Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 30

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 30
30 MÁLFRÍÐUR Félag þýzkukennara Sitthvað að gerast og fleira á döfinni FÞ (Félag þýzkukennara) boðaði til félagsfundar föstudaginn 25. febrúar sl. í Goethe-Zentrum, Laugavegi 18. Tilefnið var staða 3. erlenda tungu- máls í hugmyndum menntamálaráðuneytisins um styttingu náms til stúdentsprófs. Eins og í fundarboðinu stóð, hafa þýskukenn- arar líkt og margir aðrir tungu-málakennarar þungar áhyggjur af fyrirhuguðum niðurskurði á tungumálanámi á framhaldsskólastigi. Óskað hafði verið nærveru menntamálaráðherra, en hann hafði tilkynnt að Oddný Hafberg, verkefnisstjóri, myndi sækja fundinn í sinn stað. Frummælendur áttu að vera Gunnar I. Birgisson, alþm., for- maður menntamálanefndar Alþingis, Kristín S. Hjálmtýsdóttir, frkvstj. Þýsk-íslenska verslunar- ráðsins, Bjarnheiður Hallsdóttir, frkvstj. ferðaskrif- stofanna Katla-DMI, Katla-Travel og Viators og áðurnefnd Oddný Hafberg. Sérstaklega hafði blm. Morgunblaðsins, allri menntamálanefnd Alþingis og Katrínu Jakobsdóttur verið boðið á fundinn. Því er skemmst frá að segja, að Gunnar I. Birgisson kvaðst hafa tvíbókað sig og kom því ekki frekar en nokkur hinna þingmannanna í menntamálanefnd, en Katrín og blm. mættu bæði og í sunnudagsblaði Mbl. var ágæt grein um fund- inn á bls. 4. Í framhaldi af fundinum og fjarveru þingmanna varð að samkomulagi milli formanns menntamálanefndar Alþ. og stjórnar FÞ, að tveir fulltrúar FÞ kæmu á fund menntamálanefndar- innar miðvikudaginn 2. mars sl. kl. 10:15. Á þann fund fóru Oddný G. Sverrisdóttir, stjórnarmaður í FÞ, varaforseti Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og forseti hugvísindadeildar HÍ, en með henni í för var undirritaður. Virtist það koma flatt upp á alþingismennina, að skv. tölum Hagstofunnar var rétt tæpur þriðjungur framhaldsskólanema á Íslandi ekki að læra neitt erlent tungumál skóla- árið 2002-3. Á sama tíma segjast íslensk stjórnvöld stefna að aukningu náms í erlendum tungumálum fram til ársins 2010, sbr. Stokkhólmsályktun frá 2001 sem raunar er grundvölluð á samkomulagi sem gert var í Lissabon árið 2000. Einnig hafði nefndarmönnum verið send í rafpósti erindi þeirra Kristínar og Bjarnheiðar. Þá er FÞ búið að óska aftir samstarfi við STÍl, Félag frönskukennara og Félag spænskukennara um málþing um mánaðamótin mars/apríl um þetta sama mál og hefur þeirri umleitan verið vel tekið. Um mánaðamótin apríl/maí er svo meiningin að senda nokkra fulltrúa Íslands á Deutscholympiade - þá fjórðu frá upphafi - en hún verður haldin í Póllandi. Fyrir skemmstu er lokið árlegri Þýskuþraut, sem félagið stendur að í samvinnu við yfirvöld mennta- mála í Þýskalandi og með milligöngu þýska sendi- ráðsins í Reykjavík. Í framhaldi af henni fara vænt- anlega 3 nemendur til þriggja / fjögurra vikna dvalar í Þýskalandi í sumar. Alþjóða þýskukennarasambandið (IDV) heldur sitt 13. þing í Graz í Austurríki í sumar og hafa 18 íslenskir þýskukennarar boðað för sína á það. Að auki fara tveir kennarar á tveggja vikna námskeið í Lübeck og fjórir aðrir á námskeið í öðrum borg- um Þýskalands í boði Goethestofnunarinnar. Fyrir síðasta aðalfund FÞ, sem haldinn var 19. apríl 2004, höfðu lög félagsins verið endurskoðuð rækilega af þeim Valgerði Þ. E. Guðjónsdóttur og Elnu Katrínu Jónsdóttur. Í framhaldi af þeirri end- urskoðin voru gerðar allmargar lagabreytingar og skal m.a. skv. þeim halda aðalfund félagsins fyrir lok marsmánaðar ár hvert. Í samræmi við það verður aðalfundurinn haldinn fljótlega eftir páska á þessu ári. F.h. stjórnar FÞ Ingi S. Ingason, formaður

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.