Málfríður - 15.03.2005, Side 6

Málfríður - 15.03.2005, Side 6
6 MÁLFRÍÐUR áhersla á fjölmenningarlega álfu þar sem fólk lærir a.m.k. 2 erlend tungumál og kynni sér fleiri og er það liður í því að auka skilning á milli þjóða og efla friðarfræðslu. Hugleiðingar um áframhaldandi samstarf á alþjóðagrundvelli Eins og minnst er á hér að framan kom fram óánægja með tímasetningu á atburðum sem tungu- málasamtökin skipuleggja. Þegar STÍL hélt sína ráðstefnu í Reykjavík mætti nokkur fjöldi íslenskra kennara, en á ráðstefnuna í Tallin mættu 2 kennarar frá Íslandi, auk fyrirlesarans og það sama endurtók sig nú í ár. Er enginn áhugi á alþjóðlegu samstarfi? Er tímasetningin röng? Eða er ekki lengur áhugi á námskeiðum á alþjóðlegum vettvangi? Við vitum öll að nokkuð hefur dregið úr aðsókn á námskeið undanfarin ár í kjölfar síðustu samninga, en liggur öll sökin í því? Heimsþing FIPLV var haldið í Jóhannesarborg sumarið 2003 og sóttu það Íris Mjöll Ólafsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir, sem báðar sitja í stjórn STÍL. Gagnrýna þær mjög skipulag þingsins og hversu mjög faglegt það var og telja þær að slíkt þing höfði ekki til hins almenna kennara, sem samt hefur áhuga á því að hitta erlenda starfsfélaga sína og kynn- ast þeirra aðstæðum. Samtök tungumálakennara í Englandi, í Þýskalandi og Frakklandi hafa einnig gagnrýnt mjög starfsemi FIPLV og hafa ekki greitt gjöld sín til þeirra, sem jafngildir því að þau hafa sagt sig úr þeim samtökum. Gagnrýni þeirra bygg- ist einkum á þremur atriðum: of há aðildargjöld (um 36.000 Ikr), mjög dýrt að sækja fundi og ráðstefnur sem haldnar eru út um allan heim og minnkandi starfsemi Vestur- Evrópu deildar FIPLV, sem þau telja að endurspegli ekki Evrópu eins og hún er í dag. Evrópunefndin hefur hvatt þessi samtök til að stofna ný evrópsk samtök og hefur STÍL verið boðið að taka þátt í umsókninni til nefndarinnar. Á síðasta stjórnarfundi STÍL var ákveðið að kanna ástæður fyrir þessari umsókn og taka þátt í henni ef ástæða þætti til þess. Var það gert og eru ástæður þessar helstar lítil aðsókn að málþingum og ráðstefnum NBR, eins og að ofan getur, há aðildargjöld, langt að sækja þing á vegum FIPLV, sem ekki heldur höfða til okkar, og von um að í sameinuðum evrópskum samtökum verði öflugt samstarf við fleiri þjóðir sem eru okkur nákomnar. Við viljum þó taka fram að samstarfið við norrænu samtökin og Eystrasalts- löndin hefur verið mjög gott, einkum hefur verið verðmætt að kynnast og aðstoða kennara í Eistlandi og Lettlandi við að stofna samtök og standa fyrir málþingi. Hefur það samstarf orðið til þess að þessir kennarar finna að þeir tilheyra þessum hluta Evr- ópu og einnig höfum við átt þess kost að kynnast aðstæðum þeirra og sjáum ríka ástæðu til að halda því samstarfi áfram til að styrkja stöðu þeirra. Stjórn STÍL er ekki reiðubúin að segja samtökin úr FIPLV að svo stöddu vegna hins góða samstarfs sem við höfum átt við NBR, en við munum skoða málið þegar ljóst verður hvernig hin evrópsku samtök verða og hversu há gjöld þarf að borga til þeirra. Það væri vel þegið að þeir sem skoðun hafa á þessum málum komi skoðun- um sínum á framfæri í sínum fagfélögum eða við stjórn STÍL. Hérna er viðeigandi að minna á vefsíðu STÍL www.stil.is, þar sem er að finna upp- lýsingar um fagfélög- in, stjórnir þeirra sem og stjórn STÍL. Goethe-Zentrum Reykjavík Kulturprogramm Kurse und Stipendien Bücher, Videos, Zeitungen, Zeitschriften Ideen für den Deutschunterricht goethe@goethe.is www.goethe.is Laugavegi 18, í húsi Máls og menningar, sími 551 6061

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.