfinu. Hún er skráð 14,5 en ég spila á yfir 20 og er á hraðri uppleið.“ MEnginn mun vanmeta okkur »42 Með landsliðum í yfir 20 ár  Sveinbjörn læknir Brandsson enn á stór- móti í knattspyrnu Morgunblaðið/Golli Læknirinn og landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck (t.v.), Sveinbjörn Brandsson og Heimir Hallgrímsson. Þegar Sveinbjörn Brandsson var í framhaldsnámi í Svíþjóð var hann læknir sænska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu 1994- 2000. „Mér var boðið starfið og það þótti mikill heiður, ekki síst þar sem ég var útlendingur,“ rifj- ar hann upp. Að loknu doktors- prófi 2000 flutti hann aftur til Íslands. Skömmu síðar var hann beðinn um að hlaupa í skarðið hjá kvennalandsliðinu. „Þetta átti bara að vera einn leikur og ég sló til þó ég hafi verið búinn að lofa sjálfum mér að þessum kafla væri lokið. Svo fór að leik- irnir urðu fleiri en þegar ég var ákveðinn í að hætta höfðu Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tekið við karlalandsliðinu. Við Ásgeir erum góðir vinir og hann fékk mig til að koma inn í fag- teymið, þar sem ég hef verið síð- an, í um 10 ár.“ Átti bara að vera einn leikur LÆKNIR KARLALANDSLIÐSINS Í KNATTSPYRNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.