Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 23
MÁLFRÍÐUR 23 Matsalur var í nærliggjandi húsi, ca. 5-mínútna ganga frá Newport. Þar fengum við okkur morgun- mat og hádegismat. Maturinn var mjög fjölbreyttur og góður, enda hefur Amherst College fengið viður- kenningu fyrir góða matreiðslu. Í matsalnum gafst einnig tækifæri til að hitta Bandaríkjamenn, bæði nemendur, kennara og starfsfólk skólans. Margvís- leg sumarnámskeið eru haldin í Amherst College – námskeið í tennis og hokkí, bæði fyrir börn og fullorðna, og tölvunámskeið, svo lítið eitt sé nefnt. Oft var mannmargt og hávaðasamt í matsalnum en gaman að geta deilt borði með bandarískum ung- lingum eða starfsfólki og borið saman bækur sínar um uppeldi og heimþrá, eða um laun og kjör. Hópurinn náði mjög vel saman og varð afskap- lega samrýmdur. Óhætt er að fullyrða að allt milli himins og jarðar hafi verið rætt í eldhúsinu. Nem- endur báru mikla virðingu hver fyrir öðrum og gagnkvæm hreinskilni og umburðarlyndi ríkti. Þó svo að auglýst markmið námskeiðsins væri það að fræða hópinn um bandaríska sögu, samfélag og menningu var öllum ljóst að skilningur manna á málefnum annarra landa, tungumáli, skólakerfi, fjölskyldumálum og trúarbrögðum hafi aukist til muna. Það var ómetanleg reynsla að gera sér grein fyrir því að, þrátt fyrir mismunandi litarhátt, tungu- mál og lífskilyrði, var svo margt sem allir í hópnum áttu sameiginlegt – meðal annars mikla trú á mennt- un og djúpa þrá til að skapa betri veröld fyrir börnin okkar. Kennslan fór fram í gömlu og virðulegu húsi sem heitir College Hall. Dagskráin var oftast á þá leið að fyrirlestrar og umræður voru frá kl. 8.30 til 12.00, með stuttri kaffipásu. Hlé var gert í tvo tíma en eftir mat var fyrirlestur, pallborðsumræður eða vettvangsferð. Tölu verður heimalestur var á hverju kvöldi, opinber skjöl, smásögur, ljóð og úrdrættir úr lengri bókmenntaverkum, og oft var okkur um megn að klára daglega lesturinn sem settur hafði verið fyrir. Námsbækur og ljósrit fengum við okkur að kostnaðarlausu. Kennsluhættir voru mjög hefð- bundnir, kennarar lásu fyrirlestrana af blaði, enginn þeirra notaði glærur eða gagnvirkt efni og aldrei var um hópvinnu eða paravinnu að ræða. Aftur á móti voru umræðurnar út frá fyrirlestrunum mjög líflegar og óþvingaðar. Fulltrúi Department of State (Nancy Meyers) hafði orð á því þegar hún kom í heimsókn að hópurinn væri alveg sérstaklega virk- ur og sýndi mikinn áhuga. Ekki vorum við alltaf sammála kennaranum, hvorki aðalkennaranum né gestakennurum, sérstak- lega hvað varðar utanríkisstefnu Banda ríkja manna og lög um byssueign. Við nemendurnir vorum heldur ekki alltaf á sömu skoðun um ýmis málefni en það var alla tíð ljóst að mikið málfrelsi ríkti og að allir báru virðingu fyrir skoðunum annarra. Engin verkefni voru gerð í tímum en stór hópverkefni voru unnin síðustu tvær vikur námskeiðsins. Aðal- kennarinn var Frank Couvares, prófessor í sögu við Amherst College, og var þetta fyrsta árið hans sem stjórnandi sumarskólans. Frank er mjög fær kennari og sagnfræðingur. Fyrirlestrar hans voru vel samdir og til þess gerðir að auka skilning okkar nemenda á sögu Bandaríkjanna. Aðalmarkmið námskeiðsins var það að við skildum betur stöðu Bandaríkjanna í dag sem heimsveldis í sögulegu samhengi. Á meðan við vorum í Amherst höfðum við aðgang að háskólabókasafninu og einnig að líkams- ræktarstöð og lítilli sundlaug. Farið var í skoðunarferð einu sinni í viku eða oftar, á myndlistasöfn, í verslunarmiðstöðvar og áhugaverðar borgir í nágrenninu skoðaðar. Einnig var farið í skrúðgöngu 4. júlí, útiveislu, í bíó og í kayaksiglingu. Einnig var farið í helgarferð til Boston, Plimouth Plantation skoðaður og gengið um Boston með leiðsögumanni. Tveggja vikna námsferð var farin til Salt Lake City í Utah, Washington og New York og voru þær vikur alveg ógleymanlegar. Gist var á góðum hótelum í tveggja manna herbergjum. Í Salt Lake City voru fyrirlestrar á hótelinu, en einnig var farið með okkur á verndarsvæði Indíána, í fjallgöngu og á ródeó. Kennt var um Mormónatrú og um Heiti námskeiðs- ins var : American Democracy: Continuing Debates over Rights and Obligations „villta vestrið“ í bók- menntum, í myndlist og í kvikmyndum. Engin kennsla var í Washington og New York, en Hópurinn fyrir framan The Mayflower í Plimouth

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.