Málfríður - 15.03.2005, Qupperneq 13

Málfríður - 15.03.2005, Qupperneq 13
MÁLFRÍÐUR 13 efni ef þeir ætla að sinna þessum þætti að einhverju ráði en þar sem frönskukennarar eru ekki mjög fjöl- mennir og nokkuð stór kjarni á regluleg samskipti þá væri t.d. hægt að skiptast á efni, útbúa einhvers konar gagnagrunn kennsluefnis í óformlegu talmáli. Efniviðinn þarf að sækja í raunefni, t.d. texta úr tímaritum ætluðum ungu fólki og af netinu, mynda- sögur, sönglög, kvikmyndir og auglýsingar (þar sem leikið er með málið). Svo tekin séu dæmi um söng- lög þá hafa franskir rapparar verið nokkuð áberandi undan farin ár og má finna ýmislegt áhugavert í þeirra söngtextum sem jafnvel má nota í málfræði- kennslu um leið (dæmi um það er að finna í LFDM, nr. 331 : „Le rap au service du genre“). Einnig má alltaf grípa til þeirra „sígildu“ eins og Renaud. Hann hefur gefið út fjölda þekktra laga sem Frakkar þekkja, vísa í og sem virðast brúa kynslóðabil auk þess sem textarnir veita skemmtilega og oft raun- sanna innsýn í franskt þjóðfélag. Með þetta efni er svo hægt að vinna með sígildum kennsluaðferðum, útbúa eyðufyllingaæfingar eða orðskýringaæfingar, en einnig má gera þemaverk- efni í margskonar útfærslum. Möguleikarnir eru óþrjótandi en vissulega þarf að gefa sér góðan tíma. Í tímariti Alþjóðasamtaka frönskukennara (Fédération Internationale des Professeurs de Français), Le fran- çais dans le monde, má oft finna hugmyndir að efni auk þess sem málsvísindamaðurinn Louis-Jean Calvet ritar stórskemmtilega pistla í blaðið þar sem hann veltir fyrir sér orðum og orðasamböndum sem oftar en ekki eiga rætur sínar að rekja til óformlegs talmáls. Þeir sem hafa lesið þessar línur velkjast ekki í vafa um að ég er mjög hlynnt því að málsnið óformlegrar og mjög óformlegrar frönsku fái pláss í frönsku- kennslu fyrir erlenda nemendur. Ef þessum þætti er ekki sinnt, þá er um leið ekki stefnt að því að uppfylla markmið sem lúta að færni nemenda til tjáskipta við óformlegar aðstæður. Þessum mark- miðum verður best sinnt með því að kynna þessi málsnið snemma til sögunnar, þegar í fyrstu áföng- um tungumálanámsins. En um leið styð ég franska málstefnu og legg ríka áherslu á að rétt franskt mál sé kennt, „le bon français“. Ég þarf ekki annað en að setja mig í spor þeirra sem kenna íslensku sem erlent mál: Ekki myndi ég kæra mig um að erlendir nem- endur íslensku segðu „pæld’íðí“ og „ýkt kúl“ án þess að geta sagt að sami skapi við aðrar aðstæður: „hugsaðu út í það“og „mjög flott“. Heimildir Rit Aðalnámskrá framhaldsskóla : erlend tungumál. Menntamálaráðuneytið, Reykjavík, 1999. Billard, Y., Dequeker-Fergon, J-M., Lepagnot F. et C. Journal historique de la France. Hatier, 1988. Grevisse, M. Le bon usage – Grammaire française. 12e édition. Duculot, Paris-Gembloux, 1986. Houellebecq, M. Plateforme. Éd. J’ai lu, Paris, 2001. (bls. 252) Moirand, Sophie. Enseigner à communiquer en langue étrangère. Hachette, París, 1990. Peyroutet, C. La pratique de l’expression écrite. Nathan, 2001. Porcher, Louis. Le français langue étrangère. Hachette, París, 1995. Tímarit Darot, M. „Usage de la langue : le registre familier“ í Le français dans le monde, nr. 196, 1985. (bls. 78) „Le rap au service du genre“ í Le français dans le monde, nr. 331, janúar- febrúar 2004. Önnur rit Jóhanna Björk Guðjónsdóttir. Devrait-on enseigner la langue familière/pop- ulaire en classe de FLE ? Si oui, alors à quel public et par quels moyens ? Maîtrise-ritgerð við Université Paul Valéry, Montpellier. 1994. Vefsíður http://www.hi.is/_eirikur/av/mal.htm - Skoðað 10. september 2004 Henri Del Pup á http://www.la-science-politique.com/revue/revue2/ papier8.htm http://www.la-science-politique.com/revue/revue2/ papier8.htm. - Skoðað 1. - Skoðað 1. mars 2005. Kennslubækur Café crème 1. Hachette F.L.E. París, 1997. Café crème 2. Hachette F.L.E. París, 1997. Café crème 3. Hachette F.L.E. París, 1998. Taxi 1. Hachette F.L.E. París, 2003.

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.