Málfríður - 15.03.2005, Page 9

Málfríður - 15.03.2005, Page 9
MÁLFRÍÐUR 9 á fremur rætur sínar að rekja til hinnar fögru eða óblíðu náttúru. Í dæmunum sem ég gaf um málsnið mjög óformlegs mál er t.d. orðið pattes, „loppur“, sem er þá notað í stað pieds eða „fóta“. Annað sem einkennir orðaforða óformlegs og mjög óformlegs máls eru styttingar á orðum (professeur verður prof) eða að atkvæðum er skipt út fyrir önnur ( cinéma verður cinoche) Til eru sérstök viðskeyti sem til heyra beinlínis þessum málsniðum, t.a.m. –oche, -ard (con > connard), -os (í lýsingarorðum: tranquille > tranq- uillos). Einnig eru einsatkvæðisorð tvöfölduð (folle > fofolle) eða að fyrsta atkvæði orða er tekið út og tvöfaldað og orðið notað í þeirri mynd (communiste > coco). Þannig eiga sér stað leikir með orð sem gera málið oft þjálla og gefa því léttara yfirbragð. Ekki má gleyma að mörg orð sem tilheyra mjög óform- legu málsniði, og jafnvel óformlegu, eiga upptök sín í slangri eða argot sem upphaflega var tungumál glæpamanna sem þeir notuðu til að aðrir, sérstak- lega lögreglan, skildu þá ekki. Annað sem einkenn- ir mjög óformlegt málsnið eru orðaleikir (nefndir stundum argot à clé eða „lykilslangur“), eins og t.d. verlan sem felst í því að endaskipta atkvæðum þann- ig að síðasta atkvæðið er sett fyrst, svo næstasíðasta, o.s.frv. Sum þessara orða sjást jafnvel í rituðu máli en þá er tengingin ekki alltaf svo augljós því leik- urinn lýtur að hinu talaða máli, að hljóðunum en ekki stöfunum. Þannig varð l’invers að verlan, femme að meuf og arabe að beur. Hér eru augljósari dæmi: placard verður carpla og feu verður euf. Margt ungt fólk er mjög leikið í þessari ummyndun og getur haldið uppi heilum samræðum á verlan þannig að sá sem ekki er jafnleikinn í þessu skilur alls ekki neitt. Að lokum má ekki gleyma að áberandi einkenni mjög óformlegs máls eru tökuorð úr öðrum tungumálum, sérstaklega ensku en einnig arabísku, eins og hin þekktu dæmi toubib (læknir) og bled (þorp) bera vitni um. Málsnið óformlegs og mjög óformlegs mál eru notuð af þekktum rithöfundum í bókmenntum. Þá er yfirleitt um að ræða samtöl persóna og notkun þessara málsniða gefur samtölunum raunverulegt yfirbragð. Lengi framan af lögðu rithöfundar þessi orð í munn persóna sem áttu að tilheyra sérstökum þjóðfélagshópum og má þar nefna hermanninn Ferdinand í Voyage au bout de la nuit eftir L.F. Céline (1932) og hinar lágt settu persónur R. Queneau í bók- inni Zazie dans le métro (1959). Þessar bækur teljast til frægra bókmenntaverka í dag en þegar þær komu út á sínum tíma vöktu þær umtal og hneykslan margra sem töldu að óformlegt/mjög óformlegt mál ætti ekki heima í bókmenntum. Það slær fólk hins vegar ekki lengur að sjá þessi málsnið í bókmennt- um; það er hluti af sameiginlegum menningarheimi Frakka og má nefna sem dæmi Michel í skáldsög- unni Platforme (Áform) eftir Houellebecq. Michel er ágætlega menntaður maður sem starfar í mennta- málaráðuneyti Frakklands og ekki kemur á óvart þótt hann og aðrar sögupersónur, vel menntaðar og í góðum stöðum, noti orðaforða sem tilheyrir mál- sniði mjög óformlegs máls. Lítum á brot úr sögunni þar sem viðskiptafræðingurinn Jean-Yves hugsar: „Seul il serait mieux, il pourrait essayer de refaire sa vie, c’est-à-dire, plus ou moins, de retrouver une autre nana. Plombée avec deux gosses, elle aurait plus de mal, la garce.“ Undirstrikuðu orðin eru orð sem eru sérstak- lega merkt í orðabókinni Petit Robert. Þau leggja áherslu á fyrirlitningu Jean-Yves á konunni sinni. Nana (runnið frá sérnafninu Anna) telst til mjög óformlegs máls (populaire) og hefur fengið merking- una maîtresse (ástkona) og enn almennari merkingu femme (kona). Gosse (birtist fyrst í lok 18. aldar en uppruni þess er ekki kunnur) telst til óformlegs og mjög óformlegs málsniðs (familier et populaire) og er þýtt sem enfant (barn). Garce er kvenkynsmynd af gars (garçon, strákur) sem er merkt sem óformlegt mál (familier). Garce hefur líka aukamerkinguna fille de mauvaise vie (hóra) og telst þá til sóðalegs máls (vulgaire). Hið mjög óformlega mál takmarkast ekki lengur við ákveðna þjóðfélagshópa heldur er það hluti af daglegum samskiptum allflestra Frakka. Að mínu mati er því ástæðulaust að forðast þetta málsnið í frönskukennslu; um leið og tök eru á skal kynna það til sögunnar. Stuðning fyrir þessari skoðun minni má víða finna stað í kennslufræðiritum sem fjalla um kennslu frönsku sem erlends máls. Sophie Moirand, sem er virt fræðikona og kennari við Sorbonne Nouvelle í París, lýsti þeirri skoðun sinni fyrir tæpum 15 árum að spurningin væri ekki lengur hvort það ætti að kenna óformlegt eða mjög óform- legt mál heldur hvernig ætti að kenna það. Og málvísindakonan Mireille Darot sagði eftirfarandi í viðtali við tímarit alþjóðasambands frönskukennara (Le français dans le monde): „Hver hefur ekki heyrt nemanda segja frá, í hálfkæringi, fyrstu vonbrigðum sínum við komuna til Frakklands þegar hann upp- götvaði að sú franska sem innfæddir töluðu sam- svaraði ekki alltaf því sem hann hafði lært í kennslu- stundum?“. Það að skilja og jafnvel geta talað að ein- hverju marki óformlega og mjög óformlega frönsku er ekki einungis spurning um að geta skilið aðra eða tjáð sig; að baki þessara málsniða liggur mikilvæg- ur hluti sameiginlegs menningarheims Frakka sem opnast smám saman þeim nemendum sem þekkja

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.