Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 krökkum frá löndum sem maður þekkir. Katrín: Ég og besta vinkona mín tölum saman á hverju kvöldi. Tómas: Ég ætla líklega að fara til Kanada á næsta ári og hitta vini mina. Katla: Sko, þegar mamma fór út fyrir mörgum árum þurfti að senda bréf. Núna er hægt að tala við liðið á Facebook, Facetime eða á Snapchat. Þannig að það er miklu auðveldara að halda sambandi. Tinni: Ég ætla að fara til Ítalíu á næsta ári og hitta nokkra vini mina. Hvað fannst hinum krökkunum um Ísland? Tómas: Það töluðu allir um að Ísland væri gott land. Katla: Sumir héldu að við værum bara nokkur sem bjuggum hérna og allir ríkir. Aðrir héldu að við værum margar milljónir. Tinni: Á einni kvöldvöku kynntum við Ísland fyrir hinum. Við vorum búin að taka upp myndband sem við sýndum. Þið voruð samanlagt í fjórar vikur, var þetta ekki langur tími? Katrín: Þetta var eiginlega bara eins og vika, eða tveir dagar. Þetta var svo fljótt að líða. Tinni: Fyrstu helgina hjá kóreskri fjölskyldu, svo í sumarbúðunum og enduðum svo aftur hjá fjölskyldu með vinum sem við höfðum kynnst. Tómas: Það klikkaðasta í ferðinni var að fara í topp 5 stærsta rússíbana í heimi. Hann var úr viði og fór á 104 kílómetra hraða. Mælið þið með því að krakkar fari í sumarbúðir CISV? Katrín: Já, klárlega. Það besta er að kynnast svona mörgum krökkum. Það er mjög gaman að upplifa þetta og við lærðum helling. Tómas: Maður æfir sig mjög mikið í ensku. Katla: Þegar maður kemur heim er maður allt önnur manneskja, allir jákvæðir og hressir og með annað hugarfar til lífsins. Tinni: Við ætlum pottþétt aftur í sumarbúðir CISV. Katrín: Ég ætla að biðja um þetta í fermingargjöf. Tómas: Þetta er það besta sem maður getur gert. Katla: Það er hægt að sækja um og fá allar nánari upplýsingar á www.cisv.is Hvert mynduð þið vilja fara næst? Katrín: Held ég myndi velja Ástralíu. Katla: Japan eða Nýja-Sjáland. Tinni: Mig langar til Afríku. Tómas: Filippseyja. Hver eru helstu áhugamál ykkar? Katrín: Söngur og CISV. Svo er ég Íslands- meistari í handbolta með Gróttu og spila á gítar og þverflautu. Katla: Áhugamálið mitt er CISV, vinir mínir og fjölskylda, fimleikar og píanó. Tómas: Ég er Íslandsmeistari í karate. Svo finnst mér gaman að leika mér í fótbolta og búa til myndbönd og klippa. Tinni: Fótbolti, handbolti, skák, gítar, myndlist, bandí. Æfði líka einu sinni tennis. Hvað ætlið þið að verða þegar þið verðið stór? Tinni: Forseti. Katrín: Söngkona eða innanhúsarkitekt. Katla: Innanhúsarkitekt. Tómas: Leikstjóri. Kynnast nýjum menningarheimi. Krakkar frá öllum heimshornum. KATLA SIGRÍÐUR TÓMAS NÓI KATRÍN ANNA TINNI

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.