Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 22.11.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 22.11.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 Sara: Þetta vonandi skilar sér út á við. Þjóðin mun sjá þetta og skilja að hún eigi rétt á að hafa áhrif. Þetta fólk er að vinna fyrir okkur. Lilja Hrund: Það er verið að móta nefnd þingmanna núna á Alþingi sem einn frá hverjum stjórn- málaflokki skipar. Þeim er ætlað að vera fulltrúar barna á Alþingi. Það er þannig séð stórt skref í rétta átt, vonandi ber það árangur. Nefndin gæti þá leitað til okkar þegar þau þurfa álit. Fundurinn var haldinn í tilefni afmælis Barnasáttmálans. Í hverju felst Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Lilja: Grundvallarréttindi barna. Lilja Hrund: Þetta er útbreiddasti mannréttindasáttmáli í heimi og gerður vegna þess að börn eru talin berskjaldaðri heldur en fullorðnir. Hvernig gengur að innleiða þennan sáttmála á Íslandi? Lilja Hrund: Það er svo- lítið þannig að fólk haldi að það þurfi ekki að fræða börn um réttindi sín af því það er endilega ekki verið að brjóta á þeim í dag- legu lífi. Við höfum það gott en börn eiga alltaf að vita sín réttindi. Sara: Það má alltaf gera betur. Hvernig er haldið upp á afmælið? Lilja Hrund: Við héldum svaka veislu á fimmtudaginn. Sara: Við höfum verið að vinna að handriti að bíómynd sem fjallar um Barnasáttmálann. Vonandi verður hún sýnd í sjónvarpinu á afmæl- isárinu. Húmor og alvara í bland. Við erum að leita eftir styrkjum svo framleiðsla geti hafist. Við munum ráða leikstjóra og fá aðstoð víðs vegar að. Á hvaða ráðherra hafið þið mesta trú á eftir fundinn? Lilja Hrund: Ég hugsa að Eygló Harðardóttir sé líklegust til að taka mark á okkur. Lilja: Það vantaði reyndar Illuga, Hönnu Birnu og Ragnheiði Elínu. Hvað fær mann til að starfa í þágu barna og vera í ungmennaráði? Lilja: Mér finnst að allir eigi að hafa sömu réttindi. Ég er barn þannig að ég hef áhuga á að vinna að réttindum barna. Sara: Í raun löngunin til að hafa áhrif á líf samborgara minna. Lilja Hrund: Ég valdi UNICEF af því mig langar að vinna þar þegar ég verð eldri. Þannig að þetta er flott byrjun. Ef við berjumst ekki fyrir réttindum okkar gerir það enginn annar. Hvað ætlið þið að verða þegar þið verðið stórar? Lilja:Ætli ég stefni ekki á læknis- fræðina. Svo ætla ég að halda áfram í félagsstörfum eins og þörf krefur. Tek kannski einhvern tímann þátt í verkefninu Læknar án landamæra. Sara: Ég ætla að halda áfram í félagsmálum og jafnvel að vinna einhvern tímann fyrir UNICEF. Ég ætla í háskólann, kannski í mannfræði og vinna bara þar sem þörfin er mest. Lilja Hrund: Ég hef mjög mikinn áhuga á að vinna fyrir UNICEF í framtíðinni. Mannfræði, félags- fræði eða mannréttindalögfræði finnst mér áhugavert. Jafnvel stjórnmálafræði. Hver eru ykkar áhugamál Lilja: Ég er í píanónámi og hef mikinn áhuga á tónlist. Hef líka æft fullt af íþróttum. Sara: Kvikmyndir og tónlist. Ég hef áhuga á stjórnmálum og lestri góðra bóka. Lilja Hrund: Ég er í fótbolta, dansi og klassísku söngnámi. Ég er líka í nemendaráðinu í skólanum mínum. Ég les mikið af bókum og fræði mig um stjórnmál. Eitthvað að lokum sem þið viljið segja við börnin? Sara: Þið eruð með réttindi. Farið inn á www.barnasattmali.is, þar er hægt að finna margt mjög skemmtilegt. Lilja Hrund: Það eru ykkar réttindi að hafa eigin skoðanir. Lilja: Öll börn eru jöfn. Lilja Hrund: Hægt að styrkja starf UNICEF með því að gerast heimsforeldri eða t.d. gefa Sannar jólagjafir fyrir jólin. Þá gefur þú gjafabréf sem felur í sér td. bólusetningar eða skólagögn til bágstaddra. Nánar á www. sannargjafir.is Lilja: Við erum með skemmtileg jólapeysuáheit sem hægt er að finna allar upplýsingar um á www.jolapeysan.is. „Þetta er útbreiddastimannréttindasátt-máli í heimi og gerðurvegna þess að börn erutalin berskjaldaðriheldur en full-orðnir.“ Á fundinum með ríkisstjórninni. M yn di r/ Á rn iS æ be rg Stelpurnar á spjalli. LILJA HRUND

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.