Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 7

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 7
MÁLFRÍÐUR 7 Eins og allir þeir vita sem hafa einhvern tíma kennt þá glíma kennarar við ýmiskonar vandamál í starfi sínu, stór og smá. Sá vandi sem fjallað verður um á næstu síðum er ekki stór en hann er þó þess eðlis að ekki er hægt að afgreiða hann í eitt skipti fyrir öll og ekki er heldur neinar auðveldar lausnir að finna á honum. Áhugi minn á mismunandi málsniðum frönsku á rætur sínar að rekja til þess er ég hóf fram- haldsnám í kennslufræðum frönsku í Frakklandi. Ég var svo heppin að eignast fljótlega stóran vinahóp Frakka og átti því kost á því að vinna með franska tungu innan veggja háskólans og að vera innan um ungt franskt fólk utan veggja háskólans. Þetta var í fyrsta sinn sem ég umgekkst Frakka sem algjöra jafningja, tungumálið var ekki hindrun í okkar sam- skiptum þannig að í stað þess að vera stöðugt að einbeita mér að því að skilja og tala, gat ég farið að skoða málið, velta orðum og setningum fyrir mér sem ég heyrði vini mína segja og bera það saman við þá þekkingu sem ég hafði sjálf á málinu. Komst ég smámsaman að því að vinir mínir töluðu ekki alltaf sama tungumál og fólkið í kennslubókunum og bókmenntunum. Það var greinilegt að á meðal venjulegra Frakka áttu tjáskipti sér stað á frönsku sem var um margt ólík kennslubókafrönsku á svið- um setningafræði, hljóðfræði og ekki síst orðaforða. Ég hafði einhverjar hugmyndir um að franskan væri fjölbreytt tungumál með mismunandi málsnið, það hafði ég lært t.d. í B.A. námi mínu við Háskóla Íslands, en ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að það var augljóslega alls ekki alltaf það sama að hlusta á kennsluefni í frönsku og „alvöru“ Frakka tala saman. Þessi staðreynd vakti svo mikinn áhuga minn að ég ákvað að helga mig þessu efni í maît- rise ritgerðinni minni sem fékk eftirfarandi titil: Á óformlegt talmál/alþýðumál heima í kennslu frönsku sem erlends máls? Ef svo er, hverjum skal kenna það og með hvaða aðferðum? Til að gera langa sögu stutta komst ég að því að svarið við fyrstu spurningunni væri jákvætt en að þessu atriði væri lítið sinnt í kennsluefni og því þyrfti að nota raunefni til að miðla óformlega talmálinu til nemenda. Enn í dag eiga þessar spurningar hug minn, vandinn er enn sá sami og ég hef fengið á hann nýtt sjónarhorn: Nemendur sem útskrifast sem stúdentar í frönsku þekkja gjarnan lítið til málsniðs óformlegs talaðs máls, sem kemur þeim jafnvel í opna skjöldu þegar þeir fara að tala við Frakka. Hin hliðin á málinu er sú að þegar unga fólkið hefur dvalið einhvern tíma í Frakklandi og kemur til náms í frönsku við HÍ, er hætt við að það noti talmál í rituðu máli. Þessi staðreynd varð til þess að ég ákvað að kanna þetta viðfangsefni nánar. Það er viðeigandi í byrjun að kynna mismunandi málsnið frönskunnar, reifa síðan stuttlega mismun- andi sjónarmið kennslufræðinga um hvort þau eigi heima í frönskukennslu og kynna afstöðu til kennslu mismunandi málsniða í fáeinum textum, fræðilegum og opinberum. Það að skoða kennslu- efni sem notað er í skólum á Íslandi gefur hugmynd um hvort og hvernig málsniði talmáls er sinnt. Að lokum segi ég frá könnun og spurningalista sem ég lagði fyrir nemendur mína í frönsku við Háskóla Íslands og reifa nokkrar tillögur sem lúta að kennslu málsniðs talmáls. Mismunandi málsnið frönsku Samkvæmt Eiríki Rögnvaldssyni er orðið málsnið hvorki gamalt né þekkt. Orðið stíll er notað í svip- aðri merkingu en þó er sá munur á þessum tveimur hugtökum að í notkun mótast málsniðið ekki af Jóhanna Björk Guð- jónsdóttir, aðjunkt í frönsku við Háskóla Íslands, flutti á haust- dögum 2004 fyrirlestur á vegum Stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumál- um. Efni greinarinnar er byggt á fyrirlestrinum.Jóhanna Björk Guðjónsdóttir Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, aðjunkt í frönsku við Háskóla Íslands Talað ritmál/ritað talmál – Vandinn að kenna mismunandi málsnið frönsku

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.