Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 21

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 21
MÁLFRÍÐUR 21 10. Málstofa um viðskipti og menningu 11. Aflvaki breyttrar heilbrigðisþjónustu Fjallað verður um áhrif upplýsingatækninnar á heilbrigðisþjónustu. 12. Ísland og umheimurinn Í samvinnu við sagnfræðiskor. Málstofur á öðrum tungumálum 1. Language and cultural diversity. Digital docu- mentation for endangered languages (English). Lykilfyrirlesari er David Crystal. Málstofan skipt- ist í tvo hluta. Fyrri daginn er fjallað um tungu- mál í útrýmingarhættu, hvernig sú hætta eykst stöðugt með hnattvæðingunni og tilraunir til að skrá og bjarga tungumálum sem standa höllum fæti. Seinni daginn er aðaláherslan á notkun tölvu tækni við skráningu tungumála í útrýming- arhættu og áhrif upplýsingatækninnar á vöxt og viðgang hinna ýmsu tungumála. 2. Dialog mellem domæner (Danska, norska og sænska). På seminaret sættes der fokus på hvordan kultur og samfund kan beriges gennem dialog mellem forskning, erhvervsliv og kunst i en verden med en ny infrastruktur? 3. Icelandic literature as translated into other languages (Ýmis tungumál). Íslenskir höfundar lesa upp úr bókum sínum á ýmsum tungumálum. 4. Translation as cultural dialogue (Enska). This workshop will observe translation as the instance where cultural dialogue really takes place, i.e. in translation. We will look at literary translation, screen translation and language polit- ics as defined through translation, and just as importantly, non-translation. 5. LiteraturDialog (Þýska). 6. The international press and the western world- view (Enska). 7. Cultura y las lenguas románicas por medio del cine (Rómönsk tungumál). Sýndar verða kvikmyndir á rómönskum málum. Fyrir hverja sýningu verður stutt kynning á kvikmyndagerð í viðkomandi landi. 8. Youth Dialogue across Cultures (Enska). Ungt fólk á Íslandi sem kemur frá erlendum lönd- um og ólíkum menningarheimum situr í öndvegi í alþjóðlegum pallborðsumræðum. Framlag unga fólksins til friðar í heiminum getur verið gríðarstórt, sérstaklega ef skilningur og vinátta eru lögð til grunns í samskiptum milli ólíkra menningarheima. 9. Palabras de acá y de allá (Spænska) Fjallað verður um ýmis málefni er tengjast hinum spænskumælandi heimi. Sigurborg Jónsdóttir er nýr for- maður STÍL en hún tók form- lega við því embætti á aðal- fundi samtakanna í febrúar síðastliðnum. Hún er fædd 1. september 1953 í vesturbæ Reykjavíkur, lauk stúdentsprófi frá MR tuttugu árum seinna og hóf þá nám við Háskóla Íslands í þýsku, frönsku og forngrísku. BA prófi lauk Sigurborg árið 1978 og hafði þá þegar skráð sig til náms í Tübingen í suðvestur Þýskalandi í Germanistik og Romanistik (þ.e. þýsk og rómönsk fræði). Naut hún styrks frá DAAD á meðan á þeirri námsdvöl stóð og lauk mastersprófi árið 1982 með þýskar bókmenntir sem aðalgrein en málvísindi og frön- sku sem aukagreinar. Sigurborgu dvaldist nokkuð í Þýskalandi eftir þetta en árið 1984 var hún komin aftur til Íslands þar sem ríkti upplausn í framhaldsskólanum vegna verkfalla. Hún þáði Sigurborg Jónsdóttir - Nýr formaður STÍL því starf hjá Landsbankanum, þar sem hún hafði unnið á sumrin og með námi, og ílengdist þar í erlendri deild þar sem tungumálakunnáttan kom sér vel. Einnig skipulagði hún og kenndi nám- skeið fyrir verðandi styrkþega Deutsche Bank í Þýskalandi en hún hafði einmitt farið sem slíkur árið 1988. Réttindanámi vegna kennslu í fram- haldsskóla lauk Sigurborg frá HÍ árið 2001 og kenndi eftir það ensku í nokkra mánuði í litlum bæ nálægt Dresden. Í janúar 2002 var Sigurborg ráðin í hálfa stöðu þýskukennara við Borgarholtsskóla og er hún nú fastráðin þar. Auk þess að kenna þýsku hefur hún einnig fengist við frönskukennslu í skólanum, sem henni finnst ekki síður skemmtilegt en þýskukennslan. Sigurborg hefur einnig starfað sem leiðsögu- maður erlendra ferðamanna á sumrin og sótt námskeið á vegum Endurmenntunar og Félags þýskukennara. Ritnefnd Málfríðar óskar Sigurborgu Jónsdóttur velfarnaðar í starfinu fyrir STÍL. Sigurborg Jónsdóttir.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.