Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 22
22 MÁLFRÍÐUR Síðastliðið sumar var ég svo lánsöm að fá styrk frá Fulbright-stofnuninni á Íslandi til að sækja sex vikna námskeið í bandarískum fræðum í Amherst, Massa- chusetts. Aðdragandinn að þeirri ákvörðun minni að sækja um styrkinn var nokkuð langur. Enska er móðurmál mitt, þar sem ég fæddist og ólst upp í Bretlandi, ég hef kennt ensku í tvö ár í London og hér á Íslandi í 14 ár. Reynsla mín af Bandaríkjunum takmarkaðist við 4-daga heimsókn til Minneapolis (þar sem mestur tíminn fór í að þramma göngugöt- urnar í Mall of America). Mér fannst tími kominn til að fræðast um risaveldið í vestri, til að kanna hvernig stúdentalífið á háskólasvæði væri og hvort fólk segði virkilega „Have a nice day“ við hvert tækifæri. Umsóknarferlið var langt og strangt; ég þurfti að útvega meðmæli og skrifa greinargerð um væntingar mínar til námskeiðsins og hvernig það gagnaðist samkennurum mínum ef ég fengi styrk- inn. En um leið og umsóknin var samþykkt var vinnu minni lokið og Fulbright-stofnunin tók við. Ferðamöguleikar voru kannaðir (hagkvæmast var að fljúga til New York og fara með rútu til Massachusetts), farseðlar voru keyptir, vegabréfs- áritun fengin, og ferðapeningar afhentir. Veisla var svo haldin í Iðnó til heiðurs Fulbright-styrkþegum og mér fannst ég hefði svo sannarlega dottið í lukku- pottinn. Eftirfarandi er skýrslan sem ég gerði fyrir Fulbright-stofnunina að námskeiðinu loknu. Þegar ég skrifa þennan pistil, hálfu ári seinna, er ýmislegt sem stendur upp úr dvöl minni í Bandaríkjunum: ógleymanleg skrúðganga 4. júlí, ródeó í Utah, sund- sprettur í Saltvatninu mikla og söfnin í Washington og New York. En fyrst og fremst er það fólkið sem ég kynntist sem gerir ferðina ógleymanlega. Kennararnir voru framúrskarandi, starfsfólkið ITD (sem sá um nám- skeiðshald) alltaf tilbúið að leysa vandamál (hvar get ég keypt símakort? getum við fengið meiri pappír í prentarann? getur einhver skutlað mér í búð / í bíó / til tannlæknis ?) og almenningur indæll. Jú, fólk segir „Have a nice day“, og það er býsna notalegur siður. Bílstjórar stoppa til að hleypa manni yfir götu. Löggan, meira að segja, keyrði vin- konu mína heim að hótelinu þegar hún var að labba úr matvöruverslun með tvo þunga innkaupapoka og þurfti að spyrja til vegar. Þetta var gott og lær- dómsríkt sumar. Heiti námskeiðsins var : American Demo cracy: Continuing Debates over Rights and Obligations Í heildina var námskeiðið frábært og umræður um framhaldsnámskeið eða fund voru hafnar um leið og við komum heim. Hópurinn samanstóð af 29 kennurum, frá 24 löndum (Frakklandi, Egyptalandi, Þýskalandi, Filippseyjum, Togo, Kamerún, Slóvakíu, Rússlandi, Kýpur, Noregi, Eistlandi, Kambódíu, Víetnam, Suður Kóreu, Belgíu, Honduras, Palestínu, Dóminíska lýðveldinu, Búlgaríu, Belarus, Spáni, Armeníu og Japan). Gist var á tveimur stúdentagörðum, 15 nemendur á hvorum en herbergi voru fyrir 30. Newport Dorm var gamalt og reisulegt hús en engin loftkæling var í húsinu og hitinn og rakinn oft nær óbærilegur. Góð eldhúsaðstaða var og setustofa með sjónvarpi, en ekkert myndbandstæki. Þvottavélar og þurrkarar voru á staðnum, strauborð, straujárn, ryksuga og sími. Það var tölvutenging í öllum herbergjunum og ég var fegin að hafa fartölvu með. Fjórar tölvur, sítengdar Netinu, voru í húsinu en ásókn að þeim var mikil þegar við þurftum að semja verkefni og þægilegt að geta unnið í herberginu. Sameiginleg baðaðstaða var á hverri hæð í húsinu. Eldhúsið var aðalsamkomustaðurinn á Newport – eftir kennslu á daginn sátu nemendur lengi og ræddu námsefni dagsins, stjórnmál og heimsmál, heimalöndin okkar og siði. Námskeið í amerískum fræðum á vegum Fulbright stofnunarinnar, júní–ágúst 2004 Anna Jeeves er sviðsstjó- ri erlendra tungumála við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Hún segir frá námskeiði sem hún sótti sl. sumar í Bandaríkjunum Anna Jeeves Anna Jeeves Fjölbrautaskólanum í Garðabæ

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.