Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Leikritið Ronja Ræningjadóttir var frumsýnt í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ um síðustu helgi. María Ólafsdóttir (21) og Ari Páll Karlsson (17) fara með hlutverk Ronju og Birkis. Þau koma hvort úr sínum ræningjaflokknum og reynist þrautin þyngri að halda vináttuna í óþökk foreldra sinna. Hver er Ronja Ræningjadóttir? Ronja: Ronja er 11 ára stelpa sem býr með mömmu sinni og pabba og öllum ræningjunum í Matthíasar- borg. Hún er algjör prakkari sem er alltaf að stelast út. Hver er Birkir Borkason? Birkir: Hann er sonur óvinanna og á heima í Borkavirki, sem er hinum megin við Helvítisgjána. Hvað eruð þið að gera í Bæjar- leikhúsinu í Mosfellsbæ? Birkir: Nú, við erum að segja söguna okkar fyrir Mosfellinga og alla þá sem vilja. Þetta er algjört ævintýri. Eru þið jafngömul? Ronja: Já, nákvæmlega jafn- gömul, við fæddumst sama dag. Nóttina sem eldingunni sló niður í Matthíasarborg og klauf hana í tvennt. Þá myndaðist sjálf Helvítis- gjáin og við fæddumst. Hvernig kemur ykkur saman? Birkir: Ekkert svo vel í byrjun, Ronja stjórnar svolítið ferðinni. Við erum ekkert bestu vinir til að byrja með og metumst mikið. Birkir vill vera vinur Ronju en Ronja er ekki alveg á sama máli. Við komum hvort úr sínum ræningjaflokknum. Þegar líða fer á leikritið verðum við bestu vinir og reynum að fá ræningjaflokkana tvo til að slíðra sverðing og vingast. Um hvað fjallar leikritið? Ronja: Það fjallar um þau Ronju og Birki og ríginn á milli fjölskyldna þeirra. Ættirnar byrja að rífast og Birki er rænt af pabba Ronju, Matthí- asi. Ronja verður brjáluð og hoppar yfir Helvítisgjána. Þá leysir Matthías Birki og þau Ronja og Birkir flytja í skóginn og komast að því að þau geta ekki verið vinir í borginni. Þau flytja í Bjarnarhelli og lifa þar um sumarið. Allt þar til foreldrar Ronju koma og sækja þau. Þá loksins ná ræningjaflokkarnir sáttum og sameinast. Mikil veisla fer þá fram í Matthíasarborg. Hvaða persónur koma fyrir? Birkir: Matthías og Lovísa eru foreldrar Ronju. Borki og Valdís eru foreldrar Birkis. Svo eru þarna ræningjaflokk- ar, rassálfar, grátdvergar, skógarnornir og fullt af skemmtilegum verum. Er eitthvað sungið? Ronja: Já, það er mikið sungið, alls eru 16 lög í sýningunni. Eitt þeirra er meira að segja frumsamið af henni Sigrúnu Harðardóttur. Birkir syngur það. Tónlistin er öll leikin af fingr- um fram á sviðinu. Þar koma m.a. fyrir harmonikka, gítar, tromm- ur, úkúlele, melódíka, kontra- bassi og fiðla. Við syngjum bæði, og eiginlega bara lang- flestir. Hefur leikritið verið sett upp áður? Birkir: Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er sett upp hér hjá okkur en hefur áður verið sett upp í Borgar- leikhúsinu og einhverjum minni leikhúsum. Leikritið er eftir Astrid Lindgren eins og flestir vita og tónlistin er eftir Sebastian. Hvað koma margir að svona sýningu? Ronja:Ætli það séu ekki svona 40 manns sem koma að sýningunni. Þegar mest er þá erum við 25 á sviðinu í einu. Leikstjóri er Agnes Wild og tónlistarstjóri er Sigrún Harðardóttir. Þær eru nýútskrifaðar úr námi erlendis. Svo er það Eva Björg Harðar- dóttir, sem er búninga- og sviðsmynda- hönnuður. Hún mætir fyrst og fer síðust á kvöldin. En hún er einnig í námi erlendis um þessar mundir. Það er virkilega mikill metnaður í allri sviðsmynd og búningum. Hvert er ykkar uppáhaldsatriði? Birkir: Lagið okkar Ronju sem við syngjum um hvort okkar eigi skóginn. Ronja: Það er eiginlega í uppáhaldi hjá mér líka. Og atriðið þegar strákarnir í hljómsveitinni eru að jóðla. Þá látum við eins og fífl fyrir aftan. Birkir: Svo er líka gaman að stökkva yfir Helvítisgjána. Ronja: Það finnst mér mjög óþægi- legt. Ég er svo lofthrædd. Læt mig þó hafa það. Rassálfarnir, eru þeir ekki óþol- andi? Ronja: Jú, en samt mjög krúttlegir, það eina sem þeir segja er akkuru, akkuru, akkuru... Eru Ronja og Birkir kærustupar? Birkir: Nei, ojjj.... við erum systkini. Við bara ákváðum það að við skyldum vera systkini. Ég bjargaði henni úr lífsháska og við höfum verið óaðskiljanleg síðan. Ronja, er pabbi þinn alvöru ræningi? Ronja: Já, hann er sko ræningja- foringi. Ég vissi ekki einu sinni hvað ræningi var fyrr en pabbi minn sagði mér það. Þá varð ég alveg brjáluð. Af því að ég vil ekki að það sé verið að stela. Það eiga „Ástand- ið á heimili nu var ekki burðu gt og ég fékk ekker t að borða og flutti bara í skóginn. E nda miklu skem mtilegra þar með Ro nju en einhverjum ræn- ingjum. SKÓGURINN FULLUR AF ÆVINTÝRUM Ronja og Birkir í skóginum.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.