Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 16
16 MÁLFRÍÐUR skiptir máli hvort A beygir sögnina til hægri eða vinstri. Ætli A að segja B að hann sé væntanlegur í heimsókn til B verður A að beygja sögnina til hægri svo málfræðireglur séu uppfylltar. Fjölmargar sagnir eru af þessari gerð í íslenska táknmálinu, sagnir eins og SVARA, ÚTSKÝRA, SENDA o.fl. Sagnirnar eru eins og áður sagði kallað- ar áttbeygingarsagnir eða venslasagnir (agreement verbs). Ekki geta allar sagnir beygst á þennan hátt en það sem er athyglisvert við þessa beygingu er þróun hennar. Að sýna vensl eða áttbeygja er nefni- lega þróun sem hefur aukist í íslenska táknmálinu á síðustu árum. Eldri kynslóðir beygja því fáar sagnir (en nota þess í stað frumlag og andlag) en yngri kynslóðir beygja sífellt fleiri sagnir. Áttbeyging er því virkt ferli í íslenska táknmálinu5. Orðmyndun - próformasagnir Orðmyndun í íslensku er gjarnan á þann hátt að við sækjum orðmyndir í orðasafn okkar og leiðum svo af þeim nýjar myndir með viðskeytum eða öðru. Eiríkur Rögnvaldsson (1990:26) talar um lærða orðmyndun annars vegar og virka orðmyndun hins vegar. Lærð orðmyndum er þá þegar ákveðið er fyrir samfélagið hvaða íslenskar samsvaranir erlendra orða eru æskilegar, virk orðmyndun er hins vegar þegar „...orð sprettur upp vegna þess að þess er þörf á ákveðnum stað og tíma...“ (1990:26). Í táknmálum er stundum talað um að orðasafnið sé tvískipt, annars vegar það sem kallast frosið orða- safn, hins vegar það sem kallað er virkt orðasafn6 (sjá t.d. Brennan 1994, Sutton-Spence & Woll 1999). Tákn úr frosna orðasafninu eru geymd, hvert og eitt, í orðasafninu og grunnmynd þeirra er nokkuð skýr. Þessi tákn er auðvelt að skrá í orðabók (Brennan 1994:371). Virka7 orðasafnið svokallaða á hins vegar miklu stærri hlut í allri orðmyndun táknmála. Virka orðasafnið inniheldur ákveðin mengi þeirra eininga sem þarf til að mynda tákn. Þegar táknara vantar orð getur hann því leitað í þessi mengi (hreyfingu, handform, myndunarstað, afstöðu og munnhreyf- ingar) og búið til tákn með merkingu sem hann vantar. Þættina í þessum mengjum er hægt að setja saman á ýmsa vegu eins og hentar hverju sinni (Brennan 1994:372). Orðaforðinn verður því mjög oft til „hér og nú“. Stór hluti af þessum virka eða frjóa orðaforða eru sagnir eða öllu heldur umsagnarliðir sem við köllum próformasagnir eða sagnliði (sjá t.d. Sutton- Spence & Woll 1999, Engberg-Pedersen 1998, Valli & Lucas 2000)8. Handform táknsins er staðgengill nafnorðs (persónu, hlutar, dýrs o.s.frv.) og er valið eftir útliti þess sem talað er um. Handformin á myndum 3 og 4 geta verið hluti af próformasögnum en standa þá fyrir ólíka hluti, á mynd 3 er svokallað B-handform og getur það t.d. staðið fyrir bók eða bíl, á mynd 4 er svokallað vísi-handform og getur það staðið fyrir manneskju eða einhvern hlut sem er langur og mjór. Handformin í þessum sagnliðum kallast próform. Þau vísa nefnilega til einhvers, sem áður hefur verið nefnt, á sama hátt og fornöfn gera (Sutton-Spence & Woll 1999:41). Aðrir hlutir sagn- liðarins eru líka valdir að einhverju leyti samkvæmt 5 Því miður er það eins með þetta og fleiri málfræðiatriði íslenska táknmálsins að fleiri rannsóknir vantar til að geta staðhæft hver raunin er. 6 „The established/frozen and productive lexicons“. 7 Hugsanlega ætti að kalla þetta öðru nafni til að forðast misskilning við lærða og virka orðmyndun eða virkt og óvirkt orðasafn manna. Í staðinn væri hægt að tala um frjóa orðasafnið. 8 Þessi tákn eru yfirleitt kölluð „classifier predicates“ á ensku þó menn deili enn um hvort það sé rétt heiti. Engberg-Pedersen (1998) talar um „proformverber“ í danska táknmálinu. Mynd 2 Mynd 3

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.