Morgunblaðið - 11.10.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.10.2014, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2014 Upp með orkuna! FOCUS Á góðu verði á næsta sölustað: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og apótek um land allt brokkoli.is Svalandi, kraftmikill og bragðgóður drykkur – frábær þegar þig vantar aukna orku og einbeitingu 15 freyðitöflur í stauk ... skellt út í vatn þegar þér hentar ! 4Inniheldur koffín, guarana og ginseng 4Enginn sykur - engin fita 450 mg Magnesium og aðeins 2 hitaeiningar og 0.5g kolvetni í 100 ml. Áhrifaríkinnihaldsefni- virkarsamstundis Björgvin Ploder, tónlistarmaður og sviðsstjóri í Hörpu, verðurmeð heljarinnar veislu heima hjá sér í Skerjafirði í kvöld.„Vinir mínir, fjölskylda og að sjálfsögðu Sniglabandið mæta og fleiri tónlistarmenn þannig að líklega verður talið í eitt eða tvö lög. En þetta verður allt í hófi samt.“ Björgvin er trommari og einn aðalsöngvari hljómsveitarinnar „Sniglabandið“ sem varð til upp úr því að nokkra í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum, langaði að stofna hljómsveit. „Þetta vatt upp á sig, sumir fóru en aðrir komu í staðinn og eru nú þrír af sex í bandinu sem eiga mótorhjól.“ Björg- vin er með ólæknandi mótorhjóladellu og á slatta af hjólum, flest Hondur. „Ég nota hjólin eftir því í hvaða skapi ég er og hvort það á að fara styttri eða lengri ferð. Ég er hrifinn af öllum þessum hjólum og finnst gaman að skrúfa þau sundur og saman.“ Sniglabandið á 30 ára starfsafmæli á næsta ári og er ætlunin að halda stórtónleika af því tilefni, í Hörpu að sjálfsögðu. Þótt þeir í Sniglabandinu séu ekki jafn duglegir og þeir voru áður er nóg að gera hjá Björgvini í tónlistinni. Hann spilar með ýmsum böndum og er í alls konar verkefnum, m.a. með Pálma Sigurhjartarsyni og Berglindi Björk Jónasdóttur. Kona Björgvins er Svafa Arnardóttir, framhaldsskólakennari í Tækniskólanum, og börn þeirra eru Fróði Ploder og Sindri Ploder. Björgvin Ploder er fimmtugur í dag Trommarinn Björgvin mun telja í eitt eða tvö lög í kvöld. Söngur mun óma í Skerjafirði í kvöld Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reyðarfjörður Haukur Leó Hannes- son fæddist 11. október 2013 kl. 5.19. Hann vó 3.800 g og var 50,5 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Bryndís Magnúsdóttir og Hannes Rafn Hauksson. Nýir borgarar Seltjarnarnes Hanna Sólveig Grétarsdóttir fæddist í Reykjavík 5. október 2013 kl. 5.12. Hún vó 2.605 g og var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Grétar Dór Sigurðsson og Heiðrún Björk Gísladóttir. S vanhildur fæddist á Ak- ureyri 11.10. 1974 en flutti á öðru ári með foreldrum sínum og eldri systur í Laxárvirkjun í Aðaldal þar sem hún ólst upp. Hún fór í Hafralækjarskóla, löngu orðin læs: „Ég var óseðjandi bókaormur. Ég held að ég hafi sporðrennt bókasafni Aðaldælahrepps og Hafralækjarskóla fyrir tíu ára aldur, las allt sem auga á festi: Aldirnar okkar og þjóðsögur Jóns Árnasonar, Mannkynssögu og fjölfræðibækur AB, Ken Follett, rauðu ástarsögurnar, allar unglinga- bækur systur minnar, Kim og félaga, Enid Blyton, Tom Swift og allar strákabækur pabba, Margit Ravn og Millý Mollý Mandý frá mömmu, Lukku Láka, Tinna, Viggó viðutan, Andrés önd á dönsku og Familie Jo- urnalen frá mömmu. Ég var stöðugt lesandi, fyrst á dönsku eða íslensku og fljótlega á ensku líka.“ Á æsku- og unglingsárum var Svanhildur liðtæk í frjálsum íþróttum og blaki en kunni best við sig í kast- greinum, einkum kúluvarpi. Svanhildur lauk síðasta bekk grunnskólans á Laugum, var í MA, tók þar þátt í Morfískeppninni og lauk stúdentsprófi 1994, þrátt fyrir svaka- legan þriðja árs námsleiða sem var vel þekkt hugtak í skólanum á þessum tíma. Hún hóf nám í lögfræði við HÍ, lauk þar prófum en datt í fjölmiðla- vinnu og frestaði lokaritgerð sem hún lauk 2009 og þar með embættisprófi í lögfræði. Á unglingsárunum og með námi vann Svanhildur m.a. hjá Sérleyf- isbílum Akureyrar, Landsvirkjun, Hótel Reynihlíð og Hótel Húsavík, við Sláturhús KÞ og Hraðfrystihús Grundarfjarðar. Svanhildur var blaðamaður á Degi 1995-96, fréttamaður á RÚVAK 1999, vann við Spegilinn og dægurmála- útvarp Rásar 2 árið 2000, í morg- unútvarpi Rásar 2 2000-2003, var rit- ari Útvarpsráðs 2001-2004, var í Kastljósinu 2003-2004, vann við Ísland í dag á Stöð 2 2004-2008, var fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæð- isflokksins 2009-2012, aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins 2012- 2013 og síðan aðstoðarmaður fjár- málaráðherra. En hvernig persónu ertu? „Ég hef alltaf verið dálítið íhalds- söm og sennilega það sem kalla má Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður fjármálaráðherra – 40 ára Synt undir suðrænni sól Svanhildur og Logi með börnunum í sundlaug við sumarhús á Spáni nú sl. sumar. Gömul sál og bókaormur Girnileg brúðarterta Frá brúðkaupsveislu Svanhildar og Loga þann 16.6. 2005. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.