Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 Getur þú sagt mér nánar frá bókinni? Já, ég er búinn að lesa hana. Hún er ofboðslega skemmtileg. Hún gerist í sveitinni hjá ömmu og afa. Hún fjallar um þegar ég fór á 17. júní til Hvammsvíkur með mömmu, Ingu frænku og afa og ömmu. Ég lendi í ofboðslegum vandræðum þar. Svo segir hún frá því þegar ég hélt upp á afmælisdaginn minn í sveitinni og allir komu í afmælið, þá varð allt vitlaust, ha ha ha. Fyrir hvern er þessi nýja bók? Fyrir alla krakka á Íslandi. Og líka fyrir allar mömmur, pabba, afa og ömmur. Það verða allir að læra að lesa og geta hlegið um leið. Hvað þarf maður að gera ef maður vill verða sjónvarpsstjarna eins og Bjössi bolla? Bara sprella, fíflast og koma fólki til að hlæja. Hláturinn lengir lífið. Er eitthvað að lokum sem þú vilt segja? Já, ég vona að sem flestir geti lesið bókina um mig og séð hvað ég er mikill prakkari. Ég ætla að koma til Reykjavíkur og árita bókina fyrir þá sem vilja þegar hún kemur út í nóvember. M yn di r/ Eg ge rt Jó ha nn es so n „Ég vona að sem flestirgeti lesið bókinaum mig og séðhvað ég er mikillprakkari.“ Bjössa bollu finnst skemmtilegast að fíflast og skemmta fólki.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.