Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 19
MÁLFRÍÐUR 19 Lane, Harlan, Robert Hoffmeister, Ben Bahan. 1996. A Journey into the DEAF-WORLD. San Diego, California: Dawn Sign Press. Lucas, Ceil & Clayton Valli. 1989. Language Contact in the American Deaf Community. Í C.Lucas. Ritstj. The Sociolinguistics of the Deaf Community. San Diego: Academic Press, 11-40. Nadeau, Marie & Louis Desouvrey. 1994. Word order in sentences with directional verbs in quebec sign language. Í I. Ahlgren, B. Bergman & M. Brennan. Ritstj. Perspectives on Sign Language Structure. Papers from the Fifth International Symposium on Sign Language Research. Vol.1. Durham: The International Sign Linguistics Association, bls. 149-158. Skutnabb-Kangas. 1994. Linguistic Human Rights. A Prerequisite for Bilingualism. Í I. Ahlgren & K. Hyltenstam. Ritstj. Bilingualism in Deaf Education. Hamburg: SIGNUM-Verlag, bls. 140-159. Sutton-Spence, Rachel & Bencie Woll. 1999. The Linguistics of British Sign Language. An Introduction. Cambridge: University Press. Valli, Clayton & Ceil Lucas. 2000. Linguistics of American Sign Language. An Introduction. Washington D.C.: Clerc Books, Gallaudet University Press. Wilcox, Phyllis Perrin. 2000. Metaphor in American Sign Language. Washington D.C.: Gallaudet University Press. Aðalfundur STÍL var haldinn í Skólabæ þann 24. febrúar síðastliðinn. Hann hófst á því að Guðrún Tulinius flutti skýrslu formanns og tilkynnti í fram- haldi af því að hún myndi láta af störfum sem formaður eftir fjögurra ára starf. Mun Sigurborg Jónsdóttir, Félagi þýskukennara taka við af Guðrúnu sem formaður og óskar ritnefndin henni farsældar í því starfi um leið og Guðrúnu Tulinius er þakkað fyrir mikið og gott starf í þágu samtakanna. Því næst voru skýrslur félaganna kynntar, af for- mönnum eða staðgenglum þeirra. Þar kom ýmis- legt áhugavert fram, t.d. að með nýju aðildarfélagi, Ísbrú, hefur fjöldi félagsmanna í STÍL aukist vel á annað hundraðið. Starfsemi Ísbrúar var blóm- leg á árinu 2004, námskeið voru haldin o.fl. Í kjölfar skýrslna fagfélaganna kynnti Ásmundur Guðmundsson skýrslu Málfríðar. Þegar aðalfundi hafði verið slitið og fundarmenn gætt sér betur á gómsætum veitingum var komið að innleggi Oddnýjar Hafberg, verkefnisstjóra í menntamálaráðuneytinu, um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Hélt hún almenna kynningu á hugmyndafræði að baki breytingunum og beindi svo sjónum að stöðu tungumála eins og hún gæti orðið samkvæmt þeim hugmyndum sem nú liggja fyrir. Hér verða þessu efni ekki gerð frekari skil enda efni í sérstaka grein en þeim sem hafa kynnt sér málið kemur varla á óvart að miklar og á stund- um heitar umræður urðu um málið. Komu ýmis athyglisverð sjónarmið fram, t.a.m. áhyggjur af því að þótt svigrúm verði fyrir nemendur að velja nokkra áfanga í 3. máli á kjörsviði eftir sem áður, þá getur skerðing á þessum námgreinum í kjarna haft ófyrirséðar afleiðingar. Voru fundarmenn sammála um að skerðing á kennslu tungumála væri í miklu ósamræmi við fjálglegar yfirlýsingar vissra embætt- ismanna um mikilvægi tungumálakunnáttu nú á tímum alþjóðavæðingar og aukinna samskipta við aðrar þjóðir. Félög þýskukennara og frönskukenn- ara ályktuðu síðan bæði um málið á fundum sem þau héldu með félagsmönnum sínum 25. febrúar þar sem skorað er á menntamálaráðherra að endur- skoða stöðu tungumála í þessum hugmyndum um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Aðalfundur STÍL Formannsskipti, blikur á lofti vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs o.fl. Kaffihúsafundir grunnskólakennara halda áfram fyrsta miðvikudag hvers mánaðar á kaffi Mílano. Dagana 5.-9. apríl fara um 20 kenn- arar til Cardiff á IATEFL námsstefnu. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur verður með margvíslega dagskrá í apríl. David Crystal verður aðalræðu- maður dagana 14. og 15. apríl, en hann er eftir- sóttur fyrirlesari um ensku og tungumál almennt. Aðalfundur félagsins verður 7. maí. Auk aðal- fundarstarfa verður fjallað um endurskoðun nám- skrár sem verður væntanlega komin vel á veg. Sumarnámskeið með Mario Rinvolucri verður haldið 8.–12. ágúst. Reynt verður í haust að kynna félagið á haustþingum Kennarasambandsins og efla vitund grunnskólakennara um gagnsemi þess. Heimasíða félagsins tók miklum breytingum sl. sumar og á að geta nýst kennurum betur en áður. Jón I. Hannesson, Formaður FEKÍ Frá FEKÍ, Félagi enskukennara á Íslandi

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.