Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 Fljúgandi sprotinn Hérna kennir Viktoría töfrakona okkur að láta töfrasprota svífa um í lausu lofti á magnaðan hátt. Æfðu þig vel og áhorfendur þínir munu verða steinhissa. Erfiðleikastig: 1 Galdur: Þú lætur töfrasprota fljúga á ótrúlegan hátt. Leyndarmál: Þegar Viktoría sleppir fingrunum þá skilur hún eftir einn fingur sem heldur við sprotann. Fylgihlutir: Töfrasproti eða blýantur Haltu á sprotanum eins og sést á myndinni og gættu þess að snúa á hlið svo áhorfendur sjái handarbakið á hendinni sem heldur á sprotanum. Haltu utan um úlnliðinn eins og sést á myndinni. Láttu svo einn putta halda utan um töfrasprotann og réttu úr fingrunum. Á hlið lítur út eins og töfrasprotinn svífi um í lausu lofti. Það er nóg að láta sprot- ann svífa í þrjár til fimm sekúndur. Drátthagi blýanturinn Finndu fimm villur LAUSN AFTAST Hrekkjavaka Í Ameríku, og víðs vegar um heiminn, er hefð fyrir því að halda hátíðlega hrekkjavöku eða „Hallow- een“ hinn 31. október. Þá skreytir fólk húsið sitt með útskornum graskerum, kertum og alls konar óhugnanlegu dóti eins og beina- grindum, draugum og leðurblökum. Fólk klæðir sig líka upp í skemmtilega búninga, vampíru-, skrímsla- og nornabúningar eru einna vinsælastir. Þegar rökkva tekur ganga börnin svo hús úr húsiv og safna sælgæti og það þykir þeim afar skemmtilegt. © Eva Þengilsdóttir FINNDU FIMM VILLUR!

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.