Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 20
20 MÁLFRÍÐUR Í tilefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir veglegri alþjóðleg- ri ráðstefnu undir fyrirsögninni „Samræða milli menningarheima“. Framámenn og virtir sérfræð- ingar víðsvegar að úr heiminum fjalla um hnatt- væðingu og fjölbreytileika, en þessir þættir hafa óneitanlega áhrif á þá öld sem nú er hafin. Sjónum verður beint að fjölbreytileika menningar og tungu- mála, efnahagslífi, stjórnmálum og tækniþróun. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við rektor Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneyt- ið, Reykjavíkurborg og Norrænu ráðherranefndina. Heiðursnefnd skipa: Kofi Annan, framkvæmda stjóri Sameinuðu þjóðanna, Valéry Giscard d’Estaing, fyrrum forseti Frakklands, Richard von Weizsäcker, fyrrum forseti Vestur-Þýskalands, Halldór Ásgríms- son, forsætisráðherra, Davíð Oddsson, utanríkis- ráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, Sigurður Blöndal, fyrrver- andi skógræktarstjóri (1978-1990) og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands. Lykilfyrirlesarar • Mary Robinson - Forseti Írlands 1990-1997. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna 1997- 2002. Fyrirlestur á ensku. • David Crystal - Prófessor og sérfræðingur í tungu- málum í útrýmingarhættu. Fyrirlestur á ensku. • Blandine Kriegel - Prófessor og sérfræðingur í málefnum innflytjenda. Sérstakur ráðgjafi Jacques Chirac, forseta Frakklands um mannrétt- indi og málefni nýbúa. Fyrirlestur á frönsku. • Rufus H. Yerxa – Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Málstofur verða á íslensku og erlendum málum. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á málstofurnar. Skráningareyðublað má finna á vef ráðstefnunnar http://vigdis.hi.is/sm/. Dagskráin er enn í vinnslu og nýjar upplýsingar eru færðar inn daglega á vef ráðstefnunnar. Þar er að finna nánari upplýsingar um flestar málstofurnar, bæði um efnið og um fyrir- lesara. Eins eru þar gefin upp staður og stund fyrir hverja málstofu fyrir sig. Málstofur á íslensku 1. Ferðamál, tungumál og menning Þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Menningartengd ferðaþjónusta. Hvað ræður för erlendra ferða- manna? Þáttur bókmennta, myndlistar og tónlistar. Samskipti Íslendinga við erlenda ferðamenn. Hvaða áhrif hafa ferðamennirnir á íslenskt menningarlíf? 2. Veljum Vigdísi. Á forsetastóli 1980-1996 Aðdragandi framboðs Vigdísar og kjör hennar, umræðan og viðbrögðin. Hvað einkenndi Vigdísi í samanburði við aðra forseta? 3. Heilsa, samfélag og hjúkrun Fjallað verður um hjúkrun og alþjóðavæðingu á fyrri hluta 20. aldar, geðheilsu barna og unglinga, kynheilbrigði í alþjóðlegu samhengi og hvernig ýmsir áhrifaþættir geta stuðlað að eða dregið úr kynheilbrigði fólks og menningu og samskipti starfsfólks og vistmanna á öldrunarstofnunum. 4. Biblíu- og sálmaþýðingar að fornu og nýju Fjallað verður um biblíu- og sálmaþýðingar hér á landi að fornu og nýju, gildi þeirra og áhrif á þróun íslensks máls og einnig hugað að hvernig greina megi málhreinsunarstefnu í þeim og jafn- vel sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. 5. Að yrkja (um) landið Málstofa um landvernd, landgræðslu og skóg- rækt. Birtingarmyndir íslenskrar náttúru í mynd- list, bókmenntum og kvikmyndum. 6. Fólksflutningar og tungumál Dregin verða fram sameiginleg þemu í afstöðu og hugmyndum innflytjenda til nýja málsins og hins gamla. 7. Tækniþróun og umhverfisvernd - óásættanleg sjónarmið? Fjallað verður um þau vandamál sem mikil hag- vöxtur getur skapað og fórnir sem þarf að færa við verndun umhverfis og náttúru samfara honum. 8. Menntun, menning og mannrækt Í samvinnu við skorar í uppeldis - og menntunar- fræði. Lýsing er væntanleg. 9. Íslenska - í senn forn og ný. Fjallað verður um íslenska tungu með hliðsjón af því að hún er í senn þrautræktað bókmennta- mál með fornar rætur og óvenjulega lítt breytt að formgerð frá elstu tíð – og samskiptatæki í háþróuðu nútímasamfélagi sem er undirorpið sífelldum breytingum og nýjungum. Samræður milli menningarheima Ráðstefna til heiðurs frú Vigdísi Finnbogadóttur 14. og 15. apríl 2005

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.