Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 14

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 14
14 MÁLFRÍÐUR Inngangur – sögulegt samhengi Á Íslandi búa um 200-300 manns sem tilheyra samfélagi heyrnarlausra. Samfélag þeirra sem tala íslenska táknmálið er þó heldur stærra þar sem fjölmargir heyrandi hafa lært táknmál og margir þeirra nota málið daglega. Samfélagi heyrnarlausra tilheyra þeir sem á einn eða annan hátt telja sig til- heyra menningarheimi heyrnarlausra. Samfélaginu tilheyrir fólk með mjög mismunandi heyrnarskerð- ingu, bæði er heyrnarskerðingin mismikil og eins er misjafnt hvenær fólk hefur misst heyrnina. Það þýðir þó ekki að um leið og fólk missir heyrn til- heyri það samfélaginu heldur er hér um að ræða að fólk skilgreini sig sjálft sem hluta af samfélagi heyrnarlausra. Stundum er talað um „menningar- legt heyrnarleysi“ og átt við þá sem telja sig til heyra samfélagi heyrnarlausra óháð því hversu mikil heyrnarskerðing þeirra er. Þannig er það heldur ekki sjálfgefið að þeir sem heyra lítið eða ekkert noti táknmál og telji sig hluta af samfélagi heyrnarlausra (sjá t.d. Lane o.fl 1996 og Bergman 1994:15). Þó aðstæður heyrnarlausra í hinum vestræna heimi hafi að sjálfsögðu verið mismunandi eftir löndum er saga þeirra svipuð og gætti áhrifa landa á milli. Heyrnarlausir voru gjarnan taldir heimskir eða greindarskertir og lítill skilningur var á mikil- vægi táknmálsins. Árið 1880 gerðist sá hræðilegi hlutur á þingi kennara heyrnarlausra sem haldið var í Mílanó að táknmál var bannað. Þetta hafði víð- tæk áhrif á líf heyrnarlausra víðast hvar í heiminum, þeir urðu enn kúgaðri og einangraðri en áður hafði verið. Þessi svokallaða talmálsstefna1 taldi að tákn- mál væri slæmt fyrir heyrnarlaus börn og hindraði málþroska þeirra (Lane o.fl 1996:216). Börnin áttu að læra að tala og lesa af vörum. Þessi aðferð reynd- ist vægast sagt illa og eru margir heyrnarlausir sem enn þann dag í dag hafa ekki náð að bæta upp þann menntunarskort sem fylgdi þessari stefnu, þar sem öll áhersla var lögð á að kenna heyrnarlausum að tala þjóðtunguna, í stað þess að leyfa þeim að nota táknmál og læra aðrar greinar í gegnum það. Tímarnir hafa sem betur fer breyst og skilningur fólks á mikilvægi táknmálsins aukist. Í dag er því víðast hvar stefnt að tvítyngi barna, táknmálið er þá þeirra fyrsta mál og raddmálið2 sem þau nota (hér á landi íslenskan) er þeirra annað mál og um leið ritmál. Þessar kenningar haldast auðvitað að einhverju leyti í hendur við þær kenningar sem eru um kennslu innflytjenda eða barna af erlendum uppruna og rétt þeirra til kennslu á móðurmálinu (sjá t.d. Skutnabb-Kangas 1994). Málfræði í táknmálum Táknmál er ekki alþjóðlegt heldur á hver þjóð sitt eigið táknmál. Engu að síður eru táknmál heimsins skyld innbyrðis og margt líkt í grundvallarmálfræði þeirra. Táknmálin eru mislík og er t.d. ameríska táknmálið, ASL, miklu skyldara því franska en því breska og á það sér sögulegar skýringar (Lane o.fl. 1996:55-57). Samanburðarrannsóknir á táknmálum heimsins eru því miður mjög litlar enn sem komið er og því erfitt að segja nákvæmlega til um skyld- leika og líkindi. Það er seint á sjötta áratug 20. aldarinnar sem táknmálsrannsóknir hefjast fyrst og þá á ASL, ameríska táknmálinu. William Stokoe, bandarískur málvísindamaður var fyrstur til að setja fram rann- 1 Á ensku „oralism“ 2 Ég nota hugtakið „raddmál“ yfir þau mál sem tjáð eru með rödd og „táknmál“ yfir þau mál sem tjáð eru með höndum. „Tungu- mál“ nota ég sem yfirheiti yfir bæði raddmál og táknmál. Rannveig Sverrisdóttir er lektor í táknmálsfræði við Háskóla Íslands. Í grein sinni fjallar hún stuttlega um grundvall- aratriði íslenska tákn- málsins og ræðir um íslenska táknmálssam- félagið. Rannveig Sverrisdóttir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við Háskóla Íslands Táknmál – tungumál heyrnarlausra

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.