Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Getið þið sagt mér aðeins frá Töfraflautunni? Fanný: Þetta er mjög skemmtileg sýning. Jasmín: Þetta er ópera sem er sérstaklega gerð fyrir börn. Birta: Þessi sýning getur kennt krökkum ýmislegt, til dæmis hvað ópera er skemmtileg. Hvert er hlutverk ykkar í sýningunni? Fanný: Ég er fyrsta vætt. Birta: Ég er þriðja vætt, við sjáum um að bjarga málunum. Við birtumst á þeim tímum þar sem allt er á leiðinni í vaskinn. Þá komum við og gefum góð ráð. Jasmín: Við erum hálfgerðir sögumenn. Hvernig myndir þú lýsa verkinu? Jasmín: Þetta er mjög spennandi. Þetta er sannkallað ævintýri. Birta: Já, þetta er svona ástarævintýri. Hvað gerið þið í sýningunni? Fanný: Við syngjum, leikum og tölum. Jasmín: Já, við hreyfum okkur mikið um sviðið og erum einskonar sviðsmenn. Er þetta ekkert erfitt, að leika í svona stórri sýningu? Birta: Við höfum leikið í þessu verki áður, þá fyrir fullorðna, þannig að sú reynsla hjálpar. Þetta er bara svo rosalega skemmtilegt. Hvernig komust þið inn í leiklistina og sönginn? Jasmín: Ég hef verið að æfa söng og svo hef ég líka æft leiklist. Svo er ég í kór. Birta: Já, ég er búin að vera í kór síðan ég var þriggja ára og svo fór ég í söngnám þegar ég var sjö ára Fanný: Ég hef verið í kór frá fimm ára aldri og líka æft ballett. Svo er ég að kenna ungum krökkum leiklist. Svo er ég í fiðlunámi. Hvað mynduð þið vilja segja við þau börn sem hafa áhuga á leiklist og sönglist og íhuga að taka þátt í leikriti? Jasmín: Þetta er mjög skemmtilegt og kennir manni mikið, þetta hjálpar þó að maður ætli ekki að verða leikari eða söngvari þegar maður verður stór. Birta: Já, ég mæli með því að fara þá í kór eða sækja einhver leiklistarnámskeið. Þetta er alveg þess virði. Fanný: Já, maður lærir mjög mikið. Er ekkert krefjandi að æfa fyrir leikrit? Fanný: Jú, svolítið en ég reyni að pæla ekkert í því. Þetta getur verið erfitt en á sama tíma er þetta svo skemmtilegt. Ef maður hugsar til baka þá minnist maður þess hvað þetta var skemmtilegt. Birta: Þetta er alltaf þess virði, þetta er svo skemmtilegt og svakalega góð reynsla. Jasmín: Svo kynnist maður svo skemmtilegu fólki. Maður þarf oft að bíða í langan tíma en þá er maður alltaf umkringdur skemmtilegu fólki. Hvað eruð þið búnar að æfa ykkur lengi fyrir Töfraflautuna? Birta: Ekki lengi, kannski svona tvær til þrjár vikur. Hver eru áhugamál ykkar? Jasmín: Myndlist og auðvitað leiklist og söngur. Svo hef ég líka áhuga á náttúrunni. Birta: Ég er algjör sveitastelpa og svo hef ég gaman af motorcrossi. En annars er það bara söngurinn, númer eitt, tvö og þrjú. Fanný: Ég er mikið fyrir að koma fram, það er mitt aðaláhugamál. Svo er sýningin frumsýnd 16. nóvember, eruð þið ekki spenntar? Birta: Ótrúlega spenntar! Jasmín: Jú, mjög. „Þetta er alltaf þess virði, þetta er svo skem mtilegt og svakale ga góð reynsla.“ Þær Fanný Lísa Hevesi, Jasmín Kristjánsdóttir og Birta Dröfn Valsdóttir leika í skemmtilegri barnaóperu sem heitir Töfraflautan og verður frumsýnd hinn 16. nóvember í Hörpu. Fanný, Jasmín og Birta eru á aldrinum 14-18 ára og þær hafa allar brennandi áhuga á leiklist og söng. Sýningin, sem er samstarfsverkefni Töfrahurðarinnar, Íslensku óperunnar og Hörpu tónlistarhúss, er fyrir alla þá sem hafa gaman af spennandi ævintýrum að sögn þeirra Fannýjar, Birtu og Jasmín. ÆTLA AÐ NJÓTA ÞESS Í BOTN AÐ VERA Á SVIÐINU Þær Fanný, Birta og Jasmín leika í barnaóperunni Töfraflautan. Það er sko fjör að fá að leika á stóru sviði.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.