Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 11.10.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 11.10.2014, Blaðsíða 6
Vertu með blýant við höndina og spreyttu þig! BARNABLAÐIÐ6 Ef þú lendir í vandræðum finnur þú lausnirnar aftast. Völundarhús Getur þú hjálpað hrafninum að finna gullhringinn? Flokkað blindandi Klippið út úr pappír nokkur ólík form, tvö eða fleiri af hvoru formi. Svo bindur þú fyrir augun á vini þínum og lætur hann flokka formin í nokkrar hrúgur, eins form eiga að vera saman í hrúgu. Þetta getur verið erfitt að gera blindandi. Farið svo í keppni, hver ykkar er fljótari að flokka formin rétt? Gríptu kúlur Límdu tvö plastglös saman með límbandi, botn í botn. Búðu svo til litla kúlu úr álpappír og settu hana ofan í annað glasið. Kastaðu kúlunni upp í loftið og reyndu að grípa hana með hinum bollanum. Hvað getur þú gert þetta oft án þess að kúlan lendi á gólfinu? A R H LAUSN AFTAST P A Hvað heitir þetta hljóðfæri? Dýrin inni í línunum Prófaði að teikna margar beinar línur á blað handahófskennt með hjálp reglustiku. Láttu línurnar vísa í allar áttir. Horfðu svo vandlega á öll formin og reyndu að finna form sem mynna á dýr. Fylltu inn í formin sem mynda dýr.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.