Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 4
4 Flottustu sumarbúðir frá upphafi CISV eru friðarsamtök sem standa fyrir alþjóðlegum sumarbúðum barna. Ísland hefur verið þátttakandi í yfir 30 ár. Hvert er markmið samtakanna? Katrín: Þetta er svo að fólk frá öllum löndum verði vinir svo það verði ekki stríð. Sumar- búðirnar fóru af stað eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Katla: Konan sem bjó þetta til heitir Doris Twitchell Allen. Sonur hennar spurði hana hvort hann þyrfti að fara í stríð þegar hann yrði stór. Tómas: Þetta er til að sameina börn og sýna þeim að allir eru jafnir. Ef t.d. eitthvað land er vont í stríði þýðir það ekki að fólkið sjálft sé slæmt. Tinni: Svo kynnumst við auðvitað nýjum menningarheimi. Hvernig kom það til að þið fóruð í sumarbúðirnar? Katrín: Pabbi fór út á sínum tíma og margir fjölskyldumeðlimir hafa farið síðan. Katla: Mamma fór út fyrir mörgum árum. Mig hefur alltaf langað. Ég sótti um að fara til Bandaríkjanna eða Frakklands. Tómas: Mamma og bróðir hennar fóru í svona sumarbúðir. Tinni: Frænka mín vinnur nálægt CISV á Íslandi og kynnti mér samtökin. Hægt er að sækja um nokkur lönd og fengu krakkarnir þær fréttir að þau væri á leið til Suður-Kóreu. Hvernig var sú tilfinning? Katla: Ég var smá stressuð. Katrín: Ég var svo glöð, var í hamingjuvímu. Var þetta ekki mikið ferðalag? Katla: Við lentum sko klukkan 10 um morgun- inn og þurftum að vaka allan daginn. Ég sofnaði á veitingastað. Katrín: Fyrst flugum við til Finnlands og þaðan til Suður-Kóreu. Tinni: Þetta var í heildina yfir 30 klukkutíma ferðalag. Hverjir voru í þessum sumarbúðum? Tómas: Þetta voru allt 11 ára krakkar frá 15 löndum. Þarna voru krakkar frá Mongólíu, Bandaríkjunum, Norðurlöndun- um, Kanada, Þýskalandi og fleiri löndum. Var þetta ekki mikið ævintýri? Tómas: Jú, þetta eru flottustu sumarbúðir frá upphafi. Katrín: Þetta var eins á lúxushóteli. Tinni: Við þurftum að sofa í flugnaneti. Þetta var eins og í prinsessutjaldi. Katla: Fengum samt smá heimþrá á degi tvö. En annars vorum við eins og ein stór fjölskylda. Hvað er öðruvísi í Suður-Kóreu? Tómas: Allt, spurðu frekar hvað er eins? Katrín: Annaðhvort er allt úti í tækni eða allt úti í fátækt. Katla: Þetta er svolítið eins og New York nema á kóresku. Tinni: Ég er búinn að gúggla landið og ef maður sér mynd af því að ofan sér maður hversu tæknivætt það er. Allt út í ljósum. Hvernig var maturinn? Katrín: Einn besti matur sem ég hef smakkað. Sjúklega góðar núðlur, sushi og margt fleira girnilegt. Fengum okkur líka andakjöt sem er besti matur sem ég hef smakkað. Katla: Hamborgararnir voru reyndar mjög þurrir. Þau voru dálítið að reyna að herma eftir amer- ískum mat. Hvað gerir maður í sumarbúðum í Suður- Kóreu? Tómas: Fer í alls konar leiki og hópefli. Við segjum góðan dag á öllum tungumálum og syngjum CISV-lagið. Katrín: Svo eru alltaf allir að knúsast. Tinni: Kynnist krökkum frá öðrum heims- hornum. Hvernig gekk að tala við hina krakkana og kynnast þeim? Katla: Það gekk vel, töluðum ensku. Svolítið feimin fyrst en svo gekk mjög vel. Tómas: Maður verður mikið öruggari í ensk- unni þegar maður talar svona mikið. Katrín: Vorum að reyna að kenna þeim að segja rabarbararúna labbaði upp á Eyjafjalla- jökul. Þau áttu í miklum erfiðleikum með að segja Eyjafjallajökull. Eignuðust þið einhverja vini? Katla: Já, alveg fullt. Auðveldast var að kynnast Í sumar tóku fjögur íslensk ung- menni tóku þátt í alþjóðlegum sumarbúðum CISV í Suður-Kóreu. Katrín Anna Karlsdóttir, Katla Sigríður Gísladóttir, Tómas Nói Emilsson og Tinni Teitsson héldu í sannkallaða ævintýraferð ásamt fararstjóranum Söndru Ýr Dungal. Barnablaðið hitti íslenska hópinn og for- vitnaðist um ferðina. „Það klikkaðast a í ferðinni va r að fara í topp 5 stæ rsta rússí- bana í heim i. Hann var úr viði o g fór á 104 kílóme tra hraða.“ BARNABLAÐIÐ Íslenski hópurinn fyrir brottför. Sandra fararstjóri smellir í sjálfsmynd.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.