Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 90
90 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 ✝ Ásgeir Jóels-son fæddist 20. júní 1924 í Reykja- vík. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Nesvöllum 13. október 2014. Foreldrar hans voru Guðríður Ingvarsdóttir, f. 30. apríl 1900, d. 2. júlí 1957, og Jóel Jón- asson, f. 12. sept- ember 1894, d. 8. júní 1988, bændur í Bakkakoti í Leiru og síðar í Kötluhól í sömu sveit. Ás- geir átti fjögur systkini: 1) Inga Jóelsdóttir, f. 24. apríl 1922, maki Björn Guðjónsson, látinn. 2) Jóel Bachmann Jóelsson, f. 24. júní 1926, maki María Guðna- dóttir, látin. 3) Guðríður Jóels- dóttir, f. 11. nóvember 1928, d. 7. nóvember 2005, maki Þórhall- ur Björgvin Ólafsson. 4) Jón- asína Jóelsdóttir, f. 13. mars 1931, d. 18. apríl 1994, maki Guðmundur Guðnason. Ásgeir var ókvæntur og barnlaus. Ásgeir ólst upp í Bakkakoti og seinna Kötluhól í Leiru. Þar bjó hann fram á þrítugsaldur en þá flutti hann til Keflavíkur þar sem hann byggði sér síðar hús. Hann gekk í Gerðaskóla en skólagangan var ekki löng. Hann var mjög bókhneigður og las mikið alla tíð. Ásgeir fór ungur að vinna fyrir föður sinn sem seldi mjólk til Keflavíkur, en starf Ás- geirs var að flytja mjólkina á hestvagni til kaupenda. Síðar vann hann við vegavinnu og í ýmsum frystihúsum, s.s. í Stóru milljón og Keflavík hf. Einnig starfaði hann í mörg ár í Drátt- arbraut Keflavíkur. Síðustu starfsárin vann hann í Miðnesi hf. í Sandgerði. Seinni hluta æv- innar stundaði Ásgeir sjó á eigin bát á sumrin. Ásgeir verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, 23. október 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Mágur minn, Ásgeir Jóelsson frá Kötluhól í Leiru, lést hinn 13. október síðastliðinn, liðlega níræð- ur að aldri. Hann hafði alllengi átt við þverrandi heilsu að stríða. Ásgeir fæddist í Reykjavík 20. júní 1924 en ólst upp með foreldr- um sínum, Guðríði Ingvarsdóttur og Jóel Jónassyni, sem bjuggu í Bakkakoti í Leiru og síðan í Kötlu- hól. Þegar hann hleypti heimdrag- anum fluttist hann til Keflavíkur, þar sem hann bjó æ síðan og stundaði verkamannavinnu. Af eigin rammleik byggði hann sér tvílyft steinhús, þar sem hann bjó sjálfur á efri hæðinni en leigði hina. Hann var einhleypur. Ásgeir var vel að manni, hár og herðabreiður. Hann bar sig vel, svipmikill og höfðinglegur en hóg- vær í öllu sínu fasi og framkomu. Hann var ættrækinn og trygg- lyndur, barngóður og friðsamur en þó hreinskiptinn ef svo bar við. Svo sagði mér systir hans, að hann hefði verið eftirlæti móður sinnar, og hefði hún jafnvel kallað hann augasteininn sinn. Ég hygg, að mæður hafi um aldir notað þetta orð eins og til að undirstrika vænt- umþykju sína. Á engan er þó hall- að, því að Guðríður Ingvarsdóttir var góð kona og góð móðir öllum börnum sínum. Hún fór of fljótt frá okkur. Á Ásgeiri sannaðist hið forn- kveðna, að römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til. Hon- um var tíðförult út í Leiru og niður á Bakkakotsflötina, þar sem bátur hans stóð uppi á sjávarbakkanum, en í fjörunni er þessi líka fína vör og stutt undan landi hólminn, sem gaf býlunum nöfn. Þá kom það stundum fyrir, að hópur ættingja og venslaðra á öllum aldri safnað- ist saman á túninu hjá rústum Bakkakotshússins og gerði sér glaðan dag með frændanum góða. Þórhallur Björgvin Ólafsson. Í dag kveðjum við Ásgeir Jóels- son, Geira eins og hann var ávallt kallaður. Í okkar landi er lífs- hlaupinu oft líkt við siglingu og á það vel við þegar við minnumst Geira sem hafði gott lag á að sneiða hjá skerjum og boðum sem á hans leið urðu, ætíð komst hann heill í höfn. Geiri var fyrst og síð- ast Leirumaður, alinn upp við landbúnað og sjósókn eins og þá tíðkaðist í Leirunni. Þetta uppeldi mótaði Geira og gerði hann að þeim manni sem við þekktum, það er manni sem aldrei féll verk úr hendi, duglegur og ósérhlífinn, húmoristi með skemmtileg tilsvör. Lífsstarf Geira tengdist allt út- gerð og fiskvinnslu. Hann starfaði í hinum ýmsu frystihúsum hér í bæ og í Sandgerði, einnig í Drátt- arbraut Keflavíkur. Síðustu starfsárin vann hann hjá Miðnesi hf. þar sem hann lauk starfsævinni 74 ára gamall en engan veginn tilbúinn til þess, þar sem nóg var þrekið. Geiri var handlaginn maður og sást það best á þeim bátum sem hann smíðaði. Í áratugi reri hann á vorin á handfæri frá Bakkakots- vör í Leiru. Hann hafði komið sér upp skúr þar til að verka aflann og í vörinni útbjó hann bryggju sem hann hafði bátinn við. Geiri var góður sjómaður, aðgætinn og fisk- inn. Hann var þaulkunnugur öll- um miðum í Garðsjó og var í ess- inu sínu þegar vel fiskaðist. Hann var alltaf með handrúllu og þá kom það sér vel að vera annálaður þrekmaður eins og hann var alla tíð. Saltfiskurinn sem hann verk- aði var fullkominn, flattur og sól- þurrkaður. Slíkur fiskur er vand- fundinn í dag. Geiri var óspar á að gefa í soðið og nutum við þess ásamt fleirum. Hann dvaldist mik- ið í Leirunni og ekki síst eftir að hann hætti að vinna, en hann ásamt systkinum sínum átti jarð- irnar Bakkakot, Nýlendu, Rófu og Kötluhól. Þarna var hann með bát- inn sinn eins og áður sagði, einnig dyttaði hann að útihúsum og girð- ingum að ógleymdum sjóvarnar- görðum sem hann hlóð og steypti meðfram öllu Bakkakotstúninu, þar voru mörg handtökin. Geiri var fróður um sagnir úr Leirunni, örnefni og staðhætti þar og kunni mikið af sögum sem hann átti létt með að miðla öðrum. Hann hafði mjög gaman af bókmenntum og ljóðum. Sjálfur setti hann oft sam- an vísur eins og þessa hérna: Þvælist ég um saltan sæ á mínu fagra fleyi. Mér er sama hvort ég næ landi eða eigi. Í húsinu hans í Keflavík eru tvær íbúðir og í gegnum tíðina leigði hann oftast aðra þeirra. Í gegnum þennan stóra leigjenda- hóp eignaðist hann marga vini sem voru honum kærir. Hann var ein- staklega barngóður maður og krakkarnir í götunni hans litu á hann sem vin. Geiri var ætíð í góðu sambandi við fólkið sitt, ekki síst Ingu systur sína. Þeir bræður Bachmann og Geiri voru alla tíð nágrannar. Var því mikill sam- gangur þar á milli og voru þeir bræður nánir. Geiri var síðasta eina og hálfa árið á hjúkrunarheimilum. Þar leið honum vel og fékk hann góða umönnum. Nú undir lokin fannst honum komið nóg og sagðist ekki nenna þessu meira, var orðinn full- saddur lífdaga eftir 90 ár. Við eig- um aðeins góðar minningar um hann Geira sem var einn af þess- um föstu punktum í tilverunni, en það er eins með það og annað að allt hefur sinn tíma og endi. Þórhildur, Guðríður og Guðný Bachmannsdætur og fjölskyldur. Ásgeir Jóelsson Það mun hafa verið sumarið 1953 að ég kynntist Stef- áni Þorlákssyni. Þá var ég með föður mínum við veiðar í Svalbarðsá og við gistum hjá foreldrum Stefáns og bræðr- um á Svalbarði í Þistilfirði. Nokkrum árum síðar fékk faðir minn Stefán til að vinna að smíði sumarbústaðar í Hrísey. Hann var laginn við flest sem hann tók sér fyrir hendur og veitti okkur feðgum og Viggó Jónssyni drjúga aðstoð við að koma upp sýningu á Zeiss-tækjabúnaði í Iðnskólanum árið 1960. Eftir það hittumst við stöku sinnum. Ým- ist kom hann í heimsókn eða ég sótti hann heim. Teygðist þá gjarna úr samtölum fram eftir nóttu því að Stefán var allra manna skemmtilegastur, auk þess sem hann var fróður og vel lesinn. Engum manni hef ég kynnst sem hefur haft jafnmikla frásagnargáfu. Eftir að hafa hlustað á Stefán skil ég betur hvernig sögur geta varðveist um Stefán Þórarinn Þorláksson ✝ Stefán Þór-arinn Þorláks- son fæddist 28. september 1930. Hann lést 22. ágúst 2014. Útför Stefáns fór fram 1. sept- ember 2014. langan aldur í munnlegri geymd fyrir tilstilli snjallra sögumanna. Sumar frásagnir Stefáns á ég á segulbandi og tel þær hreinan fjársjóð. Hann var gamansamur með afbrigðum og gat jafnvel sagt bráð- fyndnar sögur af veikindum sem hann átti við að stríða. Eins og fram hefur komið í öðrum minn- ingargreinum lenti Stefán í al- varlegu bifreiðarslysi þegar hann var á unglingsaldri. Var hann farþegi í bifreið, og slysið var annars manns sök. Mátti litlu muna að afleiðingarnar leiddu Stefán til dauða síðar meir þegar hann var við nám í Þýskalandi. Ein afleiðingin var sú að hann missti lyktarskynið. Þegar ég spurði Stefán hvort það væri ekki bagalegt að finna enga lykt tók hann því fjarri og sagði að það væri miklu meira af slæmri lykt en góðri í veröldinni. Þannig sló hann gjarna á létta strengi. Skömmu áður en Stefán féll frá átti ég langt samtal við hann í síma. Ekki hvarflaði að mér að það yrði okkar síðasta samtal. Hann er minnisstæður maður sem eftirsjá er að. Þorsteinn Sæmundsson. Elsku Elsie frænka. Það er erf- itt að vita að þú sért farin frá okk- ur. Þú sem alltaf hafðir þennan ótrúlega kraft og fórst í gegnum þau verkefni sem þörf var á að leysa. Ég vissi aldrei hvaðan þú fékkst þennan dýrðarkraft en eitt er öruggt, þú varst mögnuð kona sem bjóst yfir svo mörgum góðum kostum. Þú varst sú frænka sem ég gat alltaf leitað til með hvað sem á dundi og hlustað- ir á mig án þess að dæma. Við náðum alltaf að skilja hvor aðra. Vorum eiginlega eins og vinkon- ur. Það var alltaf svo gaman að hitta þig og vera í þinni návist. Alltaf svo glöð, brosmild og með svo góða nærveru. Manni leiddist aldrei í kringum þig. Þú talaðir alltaf vel um fólk og það segir manni mikið um hvaða mann- eskju þú hafðir að geyma elsku frænka, falleg að innan sem utan. Minningarnar eru svo margar og gefa manni svo margt. Þú átt stóra og yndislega fjölskyldu sem elskar þig, dýrkar og dáir. Biðj- um við Guð að veita þeim styrk og gæta þeirra á erfiðum stund- um. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Þín frænka Þórunn og fjölskylda. Í dag kveðjum við kæra vin- konu sem okkur þykir svo undur vænt um. Hún kom inn í líf okkar Guðbjörg Elsie Einarsdóttir ✝ Guðbjörg ElsieEinarsdóttir fæddist 18. mars 1957. Hún lést 11. október 2014. Útför Guðbjargar fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag, 21. október 2014. fyrir nokkrum árum þegar við vorum samtíða í háskóla- námi og lærðum mikið saman. Það var ósjaldan að við eyddum saman helgi eftir helgi frá því árla morguns og fram á kvöld, við verkefnagerð eða annan lærdóm. En samvera okkar var ekki bara í skólanum, milli okkar skapaðist með tímanum mikil og djúp vinátta. Við hittumst reglu- lega og heyrðumst í síma eða á netinu þar á milli. Okkur fannst ómögulegt ef einhver mánuður leið án þess að við hefðum hist í spjalli og jafnvel með handa- vinnu, konfektgerð eða borðað saman heima hjá einhverri okk- ar, farið saman út að borða eða annað skemmtilegt eins og að skreppa saman á tónleika. Elsie var góður vinur, sterkur karakter og vildi allt fyrir alla gera, hún var einstaklega hjálp- söm og dugleg við hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Það var gott að eiga Elsie að, það höfum við báðar fengið að reyna, Elsie var alltaf boðin og búin að styðja við þá sem áttu erfitt. Hún var sann- ur vinur og munu minningar um hlýja, sterka og yndislega vin- konu lifa áfram í hjörtum okkar. Það er ekki hægt að skrifa um hana án þess að minnast á hversu misjafnt það er sem lífið leggur á fólk, hún lifði tvo eiginmann, ann- ar fórst í sjóslysi en hinn lést úr veikindum. Það má nærri geta að þetta hafi reynt á hana og fjöl- skyldu hennar. Dugnaður og æðruleysi ein- kenndi líf hennar. Þegar sjúk- dómur hennar bankaði upp á kom styrkur hennar og æðruleysi enn fram í því að þegar læknirinn upplýsti hana um hvað að væri sagði hún: „Mikið er ég fegin“ og lækn- irinn varð hvumsa við. En Elsie, sem hafði kennt sér meins um hríð, sagði við hann: „Jú, þegar ég veit hvað þetta er þá get ég barist við það en ég gat ekki bar- ist við eitthvað sem ég vissi ekki hvað væri.“ Hún var ákveðin, ætlaði að berjast og hún var stað- ráðin í að vinna þessa baráttu, hún hafði betur lengst af en því miður var við ofurefli að etja. Þeir sem eftir lifa eiga góðar minningar um einstaka konu, sem svo sannarlega var hvunn- dagshetja okkar tíma. Við kveðjum þig, elsku Elsie, vinkona okkar, með kærleiksrík- um hugsunum, hlýju og þakklæti fyrir innilega vináttu og ljúfar samverustundir liðinna ára. Megi ljós friðar og kærleika vera þér leiðarljós hinum megin. Við biðj- um algóðan Guð að varðveita þig og vaka yfir þér um ókomna tíð. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Kæra fjölskylda, synir, tengdadætur, barnabörn, móðir, systkini og aðrir aðstandendur. Við sendum ykkur hlýjar samúð- arkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og styðja, megi ljós friðar og kærleika umvefja ykkur öll um ókomna tíð. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir. Þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur Pétursson) Minningin um kæra vinkonu lifir áfram. Guð geymi Elsie. Birna Kr. Björnsdóttir, Inga Rós Baldursdóttir og fjölskyldur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þegar kemur að félagsstörfum er fátt betra en að vinna með fólki sem lætur verkin tala, kemur hreint fram, segir meiningu sína og vinnur í takt þegar ákvörðun hefur verið tekin. Þannig mann- eskja var Elsie. Hún vann í sund- hreyfingunni við ýmis verk, sem foreldri, sem stjórnarmaður í fé- lagi, sem stjórnarmaður í Sund- sambandi Íslands og margt ann- að. Hún var hugmyndarík og óhrædd að viðra hugmyndir sem við fyrstu sýn virtust ekki mjög raunhæfar. Hún var fylgin sér og skilaði því sem hún tók að sér með miklum sóma. Hún var hlý og glaðlynd og hafði einstakan hæfileika til að láta ekki erfið- leika í persónulegu lífi sínu trufla samskipti sín við annað fólk. Það voru forréttindi að starfa með Elsie í stjórn Sundsambands Íslands. Hún studdi félagið sitt og syni sína í lauginni en hafði getu til að afklæðast félagsbún- ingnum í störfum sínum fyrir Sundsambandið. Það er því með virðingu og söknuði sem við í sundhreyfing- unni drúpum höfði og minnumst Elsie með þakklæti og hlýju. Við sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Sundsambands Ís- lands, Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ. Mér finnst lífið oft óréttlátt, þegar fólk á besta aldri er hrifið frá okkur og það er ekki komið á þann aldur að geta notið efri ár- anna með ástvinum sínum. Það á við um Jónbjörn á gröfunni. Jobbi var mikill höfðingi og hjartahlýr maður. Hann var ávallt tilbúin að koma hvort sem var á virkum degi eða á helgi ef fólk vantaði skóflu af sandi eða mold eða fá mokstur úr innkeyrslunni á vetr- um. Í þessum litla bæ, Súðavík, eru verkin hans víða enda hefur hann tekið flesta grunnana í nýja þorpinu og lagað lóðir og gert skurði þar sem við á. Hann var mikilvægur fyrir litla þorpið. Jobbi var einn af forsprökkum Raggagarðs í Súðavík. Eftir að leiksvæðið var mótað tók hann við og sá um að grafa fyrir leiktækj- um og aðra vélavinnu síðastliðin 10 ár. Í fyrra ræddum við um að hann byrjaði á nýja svæðinu og gerði mön fyrir áhorfendasvæðið og færum svo á fullt í sumar og klára garðinn að mestu þetta sumar. En Jónbjörn var farinn að kenna mikið til í baki um mitt sumar en kom þó á þeim dögum sem hann var skárri og gróf fyrir sviðinu og brúnni og margt fleira. Þegar líða fór að hausti og hann var slæmur þá vildi hann frekar fá vin sinn á vélina til að klára en að ég fengi einhvern annan í verk- ið vegna veikinda hans. Hann vildi klára verk sitt í garðinum. Það tókst honum þrátt fyrir bak- verkina og annað sem mátti bíða fór á verkefnalista fyrir næsta sumar, þegar hann yrði góður í bakinu. En annað kom í ljós í byrjun september þegar hann fór í rannsókn til Reykjavíkur. Ekki var það brjósklos heldur krabba- mein sem var farið að dreifa sér um líkamann. Það var aldrei neitt vandamál Jónbjörn Björnsson ✝ JónbjörnBjörnsson fæddist 18. febrúar 1948. Hann lést 9. október 2014. Útför Jónbjörns fór fram 18. október 2014. að biðja Jobba um sérstök verkefni. Það er mér svo minnisstætt, þegar ég fékk holugrjót frá Hvítanesi fyrir garðinn, hvernig ég kæmi þeim til Súða- víkur. Jobbi fór bara rúnt með mér að Hvítanesi til að velja steinana og ekki mörgum dögum seinna voru þeir komnir í Ragga- garð. Í sumar sá ég stein á Súða- víkurhlíð sem leit út eins og ál- fabústaður og langaði í hann í garðinn. Jobbi fór í verkið á pay- loadernum sínum og kom með steininn góða og setti hann í garð- inn. Ekki var það vandamál þó að steinninn hefði verið rúmlega 10 tonn. Stundum hringdi Jobbi í mig og bað mig að koma með sér, þegar hann vantaði að sækja vörubíl eða gröfu og bað mig svo að keyra bílinn sinn til baka. Mörg góð samtöl áttum við í svona rúntum, allt milli himins og jarðar. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt Jobba sem traustan og góðan vin. Fæstir gera sér grein fyrir því hvað Jobbi og Ásta hafa styrkt Raggagarð mikið í gegn- um árin. Stundum vildi hann ekki rukka fyrir annað en olíuna og vélavinnuna og gaf alla sína vinnu ár eftir ár, eða rukkaði fyrir hluta af verkinu. Það eru engin orð til í orðabókinni til að fullþakka þeim Jobba og Ástu rausnaskapinn í þágu garðsins. Þó svo að Jobbi treysti sér ekki til að vinna á gröf- unni tók hann oft rúntinn með Ástu sinni upp í Raggagarð til að fylgjast með hvernig gengi að smíða bátinn og brúna. Einnig sá ég oft þegar þau hjónin komu með barnabörnin í garðinn til að leika sér þar. Útivistarsvæði Raggagarðs er svo sannarlega minnismerki um verk Jobba í Súðavík og verður þar um ókomin ár. Elsku Ásta, börn og barnabörn og tengdabörn. Bið Guð um að styrkja ykkur á þessum erfiðum tímum. Vilborg Arnarsdóttir (Bogga) og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.