Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 24

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 24
24 MÁLFRÍÐUR við fórum á helstu söfnin, á minnisvarða, í Capitol og í Hvíta Húsið. Í New York var farið með okkur a Ground Zero. Hvað varðar kostnað, voru gisting, uppihald (morgunmatur og hádegismatur) og allar ferðir greiddar fyrirfram. Dagpeningar voru greiddir út fyrir kvöldmat og venjuleg dagleg útgjöld (dagblöð, ritföng, póstburðargjald, o.s.frv). Meðan á náms- ferðinni stóð fengum við mjög ríflega matar- og dagpeninga. Einnig fengum við bókapeninga að upphæð $600. Sumarnámskeiðið í Amherst var ómetanleg náms- og lífsreynsla. Það var mjög vel hugsað um okkur nemendur og starfsfólk ITD (fyrirtækið sem skipuleggur námskeiðið) á mínar þakkir verðskuld- aðar. Lærdómurinn var mikill, ekki eingöngu um Bandaríkin heldur líka um hin löndin 23 sem tóku þátt í námskeiðinu. Ég mæli eindregið með að kenn- arar sæki námskeið á vegum Fulbright-stofnunar- innar. Það er frábær leið til að sjá Bandaríkin, hitta skemmtilegt fólk og auka samkennd milli ríkja. Félag spænskukennara á Íslandi skipulagði fyrsta fagfund spænskukennara í grunn- og framhalds- skólum undir heitinu „Kennsluefni og aðferðir“. Fundurinn var haldinn 12. febrúar síðastliðinn og markmiðið var að kynna kennsluefni sem mismunandi skólar nota og skiptast á reynslu, miðla þekkingu og aðferðum sín á milli. Kennarar sem tóku þátt í fundinum voru frá: Árbæjarskóla, Fjölbrautaskólanum í Ár múla, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, Fjölbrautaskóla Suðurnes ja , Iðnskólanum í Reyk jav ík , Menntaskólanum Hraðbraut, Menntaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Stóruvogaskóla og Verslunarskóla Íslands. Félagið notaði jafnframt tækifærið til að kynna nýja heimasíðu félagsins á fundinum og hleypa henni af stokkunum, www.aipe.is, (AIPE: Asociación Islandesa de Profesores de Español). Heimasíða félagsins er mjög auðveld í notkun og er á spænsku og íslensku. Helsta framsækni við síðuna er svæði með krækjum og tenglum fyrir nemendur, með miklu úrvali af æfingum til að læra spænsku. Auk þess er allt efni sem er í boði á síðunni að kostnaðarlausu fyrir notendur og megnið af æfingunum eru gagnvirkar æfingar, sem er mikill kostur fyrir nemendur, sem geta þá vafrað án erfiðleika og nýtt sér æfingarnar. Nokkrar æfingar á síðunni eru þó þannig að þær þurfa undirbúning og stjórn kennara til að nem- andi geti tekið þátt í þeim. Næsta verkefni sem félagið AIPE kemur að er sumarnámskeið haldið í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands og Stofnum Fyrsti fagfundur grunn- og framhaldsskólakennara í spænsku Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumál- um. Á námskeiðinu verður sjónum beint að því hvernig kennaramenntun og kennarastarfið krefst stöðugrar aðlögunar að því síbreytilega umhverfi sem mótar spænska tungu. Meðferð málsins og misjöfn mótun eftir stöðum og stéttum er skoðuð, auk þess sem vinnuaðferð textagreiningar verður notuð til að nálgast enn frekar margbreytileikann og menningarsamsetningu tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Í lokin verður svo farið yfir nýlegar samþykktir innan Evrópusambandsins sem snúa að kennaramenntun og kennarastarfinu og skoðað sérstaklega hvernig það snýr að spænskri tungu. Kennari verður Dr. María Luisa Vega, doctora en Filología og prófessor við háskólann Universidad Complutense de Madrid. Námskeiðið verður hald- ið í lok maí. Fyrir hönd AIPE. Carmen Ortuño, gjaldkeri

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.