Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 5
MÁLFRÍÐUR 5 STÍL er aðili að FIPLV, Fédération Internationale des Professeurs de Langues Vivantes, sem eru alþjóðleg samtök tungumálakennara og eru ráðgefandi fyrir UNESCO í málefnum tungumála. Innan FIPLV starfa minni deildir, þar á meðal Nordic Baltic Region (NBR), en STÍL starfar innan hennar ásamt finnsku samtökunum SUKOL, þeim sænsku LMS, norsku LMS og lettnesku samtökunum LALT. Í undirbúningi er að stofna samtök tungumálakenn- ara í Eistlandi og Litháen, en þau lönd hafa verið gestir á ráðstefnum og málþingum NBR síðastliðin ár. Samtökin skiptast á um að hafa umsjón með ráð- stefnum eða málþingum á tveggja ára fresti. STÍL skipulagði stóra ráðstefnu árið 2000 undir yfirskrift- inni Fjöltyngi er fjölkynngi. Árið 2002 stóð SUKOL fyrir ráðstefnu í Tallin þar sem fjallað var um allar helstu stefnur og áherslur Evrópuráðsins í kennslu tungumála, s.s. Rammaáætlunina í tungumálakennslu, Portfolio, upplýsingatækni í tungumálakennslu og námi, svo eitthvað sé nefnt. Það eru haldnir árlegir fundir í stjórn NBR, en hana skipa nú Ranveig Reggestad, frá LMS í Noregi, formaður, Diana Rumpide, frá LALT, ritari, Guðrún H. Tulinius, gjaldkeri, frá STÍL.og meðstjórnandi er Leena Hamalainen frá SUKOL. Síðastliðið sumar skipulagði LMS í Noregi málþing í Vikersund, skammt frá Osló undir yfirskriftinni: The Multicultural Aspect in the Foreign Language Classroom, dagana 28. júní til 1. júlí. Við það tækifæri hélt stjórnin tvo fundi, annars vegar stjórnarfund og hins vegar fund í svæðisráðinu, en þann fund sátu í boði stjórnar fulltrúi frá Sprogsam, dönsku sam- tökunum, fulltrúi frá Eistlandi, FIPLV og kanadísku samtökunum. Á fundi stjórnar var samþykkt tillaga aðila sam- takanna um að þeir sem sætu í stjórn NBR þyrftu ekki að vera stjórnarmeðlimir í landssamtökum sínum, heldur nægir að vera félagsmaður í sam- tökunum. Árgjöld voru samþykkt en þau eru 100 evrur fyrir Noreg, Svíþjóð og Finnland, en 50 evrur fyrir Ísland og Lettland. Á fundinum afhenti fráfarandi gjaldkeri NBR, Leena Hamalainen, Guðrúnu fjárráð samtakanna og ábyrgð yfir þeim. Ákveðið var að setja upp vefsíðu samtakanna sem hefði tengla í síður aðildarfélaga og FIPLV og halda áfram að aðstoða félög tungumálakennara í Eystra- saltslöndunum, á Grænlandi og í Færeyjum að mynda samtök sem síðar gætu starfað innan NBR. Hefur það verið stefna NBR að fá tungumálakenn- ara í þessum löndum til að mynda samtök og í því skyni hefur verið ákveðið að halda næsta málþing í Riga í Lettlandi árið 2006 og fela LALT skipu- lagningu þess. Er það samt sem áður ekki að fullu frágengið, þar eð óvissa ríkir um hvar og hvenær eigi að halda næsta heimsþing, sem er áætlað næsta sumar í Kanada. Hugmyndin er að fjalla um nýjung- ar í tungumálakennslu og námi í fjölmenningarlegri Evrópu á málþinginu í Riga. Var ákveðið að halda næsta stjórnarfund í Riga í vikunni fyrir páska 2005 og ákveða þá hver framvinda málsins yrði. Upp kom nokkur gagnrýni á fundinum um tímasetn- ingar ráðstefna og málþinga sem haldin hafa verið undanfarin ár, sem er venjulega um mánaðamótin júní/júlí þegar flestir gera ráð fyrir að vera komnir í sumarfrí. Var rædd tillaga frá STÍL um að halda næstu ráðstefnu í vikunni fyrir páska 2006 og stefna að því að hún standi ekki lengur en 2 daga. Verða aðstæður til þess skoðaðar á næsta fundi í Riga. Á fundi svæðisráðsins sem haldinn var í beinu framhaldi af stjórnarfundinum ræddum við stöðu tungumála í löndum okkar. Gafst þar tækifæri til að ræða yfirvofandi styttingu náms til stúdentsprófs á Íslandi, sem flestum þótti eðlileg, enda nám til stúdentsprófs í þeim löndum í flestum tilfellum, ef ekki öllum, 3 ár og eru stúdentar þar flestir á aldr- in um 18 -19 ára gamlir. Reynslan sýnir að við svo stutt nám falla út greinar eins og tungumál önnur en enska og er það áhyggjuefni fyrir framtíð tungu- málakennslu í Evrópu þar sem nú er lögð vaxandi Alþjóðlegt samstarf STÍL Guðrún Tulinius, fráfarandi formaður STÍL og spænskukennari við MH Þau leiðu mistök urðu við birtingu þessarar grein ar í síðasta tölu- blaði að bæði nafn höf- undar og mynd vantaði. Biðst ritnefnd velvirð- ingar á því. Guðrún Tulinius

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.