Málfríður - 15.03.2005, Page 11

Málfríður - 15.03.2005, Page 11
MÁLFRÍÐUR 11 er lögð á hlustun og framburð, efnið er nokkuð fjölbreytt og uppsetningin er skýr. Kennarar hafa þó kvartað yfir að í bókina vantar góða texta til að vinna með því aðaláherslan er á samtöl. Þegar samtölin eru skoðuð með það fyrir augum að kanna hvort málsnið óformlegs og jafnvel mjög óformlegs máls eru til staðar (því samtöl bjóða jú upp á slíkt) kemur ýmislegt í ljós. Í hverjum kafla er ein opna sem ber yfirskriftina Découvertes eða uppgötvanir. Á þessari opnu eru yfirleitt samtöl sem innihalda efnisatriði sem unnið er út frá í kaflanum öllum, bæði á sviði málfræði og orðaforða. Kaflarnir í bókinni eru alls 16, aðstæður í 8 þeirra myndu að mínu mati bjóða upp á notkun óformlegs og mjög óformlegs máls en slíkt er raunin í aðeins fjórum. Í þremur þessara fjögurra er aðeins eitt atriði (eitt orð) sem tilheyrir óformlegu máli en í þeim fjórða (unité 11) eru þau fimm. Hins vegar er ekkert á sviði setningafræði eða hljóðfræði sem fer út fyrir reglurnar. Í hverjum kafla er ein síða helguð orðaforða og er hvergi á þeim að finna neitt sem tilheyrir málsniðum öðrum en því rétta. Í lok hvers kafla er opna sem ber yfirskriftina Paroles en liberté (frjálst tal) og eru yfirleitt tvö samtöl á hverri þeirra. Í þessum samtölum er farið reglulega út fyrir „rétt“ mál og málsnið óformlegs máls kynnt til sögunnar, á sviði hljóðfræði, setningafræði og orðaforða. Þess er gætt að málsniðið sé notað við óformlegar aðstæður og skipt yfir í „rétt“ mál þegar aðstæður verða formlegri, t.a.m. þegar leigubílstjóri talar við viðskiptavin. Hins vegar fýkur í bílstjórann undir stýri þegar annar ökumaður svínar fyrir hann og þá grípur hann til óformlega málsins (unité 12) og er sennilegt að slíkt gerðist við raunverulegar aðstæður. Að mínu mati hefðu höfundar bókarinnar mátt vera töluvert djarfari við gerð samtalanna; í nokkrum þeirra bjóða aðstæður upp á málsnið mjög óformlegs máls, t.d. þegar ungt fólk talar sín á milli og hefði verið tilvalið að nota tækifærið til að kynna til sögunnar fleiri orð og málfar sem einkennir tal vina. Það má þó leiða getum að því að höfundum kennsluefnis sé ekki allt leyfilegt og að það sem höfundar Café crème 1 nota af óformlegu máli sé innan þess ramma. Það kom mér hins vegar á óvart að í Café crème 2 (sem var einnig notuð í mörgum framhaldsskólum þó að stór hluti frönskukennara hafi endað með að gefast upp á henni) er málsnið óformlegs máls varla að finna og ekki þarf að taka fram að mjög óformlegt mál kemur hvergi við sögu. Fyrirfram hefði ég haldið að í bók númer tvö væru málsnið óformlegs máls almennilega kynnt til sögunnar, því grunnur rétts máls væri orðinn fastur og stöðugur. Ekki er heldur neitt minnst á þessi málsnið á síðum sem fjalla um málnotkun (discours métalinguistique). Það er aftur á móti gert í þriðju bókinni sem gefin var út 1998. Í kafla 11 er kynntur til sögunnar orðaforði mjög óformlegs máls, le français populaire, á síðu sem er helguð orðaforða (107) og tvær æfingar fylgja með. Síðar í kaflanum (113) eru tveir textar með yfirskriftinni „Að þekkja mismunandi málsnið“ og „Að nota mismunandi málsnið“. Í þeim fyrri má lesa eftirfarandi: „Í flestum tilvikum er þeim sem ekki hafa frönsku að móðurmáli ráðlagt að halda sig við hið almenna mál, „français standard“, sem er alltaf rétt mál og allir skilja. Notkun bókmenntamáls verður auðveldlega fáránleg og sóðaleg orð og orðasambönd geta hneykslað. Samt sem áður er nauðsynlegt að skilja þessi ólíku málsnið, sérstaklega málsnið óformlegrar frönsku sem heyrist í auknum mæli í útvarpi og sjónvarpi“ (Café crème 3. 1998: 113). Þetta eru orð að sönnu sem að mínu mati ættu heima þegar í fyrstu bókinni; kennarar gætu þá fjallað um ólík málsnið þannig að nemendur yrðu meðvitaðir um þau. Þessi þriðja bók í röðinni kemur ekki fyrir sjónir margra íslenskra framhaldsskólanemenda í frönsku, flestir kennarar hafa hætt notkun á bók númer 2 og er þá ólíklegt að sú þriðja sé notuð í efstu áföngunum. Að lokum er vert að minnast á kennslubók sem nokkrir kennarar eru byrjaðir að nota í stað Café crème 1 en hún heitir Taxi. Þessi bók er gefin út af sama bókaforlagi og Café crème en gerð af öðrum höfundum. Því miður gafst mér ekki ráðrúm til að skoða hana af neinni nákvæmni en eftir að hafa flett í gegnum nokkra kafla í bók númer 1 virðist mér sem málsnið óformlegs máls séu minna til staðar en í Café crème 1. Þó að samtöl hafi yfir sér nokkurn raunveruleikablæ eru þau á „réttu“ máli. Þess má geta að kennarar eru ekki að skipta um bók vegna þess að þeim þyki Café crème vera svo mikill gall- agripur heldur er það af því að þeir eru búnir að kenna hana lengi, eru orðnir dálítið leiðir á henni, auk þess sem sú staðreynd að Café crème 2 er ekki góð skapar töluverð vandræði fyrir kennara sem þykir skiljanlega kostur að bækur úr sömu seríu taki við af þeim sem lokið er við. Könnun og spurningalistar lagðir fyrir nemendur í frönsku við Háskóla Íslands Í ljósi þess sem fram hefur komið er áhugavert að líta á niðurstöður úr könnun og spurningalistum sem lagðir voru fyrir nemendur í námskeiðinu Málfræði I á fyrsta ári í frönsku við Háskóla Íslands, 9. september 2004. Með könnuninni var gerð til- raun til að meta þekkingu og notkun nemenda á óformlegu og mjög óformlegu máli í frönsku og var hún lögð fyrir alla nemendur í námskeiðinu.

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.