Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 88
88 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 ✝ Ingibjörg Giss-urardóttir fæddist 1. október 1956 í Reykjavík. Hún lést á líkn- ardeild LSH í Kópavogi 17. októ- ber 2014. Foreldrar henn- ar eru Bryndís Guðmundsdóttir, f. 17. júlí 1925, og Gissur Sím- onarson, f. 16. september 1920, d. 21. júní 2008. Systkini Ingi- bjargar eru Jónína, f. 9. janúar 1948, Gunnar Levý, f. 24. ágúst 1949, d. 14. júlí 2010, og Símon, f. 9. febrúar 1953. Hinn 1. september 1984 gift- ist Ingibjörg Erni Sigurjóns- syni húsasmíðameistara, f. 2. september 1956. Börn þeirra eru: 1) Þorvaldur, f. 15. mars f. 18. apríl 2009, b) Hanna Júl- íana, f. 6. maí 2012. Ingibjörg fæddist og ólst upp í Bólstaðarhlíð 34. Í því húsi hófu Ingibjörg og Örn bú- skap og eignuðust börn sín tvö. Árið 1990 fluttu þau í Leiðhamra 32 þar sem þau bjuggu síðan. Ingibjörg varð stúdent frá Verslunarskóla Ís- lands árið 1977 og var að því loknu um tíma erlendis, m.a. við tungumálanám. Eftir það vann hún m.a. í verslun Sæv- ars Karls, í Landsbankanum og við bingó í Vinabæ þegar börnin voru ung en lengst af starfaði hún hjá SPRON í Skeifunni og seinna í Ármúla. Hún flutti sig svo yfir í Arion banka þegar hann var stofn- aður og starfaði þar til ævi- loka. Ingibjörg hafði mikinn áhuga á heilsurækt og heil- brigðu líferni, stundaði ým- iskonar útivist, gönguferðir, hlaup og fjallgöngur. Útför Ingibjargar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 23. október 2014, kl. 13. 1985, nú búsettur í Noregi. Sonur hans og Söndru Bjarkar Ingadótt- ur er Örn Ingi, f. 1. apríl 2008. 2) Bryndís Björk, f. 1. desember 1988, maki Árni Grét- arsson, f. 8. nóv- ember 1982, og dóttir þeirra Ingi- björg Eva, f. 8. maí 2013. Fyrir átti Örn tvo syni: 1) Þórður Örn, f. 8. desember 1980, maki Ásta Dögg Jón- asdóttir, f. 21. febrúar 1981. Börn þeirra a) Sóllilja, f. 6 október 2011, b) Jónas Jökull, f. 6. desember 2013. 2) Ísleifur Orri, f. 3. október 1982, maki Ólöf Jónsdóttir, f. 21. febrúar 1980. Börn þeirra a) Erla Lilja, Þú varst alltaf svo góð við mig, ég fékk athygli þína óskipta, þú lifðir fyrir mig, hlustaðir á mig, talaðir við mig, leiðbeindir mér, lékst við mig, sýndir mér þolinmæði, agaðir mig í kærleika, sagðir mér sögur, fræddir mig og baðst með mér. Þú varst alltaf svo nærgætin og skilningsrík, umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku mamma mín. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Elsku skilningsríka, skemmti- lega og lífsglaða mamma mín er dáin. Hvar á ég að byrja? Fólk spyr hvernig mér líður og ég veit ekki hvernig ég á að svara. Dóttir mín, Ingibjörg Eva, sýndi mér hvernig mér líður þegar ég skrapp út í búð og þegar hún sá að ég var að fara lagðist hún í gólfið, hágrét og öskraði „mamma!“ Það er einhvern veg- inn þannig sem mér líður. En smátt og smátt áttar Ingibjörg Eva sig á því að ég skrapp bara frá og kem fljótt aftur á meðan ég átta mig á því að mamma mín er dáin og kemur aldrei aftur. Hún lifir samt í mér og okkur sem þekktum hana því að auðvitað hafði hún áhrif á líf okkar allra og mest á okkur börnin hennar og elsku barnabörnin. Eftir sitja minningarnar svo margar. Hún átti svör við öllu. „Æ ég spyr bara mömmu, hún hlýtur að vita þetta,“ hugsaði ég oft. Mamma veit allt. Við áttum margar góðar stundir tvær sam- an meðal annars í sólarlandaferð á Krít eina páskana þar sem við ætluðum aldeilis að njóta okkar, þá var svo kalt að við enduðum á að kaupa okkur flíspeysur á sól- arströnd! Önnur utanlandsferð okkar tveggja saman var til Kaupmannahafnar í helgarferð sumarið 2007, best að vera bara tvær saman vinkonurnar og versla og hafa það náðugt eins og mæðgur gera. En það eru líka litlu hlutirnir sem skipta máli sem maður gleymir aldrei eins og til dæmis þegar við Þorvaldur vor- um lítil þá fengum við oft að fara niður í eldhús á kvöldin og fá okk- ur einn tebolla. „Alltaf gott að drekka eitthvað heitt fyrir svefn- inn,“ sagði mamma. Mamma veit allt. Eftir að ég átti svo Ingi- björgu Evu fyrir einu og hálfu ári var mamma aldrei langt undan enda voru barnabörnin henni allt. Það sem ég á líklega eftir að sakna mest eru öll símtölin í tíma og ótíma bæði ég að hringja í hana og hún í mig þegar okkur datt í hug, bara að spjalla um allt og ekkert. Ég stóð mig að því þegar síminn minn hringdi fyrir nokkrum dögum síðan að hugsa „æ þetta er mamma, hún hringir alltaf um kvöldmatarleytið“ en svo áttaði ég mig á því að hún væri farin og ég myndi ekki heyra í henni aftur. En ég mun heyra í öllum sem þekktu hana, ég man röddina hennar, ég mun sjá hana í dóttur minni, Ingibjörgu Evu, og Erni Inga litla frænda sem þykir svo vænt um ömmu sína. Við fjölskyldan verðum að standa saman í gegnum þetta áfall og hugsa vel um hvert annað því að það er jú það sem mamma myndi segja. Mamma veit allt. Bryndís Björk. Í dag er mín kæra systir kvödd hinstu kveðju. Hún var búin að berjast við krabbamein í rúm fjögur ár og unnið marga áfanga- sigra í því stríði en að lokum varð hún að játa sig sigraða. Þótt vitað hafi verið að hverju dró er maður aldrei tilbúinn þegar kallið kemur og þá hellist þessi óendanlegi sársauki og sorg yfir. En þá er dýrmætt að eiga góð- ar minningar til að deyfa þennan sársauka. Við systur vorum mjög samrýndar og áttum mörg sam- eiginleg áhugamál. Í mörg ár voru laugardagsmorgnarnir frá- teknir fyrir líkamsrækt, göngur, hlaup, Esjugöngur svo eitthvað sé nefnt. Og endað í heilsusam- legum hádegismat hjá mömmu – sem alltaf útbjó hollan fimmlita hádegisverð – fullan af vítamín- um fyrir dætur sínar. Fyrir nokkrum árum ákváðum við að fara að æfa hlaup og enduðum eitt æfingaprógrammið með því að hlaupa hálft maraþon yfir Eyrarsundsbrúna. Síðan tók við fjallgöngutímabil og fórum við í margar göngur saman. Við vor- um heldur ánægðar með okkur þegar við stóðum á tindi Hvanna- dalshnjúks fyrir nokkrum árum í logni og sól. Núna síðustu árin fannst okkur dagurinn ekki alveg byrjaður fyrr en við vorum búnar að spjalla saman – og merkilegt hvað við höfðum alltaf margt að segja hvor annarri. Ég er svo þakklát fyrir að eiga í hjarta mér allar þessar góðu og fallegu minn- ingar um mína yndislegu systur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku Örn, Þorvaldur og Bryndís. Ykkar missir er mikill, að ekki sé talað um barnabörnin sem voru henni svo hjartfólgin. Og mikið er lagt á mína elskulegu móður sem horfir nú á eftir sínu öðru barni. Söknuðurinn er mikill en ég veit að góðar minningar verða okkur öllum huggun harmi gegn. Jónína. Hvað er það sem ræður lífi og örlögum fólks, heilsu og ham- ingju, gleði og sorgum, sigrum og ósigrum? Sumum virðist ganga allt í haginn, eiga langt og farsælt líf en öðrum reynist lífið erfið þrautaganga. Margar og mis- munandi kenningar eru uppi, sumar eru trúarlegs eðlis og reyna að skýra þetta út sem guð- lega forsjá, flutning af einu til- verustigi á annað eða einfaldlega að þetta sé óútskýranlegt og að vegir guðs séu órannsakanlegir. Og til eru þeir sem reyna að út- skýra misjafnt gengi með erfða- fræðilegum eiginleikum eða ein- faldlega að þetta sé undir hverjum og einum komið og hver sé sinnar gæfu smiður. Þegar ég leiði hugann að ótímabæru andláti mágkonu minnar, Ingibjargar Gissurar- dóttir, verð ég að viðurkenna að slíkar kenningar duga mér ekki til að skilja af hverju henni var skammtaður svo skammur tími í þessu lífi, né af hverju hún þurfti að takast á við þau erfiðu og lang- vinnu veikindi sem að endingu lögðu hana að velli. Ekkert í hennar lífi eða lífsháttum getur skýrt af hverju hún hlýtur þessi örlög, að glíma við þungbær veik- indi og vera kölluð burt í blóma lífsins. Hún var yngst af fjórum börn- um foreldra sinna og var alin upp við ástríki og gott atlæti í for- eldrahúsum. Henni gekk vel í skóla og að loknu stúdentsprófi ferðaðist hún um Evrópu, nam tungumál og aflaði sér frekari reynslu. Heim komin hóf hún störf við verslun en lengst af starfaði hún hjá Sparisjóði Reykjavíkur. Hún var vinsæl og vinmörg, stundaði ýmsar íþróttir og lifði heilsusamlegu lífi. Ung kynntist hún eiginmanninum og festi ráð sitt. Saman eiga þau son og dóttur, hið mesta efnisfólk sem eiga sitt hvort barnabarnið, ömm- ustrák og -stúlku sem bæði voru mikið eftirlæti og uppáhald ömmu sinnar. Mín kynni af Ingu voru öll á eina lund, hún var skemmtilegur og góður félagi, falleg, greind og elskuleg í framkomu. Minnis- stæðar eru margar ánægjulegar samverustundir og ferðalög, fjall- göngur innanlands sem og skíða- ferðir og maraþonhlaup í útlönd- um. Ingu verður sárt saknað og mestur er missir eiginmanns, barna og barnabarna, auk systk- ina og aldraðrar móður, sem áður hefur þurft að kveðja son á besta aldri. Ég votta þeim og öðrum ættingjum og vinum innilega samúð. Bragi Ragnarsson. Kær frænka, Ingibjörg Gissur- ardóttir, er látin, 58 ára gömul. Enn eitt fórnarlamb krabba- meins, eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma sem hrifin er burt á besta aldri. Ingibjörg var yngsta barn for- eldra sinna, Bryndísar Guð- mundsdóttur, sem lifir dóttur sína og Gissurar Símonarsonar móðurbróður okkar, sem lést fyr- ir fáum árum. Hún var alnafna ömmu okkar, en amma, Ingibjörg Gissurardóttir, og afi, Símon Sím- onarson, reistu og bjuggu síðan allan sinn búskap á Þorfinnsgötu 8, Reykjavík. Húsið var byggt í miðri kreppu, þriggja hæða hús með kjallara og risi og byggt í áföngum. Það var sannkallað fjöl- skylduhús þar sem amma og afi bjuggu á efstu hæðinni og börnin og fjölskyldur þeirra á hæðunum þar fyrir neðan, í risinu og kjall- aranum. Amma og afi eignuðust fimm börn og 17 barnabörn. Á ár- unum 1947 til 1955 bjuggu Bryn- dís og Gissur ásamt börnum sín- um á miðhæðinni á Þorfinnsgötunni ásamt foreldr- um okkar og okkur systkinunum. Undir lokin voru börnin orðin sex. Árið 1955 fluttu Bryndís og Gissur í íbúð sína í Bólstaðarhlíð 34, þar sem þau bjuggu síðan og Bryndís býr enn. Ingibjörg frænka okkar fæddist árið eftir. Við fylgdumst með lítilli frænku í gegnum tíðina, yngsta barni for- eldra sinna, eftirlæti föður síns. Hún óx úr grasi, lauk hefðbund- inni skólagöngu úr Verzlunar- skólanum og við tók lífið sjálft. Hún giftist Erni Sigurjónssyni, eignaðist börnin sín, Þorvald og Bryndísi, og vann mestan sinn starfsaldur hjá SPRON. Þau hjónin byggðu sér raðhús í Leið- hömrum 32. Inga frænka, eins og hún var oftast kölluð af okkur frænkum, var félagslynd, vinmörg og hafði áhuga á fólki og málefnum eins og hún átti ættir til. Þau hjón ferð- uðust mikið og útivera var áhuga- mál þeirra beggja. Þær systur, Inga og Jónína, voru samrýndar og fóru mikð í gönguferðir sam- an. Handavinna hefur einnig ver- ið mikið áhugamál systranna og móður þeirra, mikið prjónað og heklað í gegnum árin. Við frænk- urnar, barnabörn ömmu Ingi- bjargar, höfum í mörg ár haft þann sið að halda frænkuboð að hausti. Þá komum við saman ásamt mæðrum okkar, dætrum og barnabörnum og eigum ánægjulegan dag hjá einhverri okkar við að rifja upp og ræða málin. Hópurinn stækkar stöðugt þótt skörð verði líka. Auk þessa höfum við hist mánaðarlega í stuttum gönguferðum í Nauthóls- víkinni og Skerjafirðinum. Þessi samvera hefur eflt frændsemina og kynnin endurnýjast. Inga frænka hefur verið mjög virk í göngunum alla tíð og hafði til- kynnt mætingu í frænkuboðið sem halda átti daginn eftir lát hennar. Hennar er sárt saknað. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Arnar, Þor- valdar og Bryndísar, og ekki síst til móður hennar, Bryndísar, sem nú sér á eftir öðru barni sínu. Lára V. Júlíusdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir. Elsku Inga frænka er dáin. Ég mun sakna hennar og á margar góðar minningar um hana. Spjall yfir kaffi og köku hjá ömmu, maraþonhlaup í Danmörku og mæðgnaferð til Amsterdam eru efst í huga mér. Inga var alltaf dugleg að hreyfa sig og fór ég oft í gönguferðir með Ingu og mömmu áður en hún veiktist. Hún var ljúf og góðhjörtuð og til dæmis pass- aði hún alltaf að hringja og vita hvernig heilsan væri ef einhver í fjölskyldunni veiktist. Hún var líka mikil fjölskyldukona, sinnti ömmu vel og það var gaman að sjá hvað hún naut þess að vera með barnabörnunum. Þeirra missir er mikill og ég sendi nán- ustu aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Inga var búin að vera veik lengi og trúi ég því að hún sé hvíldinni fegin. Ég vil þakka henni fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við höfum átt saman, þær munu lifa áfram með mér. Bryndís Ásta Bragadóttir. Í dag kveð ég þig fallega, góða vinkona. Þú varst ein af mínum fyrstu vinum og kenndir mér svo margt um vináttu. Þú varst svo traust og svo átti húmorinn okkar svo óendanlega vel saman. Hvað við gátum hlegið. Síðast þegar þú hringdir í mig og baðst mig að koma við hjá þér á Landspítalan- um gátum við rifjað upp eitthvað sem við áttum saman og enginn skildi nema við. Þá, þó svo að við vissum báðar að þú værir orðin alvarlega veik, þurftum við ekki nema að líta hvor á aðra og þá vissum við nákvæmlega hvað hin var að hugsa og grétum úr hlátri. Þú varst yndisleg vinkona. For- eldra þína og systkini þekkti ég öll og voruð þið öll mjög vandað fólk. Nú sér móðir þín á eftir yngsta barninu sínu en á sjö árum hefur hún einnig misst Gunnar bróður þinn og Gissur eiginmann sinn, vona ég að Guð gefi henni styrk í hennar miklu sorg. Einnig sendi ég Erni eiginmanni þínum, sem stóð sem klettur með þér í gegnum veikindi þín, börnum þínum og fjölskyldum þeirra mín- ar innilegustu samúðarkveðjur, missir þeirra er mikill, að ógleymdri systur þinni Jónínu sem verið hefur stoð ykkar allra allan tímann. Elsku Inga, hvíldu í friði. Þín vinkona, Sybil Kristinsdóttir (Pilla). Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (Vald. Briem.) Enn og aftur er djúpt og stórt skarð höggvið í vinahópinn. Okk- ar kæra vinkona, Ingibjörg Giss- urardóttir, hefur yfirgefið þessa jarðvist eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm, og aftur hafði maðurinn með ljáinn betur. Okkur setur hljóða og nú syrgj- um við Ingu eins og Stellu vin- konu okkar áður sem lést 17. ágúst 2006. Við vinkonurnar höfum haldið hópinn frá því að leiðir okkar allra lágu saman í Hlíðaskóla og höfum alla tíð eytt miklum tíma saman. Allt frá því að vera börn að leik, unglingar með öllu sem því fylgir og síðar fullorðnar kon- ur. Þegar litið er til baka er margs að minnast en sumarbú- staðaferðir saumaklúbbsins eru sérstaklega eftirminnilegar. Þessar stundir voru okkur mjög dýrmætar, það að geta farið sam- an úr amstri dagsins og skemmt okkur saman eins og okkur var einum lagið. Síðasta „sumarbústaðaferð“ okkar var á Spáni síðastliðið haust og yndislegt að hafa átt þar dýrmæta og góða daga allar saman. Nú í sumar fengum við aftur tækifæri til að hittast allar saman ásamt mökum og ríkti einlæg gleði yfir að geta verið saman góða kvöldstund enn á ný, það er ómetanlegt fyrir okkur þrjár sem eftir erum af sauma- klúbbnum. Við minnumst Ingu með þakk- læti fyrir ljúfan, einstakan vin- skap, og við hugsum til litlu sól- argeislanna hennar, barnabarnanna Arnar Inga og Ingibjargar Evu sem fengu að njóta þess að kynnast ömmu sinni þó stutt væri. Ljós og friður fylgi þér elsku vinkona, hafðu þakkir fyrir allt og allt. Við biðjum góðan Guð að styrkja Örn, Þorvald, Bryndísi og Bryndísi móður Ingu, barnabörn, systkini og aðra aðstandur á erf- iðri stund. Elín Lára, Guðlaug og Þórdís Gunnars. Það er með söknuði og trega sem við kveðjum kæra vinkonu okkar, Ingu. Þau nálgast fimmta tuginn, árin sem við höfum verið samferða, fylgst með lífi og fjöl- skyldum hver annarrar og vinátt- an verið einlæg og gefandi. Við erum bekkjarsystur frá Verslun- arskóla Íslands og útskrifuðumst þaðan sem stúdentar árið 1977. Ekki voru margar stelpurnar í hagfræðideild á þessum árum, rétt um þriðjungur af bekknum. Stelpurnar stóðu saman og ákváðu að stofna með sér fé- lagsskap sem við auðvitað kölluð- um saumaklúbb þó að þar hafi næstum aldrei verið bróderað eða saumað en einu sinni bjuggum við til krans úr sælgæti. Útskriftar- ferðin var farin til Spánar, við bjuggum saman í íbúð og skemmtum okkur konunglega. Til að byrja með hittumst við í hverjum mánuði og kynntumst betur og betur. Mikið var hlegið og hláturinn hennar Ingu hljóm- aði bjartur og hress. Inga, sem var sérlega lagin og smekkvís bakaði kökur sem voru alveg eins og á myndinni og bauð upp á eitt- hvað alveg einstaklega gott þegar við hittumst hjá henni. Eftir að við stofnuðum fjölskyldur fórum við saman í ferðalög, hittumst í sumarbústöðum og tókum karl- ana með. Þar var líka mikið hlegið og margt brallað. Við spiluðum fótbolta, veiddum einn lítinn sil- ung, nutum lífsins og gengum saman. Allaf var ætlunin að fara saman í borgarferð, einhvern tímann, þegar tími yrði til. Ingu einkenndi hversu góður hlustandi og réttsýn manneskja hún var, með mikið jafnaðargeð, og að hún hafði heill og hamingju fjölskyldunnar sinnar ávallt í fyr- irrúmi. Við eigum eftir að sakna nærveru hennar, hversu mikið hún gaf af sér og hversu hrein- lynd og góð vinkona hún var. Við studdum hver aðra og leituðum svara við spurningum lífsins eins og þær hafa birst á hinum ýmsu tímabilum ævinnar. Barnaupp- eldi, bústörf og barnabörn, allt þetta höfum við rætt, líka erfið- leika og mótlæti sem mættu okk- ur oft fyrirvaralaust. Við glödd- umst innilega yfir afrekum afkvæma og fjölskyldumeðlima og gerum enn. Það var rétt eftir áramót árið 2010 sem Inga sagði okkur að hún væri með innvortis mein. Við fylgdumst með því hvernig hún tókst á við veikindin af miklu æðruleysi og reyndi hvað hún gat til að sporna gegn framgangi sjúkdómsins. Inga hafði alltaf hugsað vel um líkamann, en eftir að hún greindist með krabbamein tók hún mataræðið í gegn, fór í fleiri göngutúra og fór eftir ráð- leggingum læknanna. Það gladdi okkur að, þrátt fyrir veikindi, ákvað hún að fara með Erni sín- um í ferðalög því hún hafði gaman af því að skoða heiminn og njóta þess að vera til. Við hittumst oft- ar undanfarið, vitandi að horfurn- ar á að Ingu myndi batna fóru versnandi. Inga mætti, þegar hún gat, og eins og áður gaf hún af sér með nærveru sinni. Elsku Örn, Þorvaldur, Bryn- dís, Þórður og Ísleifur, við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar okk- ar dýpstu samúð. Minningar um góða vinkonu og traustan vin lifa. Vinkonur úr Versló, Anna Sigurðardóttir, Ása Kristbjörg Karlsdóttir, Elínborg Vilhjálmsdóttir, Helga Möller, Jóhanna Harðardóttir og María G. Sigurðardóttir. Ingibjörg Gissurardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.