Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Alþjóðlegi sjónverndardagurinn heppnaðist frábærlega í alla staði og framkvæmdin var Lionshreyfing- unni á Íslandi til mikils sóma,“ segir Joe Preston, alþjóðaforseti Lions, við Morgunblaðið um Íslands- heimsókn hans og eiginkonunnar, Joni Preston, á dögunum. Þau koma frá bænum Dewey-Humboldt í Ari- zona í Bandaríkjunum og hafa bæði starfað innan Lions til fjölda ára, hann frá 1974 og hún frá 1985. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu stóð Lions á Íslandi í fyrsta sinn fyrir hinum árlega Al- þjóðlega sjónverndardegi, sem Lions á alþjóðavísu hefur haldið 17 sinnum. Hápunktur heimsóknar hjónanna var afhending tveggja augnlækningatækja sem Lionsmenn gáfu Landspítalanum. Annað tækið er nýr sjónsviðs- mælir, sem m.a. greinir gláku. Hitt greinir augnsjúkdóma í börnum og er mun sérhæfðara. Andvirði tækj- anna er um 10 milljónir króna. „Kynningin og afhendingin á tækjunum heppnaðist fullkomlega og það var mikill heiður að hafa for- seta Íslands viðstaddan, heilbrigð- isráðherra, þingmenn og fjölda lækna. Tækin eru þýðingarmikil fyr- ir spítalann og þau bera einfaldlega vott um þann metnað og þá sam- félagslegu ábyrgð sem Lions axlar þegar kemur að mikilvægum heil- brigðisstofnunum eins og Landspít- alanum. Þetta er gott verkefni og Lions hefur mikinn áhuga á að halda því áfram,“ segir Joe Preston. Samstarf um lestrarátak Þau hjónin sátu ekki auðum hönd- um í heimsókn sinni. Meðal annars kynntu þau sér starfsemi Blindra- félagsins, Slysavarnaskóla sjómanna og endurhæfingardeildarinnar á Grensás. Þá áttu þau fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hlýddu á morgunsöng nemenda Laugarnesskóla, skoðuðu listaverk á Kjarvalsstöðum og plöntuðu trjám í „Alþjóðaforsetalundi“ í landi Lions- klúbbsins Ásbjarnar í Hafnarfirði. Annar hápunkturinn í dagskrá Lionsmanna í tilefni sjónverndar- dagsins var sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur. Joe Preston segir sýn- inguna hafa heppnast mjög vel. Það hafi komið þeim hjónum skemmti- lega á óvart að sjá þann fjölda fólks sem kom til að kynna sér starfsemi Lions og fleiri aðila. „Sýningin stóð aðeins yfir í þrjá tíma en við fengum um þrjú þúsund manns, það er frá- bært.“ Alþjóðaforsetinn átti einnig fund með Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra. Hann seg- ir fundinn hafa verið mjög góðan. Meðal þess sem þeir ræddu var lestrarátak sem Lionshreyfingin fór af stað með árið 2012 til tíu ára. Að sögn Prestons lýsti Illugi vilja sínum til samstarfs við Lionsmenn um þetta átak. „Lions hefur á undanförnum ár- um lagt sitt af mörkum við að auka lestur ungmenna en þetta hefur ver- ið vaxandi vandamál, krakkarnir lesa ekki eins mikið og áður og við viljum leggja okkar af mörkum. Ráðherrann lýsti metnaði sínum og vilja til að auka og bæta lestur en það þarf fleiri til verksins en stjórn- völd og Lions, þetta þarf að vera sameiginlegt átak allra í samfélag- inu til að árangur náist.“ Vinna af alúð og umhyggju Sem fyrr segir er Joe Preston einkar ánægður með framkvæmd Lions á Íslandi á sjónverndardeg- inum. Hvergi í heiminum eru hlut- fallslega jafn margir í Lions og hér á landi og hann segir þetta skemmti- lega en ánægjulega staðreynd. Eru Lionsfélagar hér um 2.300. „Hér sinna Lionsmenn samfélagi sínu af mikilli alúð og umhyggju. Þeir vilja leggja sitt af mörkum en auðvitað er það takmörkunum háð hvað hver og einn einstaklingur get- ur gert. Með sameiginlegu átaki margra er hins vegar hægt að gera stórkostlega hluti,“ segir hann. Preston hefur sem fyrr segir starfað í Lionshreyfingunni til fjölda ára og ferðast víða, ekki síst eftir að hann gerðist alþjóðaforseti. Spurður hvort hreyfingin sé alls staðar sú sama segir hann svo ekki vera. „Þetta er mjög mismunandi eftir löndum. Verkefnin fara algjörlega eftir því hver þörfin er og hvar skór- inn kreppir. Í sumum löndum snýst þetta einfaldlega um hluti eins og hreint vatn og hreinlæti. En þótt vandamálin séu mismunandi, og um leið aðferðir til að afla fjár, þá erum við knúin áfram af sama markmið- inu; að láta gott af okkur leiða í sam- félaginu.“ Alþjóðaforseti Lions situr í emb- ætti eitt ár í senn. Það er skammur tími og Preston segist hafa sett sér ákveðin markmið og verkefni til að vinna eftir og koma af stað. Þar hef- ur hann sett hagsmuni barna og ungmenna í öndvegi, hvort sem það er barátta gegn sjúkdómum, ofbeldi eða hungursneyð. Nefnir hann götu- börn sem dæmi í heimshlutum eins og S-Ameríku, Indlandi og A- Evrópu. Þá leggur hann áherslu á að blindum börnum sé hjálpað og segir Lions geta t.d. aðstoðað í baráttu Kínverja gegn mikilli barnablindu þar í landi. Lions 100 ára 2017 Annað stórt verkefni sem Preston mun einbeita sér að og hrinda af stað er undirbúningur fyrir 100 ára af- mæli Lions á heimsvísu árið 2017. „Fram að þeim tíma ætlum við að setja í gang verkefni sem mun snerta 100 milljónir manna á ein- hvern hátt,“ segir hann en viðfangs- efnin snúa m.a. að því að bæta sjón barna, auka lestur, draga úr hung- ursneyð, planta trjám og berjast gegn mengun í umhverfinu. „Þetta er stórt og metnaðarfullt verkefni en ég er þess fullviss að okkur tekst ætlunarverkið. Það kemur í hlut alþjóðaforsetans að koma þessu af stað, samhæfa verk- efnin og fá fleiri til liðs við okkur,“ segir Preston en næsti alþjóða- forseti mun síðan halda áfram með undirbúning fyrir aldarafmælið. Fylgjast með ebólunni Spurður hvort Lions muni eitt- hvað leggja sitt af mörkum í barátt- unni gegn ebólu segir Preston að hreyfingin muni áreiðanlega gera það. Ekkert sé þó búið að ákveða eða ræða um það innan hreyfingarinnar. „Ebólan er nýr vágestur fyrir okkur. Við höfum hjálpað til í heilbrigðismálum um allan heim og meðal annars tekið þátt í baráttu gegn mislingum. Enn sem komið er höfum við ekki fengið hlutverk hvað varðar ebóluna en erum í sam- skiptum við stjórnvöld í Afríku og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. Við getum vel aðstoðað við að miðla upplýsingum til almennings og hvernig hægt sé að forðast smit og draga úr útbreiðslu sjúkdómsins.“ Preston segir Lionshreyfinguna eiga sér bjarta framtíð á heimsvísu og muni dafna áfram svo lengi sem félagsmenn fylgist vel með í sínu umhverfi og séu vel meðvitaðir um þarfir þess. „Þetta þýðir að við þurfum að vera á tánum, þróast áfram með umhverf- inu og vera í góðu sambandi við ein- staklinga, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld í hverju landi fyrir sig,“ segir hann en á undanförnum árum hefur Lionsfélögum fjölgað jafnt og þétt. Eru þeir nú yfir 1,3 milljónir um heim allan. Alþjóðaforsetinn vill sjá meiri fjölgun og telur að Lions sé kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða og taka þátt í gefandi og skemmtilegu félagsstarfi. „Við þurfum bara að vera sveigj- anleg og hlusta á hugmyndir og þarfir unga fólksins í dag, sem hefur kannski ekki eins mikinn tíma í fé- lagsstörf og áður,“ sagði Joe Prest- on að endingu, en frá Íslandi lá leið þeirra hjóna næst til Norður- landanna. Þau sögðust búa um þess- ar mundir í ferðatöskum en vonast þó til að geta haldið jólin með fjöl- skyldunni heima í Arizona. Lions á Íslandi til mikils sóma  Joe Preston, alþjóðaforseti Lions, ánægður með framkvæmd Alþjóðlega sjónverndardagsins  Átti árangursríkan fund með menntamálaráðherra  Undirbýr 100 ára afmæli Lions á heimsvísu Hjón Joe og Joni Preston eru bæði í Lions og því samrýnd í leik og starfi. Joni hefur verið í Lionsklúbbnum í þeirra heimabæ í nærri 30 ár. Morgunblaðið/Golli Forseti Joe Preston er alþjóðaforseti Lions nú um stundir. Hann segir fram- kvæmd Alþjóðlega sjónverndardagsins vera Lions á Íslandi til mikils sóma. Í heimsókn sinni til Íslands komu Joe og Joni Preston víða við. Heimsóttu þau m.a. BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans, ásamt forystumönnum í Lions á Íslandi og klúbbnum Fjörgyn í Grafarvogi. „Lions hefur stutt mjög vel vel við BUGL og það var ánægjulegt að fá tækifæri til að kynnast starfseminni, sem er mjög merkileg,“ segir Preston en við þetta tækifæri hengdi hann upp skjöld í anddyri BUGL þar sem tilgreind eru fjölmörg stuðningsverk Fjörgynjar við deild- ina á undanförnum árum. Meðal þeirra gjafa eru tveir bílar sem notaðir eru til að koma sjúklingum á milli staða. Brá Preston sér þar í hlutverk bílstjóra og festu kvikmyndagerðarmenn það á filmu, líkt og aðra við- burði sem hann var viðstaddur. Unnið er að gerð heimildarmyndar um Ís- landsheimsókn forsetahjónanna og Alþjóðlega sjónverndardaginn 2014. Forsetahjónin komu víða við JOE OG JONI PRESTON BÆÐI Í LIONS LÁTTU EKKI HÓSTA SPILLA SVEFNINUM Hóstastillandi og mýkjandi hóstasaft frá Ölpunum Sími 555 2992 og 698 7999 NÁTTÚRU- AFURÐ úrselgraslaufum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.