Málfríður - 15.03.2005, Síða 17

Málfríður - 15.03.2005, Síða 17
MÁLFRÍÐUR 17 raunverulegum aðstæðum. Hér er það raunverulegt rými eða þær áttir eða staðsetningar sem raunveru- lega skipta máli. Þannig sýni ég að bíllinn keyrði upp brekku með því að hreyfa B-handformið áfram og upp á við, að maðurinn stóð við hliðina á bíln- um með því að staðsetja vísi-handformið við hlið B-handformsins o.s.frv. Þessir sagnliðir eru mjög algengir í orðanotkun táknmálstalandi fólks og eru mjög algeng leið til orðmyndunar. Rýmið Eins og sjá má af umfjölluninni hér að ofan gegnir rýmið mikilvægu hlutverki í táknmálum. Rýmið fyrir framan líkama táknara sem og líkami táknara frá höfði til mittis eru myndunarstaðir tákna. En rýmið getur líka þjónað öðru hlutverki. Raunverulegar áttir og staðsetningar skipta máli þegar talað er og er það málfræðilega rétt að staðsetja hluti miðað við raunverulegar aðstæður. En þetta er ekki alltaf hægt eða nauðsynlegt. Í þannig tilvikum notum við rýmið málfræðilega (Sutton-Spence & Woll 1999: 129-130). Í málfræðilegu rými skipta raun- verulegar staðsetningar hluta eða persóna ekki máli heldur hafa þær einungis málfræðilegan tilgang. Til þess að hægt sé að vísa til persónu sem áður hefur verið talað um verður að gefa henni ákveðna stað- setningu í rýminu, eingöngu málfræðinnar vegna. Þessar staðsetningar köllum við hólf. Orðaröð – setningafræði Það sem reynist mörgum erfitt, sem læra táknmál sem annað mál, er að slíta sig frá orðaröð eða setn- ingafræði íslenskunnar. Nemendur eru gjarnir á að setja tákn fyrir hvert íslenskt orð og telja sig þar með vera farna að tala íslenskt táknmál. Það er ekki rétt. Uppbygging táknmála er mjög ólík uppbygg- ingu t.d. íslensku. Smáorð eins og samtengingar og forsetningar eru yfirleitt óþörf í táknmálinu og eru notaðar aðrar leiðir til að gefa merkingu þeirra til kynna (t.d. notkun rýmis og hreyfing líkama). Orðaröðin er líka ólík. Engar rannsóknir hafa verið birtar um orðaröð eða röð tákna í íslenska táknmál- inu en líkur má leiða að því að þær séu sambæri- legar við reglur í öðrum (vestrænum) táknmálum. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um orðaröð í táknmálum en þeim ber ekki öllum saman um hver hún er, hins vegar er það almennt álit að notk- un rýmisins geri það að verkum að orðaröð í tákn- málum sé eða geti verið frjálsari en í raddmálum (Nadeau & Desouvrey 1994:149). Nokkrar „þumal- puttareglur“ er þó auðvelt að setja fram og ætti að vera auðvelt að tileinka sér í byrjun málanámsins. Ein reglan er sú að tími er settur fremst í setningu og önnur regla að spurnarfornöfn eða spurnarliðir koma gjarnan aftast. Þannig yrði setningin „ég fer í bíó á morgun“ á íslenska táknmálinu „Á-MORGUN ÉG FARA BÍÓ“ og setning eins og „hvernig er peysan á litinn?“ „PEYSA HVERNIG LITUR?“ Hér kemur margt til. Tíminn er settur fremst eins og áður sagði og er aðalástæðan sú að táknmál hafa ekki tíðbeygðar sagnir. Þannig þarf alltaf að gefa upp viðmiðunartíma fremst í setningu og ræðst það sem sagt er út frá þeim tíma. Ef skipt er um tíð þarf að gefa upp nýjan viðmiðunartíma. Í spurningunni „hvernig er peysan á litinn“ sjáum við bæði að for- setningu er sleppt en einnig sögninni „að vera“. Þannig getur umsögn staðið án sagnar. Þriðja þumal- puttareglan er sú að þema setningarinnar stendur gjarnan fremst í setningu. Þessar reglur eru þó ekki algildar og verða frekari rannsóknir að skera úr um hvort þær standist. Látbrigði Látbrigði gegna mikilvægu hlutverki í táknmálum. Munnhreyfingar eru oftast hluti af tákni og er þá misjafnt hvort þær eru leiddar af íslenskum orðum eða koma úr táknmálinu (sbr. Sutton-Spence & Woll 1999 fyrir BSL). Þannig er munnhreyfingin <bíll> leidd af samsvarandi íslensku orði en munn- hreyfingin <loft í kinn>, þar sem lofti er blásið í aðra kinnina hefur ekkert með íslenskuáhrif að gera. Augun og augabrúnir gegna líka veigamiklu hlutverki og eru oft hluti af setningafræðinni (sjá t.d. Valli & Lucas 2000). Þannig felst munurinn á fullyrðingasetningum og spurnarsetningum oft einungis í ólíkum látbrigðum. Setningarnar sem á íslensku útlegðust „þú heitir Jón“ og „heitir þú Jón?“ eru eins á íslenska táknmálinu ef aðeins er litið á táknin og röð þeirra ÞÚ HEITA JÓN. Hins vegar eru látbrigðin sem setningunum fylgja mjög Mynd 4

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.