Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 8

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 8
alþýðumáls, slangurs… Frumlegur og mynd- rænn en stundum sóðalegur). Til að gera hugtakanotkun skýrari mun ég notast við atriði úr báðum flokkununum og gera aðallega greinarmun á málsniði algengs (ritaðs) máls (fran- çais standard, normé) og málsniði óformlegs eða mjög óformlegs talaðs máls (français familier, populaire). Hið algenga ritaða mál er það sem lögð er áhersla á í frönsku kennsluefni. Áður en lengra er haldið skulum við líta á nokk- ur dæmi um málsnið óformlegs og mjög óformlegs máls í samanburði við algengt ritað mál, (sjá töflu). Ef borið er saman óformlegt og mjög óformlegt mál þá má sjá mun á sviði hljóðfræði: „je veux“, „tu es“ og hins vegar „j’veux“, „t’es“, þar sem sérhljóðið í persónufornafninu er gleypt. Hvað varðar setningafræðina þá er vert að vekja athygli á að í fyrstu setninguna vantar fyrri helming neitunarinnar, ne, bæði í óformlegu og mjög óform- legu máli. Reglur eru enn í dag mjög skýrar hvað þetta varðar í rituðu máli, ne skal ekki sleppt. Það er þó helst orðaforðinn sem er ólíkur : bouffer (fam.), cinoche (pop.), pattes (fam.), bagnole (pop.), vac- hement (très fam.) og cool (fam.) eru orð sem finnast í orðabókinni Petit Robert en við þau eru sérstakar merkingar. Fam. stendur fyrir „familier“, þ.e. óform- legt mál og þegar komið er „très“ fyrir framan þá er það aðeins óformlegra. Pop. þýðir að um ófínt alþýðumál er að ræða „populaire“ en í þeim flokki er að finna orð sem ungt fólk notar mikið þannig að talsverðar líkur eru á því að ungt erlent fólk sem býr í Frakklandi og umgengst franska jafnaldra sína læri þessi orð og jafnvel noti þau. Málsnið óformlegs og mjög óformlegs máls Það er ekki úr vegi að fjalla aðeins nánar um mál- snið óformlegs máls og mjög óformlegs máls. Orð og orðasambönd eru gjarnan mjög myndræn í mjög óformlegu máli sem á það sameiginlegt með orða- forða vandaðs og mjög vandaðs máls. En í mjög óformlegu máli tengist orðaforðinn t.d. dýrum, trú og kynlífi á meðan hið myndræna í vönduðu máli því hvernig einstaklingurinn notar málið heldur af aðstæðum, tilgangi og þeim miðli sem notaður er. Í málfræðibiblíu Frakka, Le bon usage (sem útleggst á íslensku „hin rétta notkun“) eftir Maurice Grevisse, er fyrst og fremst gerður greinarmunur á töluðu og rituðu máli (langue orale/écrite) en á sviði hins talaða máls er síðan flokkun í registres, sem í fransk-íslenskri orðabók er þýtt sem „stíll“, „orð- færi“, „málfar“. Ekkert þessara þriggja orða tjáir nákvæmlega merkingu orðsins registre að mínu mati og því kýs ég að nota heldur orðið „málsnið“ í þessu sambandi. Ekki eru allir franskir málvísindamenn á einu máli um hvernig skipta skal talmáli í registres. Í Le bon usage eru taldir upp fjórir flokkar : - málsnið óformlegs máls (registre familier) - málsnið mjög óformlegs máls (registre très fami- lier) - málsnið vandaðs máls (registre soigné, soutenu) - málsnið mjög vandaðs máls (registre très soutenu ou recherché) Hið daglega talaða mál er það sem er nefnt óform- legt málsnið í Le bon usage og samkvæmt höfundin- um notar jafnvel mikils metið virðulegt fólk þetta málsnið. Hið mjög óformlega málsnið er hins vegar notað af vissum aldurshópum við vissar aðstæður, t.d. í skólum og háskólum og innan hersins. Þá skipta félagslegar aðstæður einnig máli í þessu sam- hengi. Hið vandaða mál er samkvæmt bókinni það sem aðallega er ritað en það kemur þó fram í töluðu máli, t.d. í kennslu og við ræðuhöld. Mjög vandað mál er hins vegar helst að finna í bókmenntum. Samkvæmt Claude Peyroutet er málsniðum rit- aðs máls skipt í þrjá flokka: - málsnið algengs, venjulegs máls (reglur um mál- notkun virtar, orðaforði almennur) - málsnið vandaðs máls (reglur um málnotkun virtar, setningafræði einkennist m.a. af mikilli notkun aukasetninga, orðaforði myndrænn og oft frumlegur) - málsnið óformlegs máls (vikið frá reglum um málnotkun, orðaforðinn á oft rætur að rekja til 8 MÁLFRÍÐUR Óformlegt mál Mjög óformlegt mál Algengt ritað mál Je veux rien manger J’veux rien bouffer Je ne veux rien manger Ça te dit d’aller au cinéma ce soir? On va au cinoche ce soir ? Tu veux aller au cinéma ce soir? On y va à pied ou en voiture ? On y va à pattes ou en bagnole? Nous y allons à pied ou en voiture? Tu es très sympa T’es vachement sympa Tu es très sympathique

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.