Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 31

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 31
MÁLFRÍÐUR 31 Aðalfundur Félags dönskukennara var haldinn 17. febrúar sl. og var þá kjörin ný stjórn. Hafdís Bára Kristmundsdóttir, kennari í Garðaskóla, sem verið hefur formaður félagsins í fjögur ár, lét af for- mennsku en mun gegna varaformennsku um sinn. Nýr formaður félagsins var kjörin Auður Leifsdóttir, en hún er dönskukennari í Kvennaskólanum Aðrir í stjórn eru Bryndís Helgadóttir, IH sem er gjaldkeri félagsins, Helene Havmøller Pedersen, MK er ritari, og meðstjórnendur eru Guðrún Ragnarsdóttir, MH, Jenný Steinarsdóttir, Valhúsaskóla og Kristín Jóna Magnúsdóttir, Áslandsskóla. Úr stjórn gengu þær Ágústa Harðardóttir og Marta Guðmundsdóttir. Hjá félaginu er ýmislegt á döfinni núna í vor. Föstudaginn 29. apríl kl. 14.00 verður haldinn fagfundur í Kornhlöðunni við Amtmannsstíg. Í ljósi þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á efstu skólastigum grunnskólans í tengslum við styttingu framhaldsskólanáms til stúdentsprófs, verður yfir- skrift fundarins „Ný sóknarfæri í dönskukennslu“. Í því sambandi munu nokkrir valinkunnir dönsku- kennarar segja frá spennandi valáföngum í dönsku í framhaldsskólum sem og nýbreytni í starfi grunn- skólans. Fagfundinum lýkur með sameiginlegum kvöldverði. Þann 26. maí kl. 20.15 verður haldinn kaffihúsa- fundur í Skólabæ, en undanfarin ár hefur stjórn félagsins gengist fyrir fundum þar sem félagsmenn mæta og spjalla. Almennt hefur þátttaka félagsmanna FDK í starfsemi félagsins verið góð og vonar ný stjórn að svo verði áfram. Það er vissulega krydd í til- veru dönskukennara að 200 ára fæðingarafmæli H.C. Andersen skuli vera fagnað nú í vor og af því tilefni bauð Þjóðleikhúsið öllum félagsmönnum á sýningu leikritsins „Klaufar og kóngsdætur“. Dönskukennarar eru alltaf svo heppnir! Auður Leifsdóttir, formaður FDK. Frá félagi dönskukennara Starf félagsins hefur verið með hefðbundnu sniði það sem af er vetri. Árlegri ljóðakeppni frönsku- nemenda er nýlokið, en hún var 5. mars. Er þetta í tíunda sinn sem keppni þessi er haldin. Fór hún fram í húsakynnum Alliance française og var vel heppnuð í alla staði. Í þetta sinn komu þrjú efstu sætin úr MR og FSu. Fyrstu verðlaun fóru til ungrar stúlku úr MR og hlaut hún að launum ferð til Frakklands á sumri komanda. Annað og þriðja sætið fóru til nemenda úr FSu og MR. Í dómnefnd sátu Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona, Ásdís Magnúsdóttir, dósent við HÍ og Olivier Tourneux, forstöðumaður menningarmála við sendiráð Frakka. Í vetur kom nýr sendiherra til starfa við franska sendiráðið, Nicole Michelangeli. Eftir ljóðakeppn- ina þann 5. mars bauð hún frönskukennurum til smá samsætis í AF og ræddu menn m.a. málefni er snerta kennslu tungumála eins og frönsku. Sendiherrann er mjög áhugasamur (áhugasöm) um frönskukennsluna hér og vill gjarnan fá að heimsækja skólana og koma í frönskutíma. Í sumar verður ekki um hefðbundið námskeið að ræða hjá félaginu. Hins vegar er samt ætlunin að hittast og fara yfir málin. Nú eru kennarar í óðaönn að leita fyrir sér með nýtt kennsluefni. Kennslubókin „Café crème“ sem flestir skólar hafa notað er að renna sitt skeið á enda. Nokkrir skólar hafa þegar skipt um námsbók og nota bókina „Taxi“. Einn skóli notar bók sem nefnist „Carte blanche“ og enn aðrir nota ekki ákveðna kennslubók. Það verður því spennandi að setjast niður í vor og heyra hvernig kennurum líkar sitt námsefni. Félagið okkar varð 30 ára sl. haust og af því til- efni efndum við til vinnufundar og hátíðarkvöld- verðar 25. feb. og fjölluðum sérstaklega um stöðu frönskunnar sem þriðja tungumáls. Ekki er talin vanþörf á því að ræða þessi mál vegna þess að samkvæmt tillögum menntamálaráðuneytis um breytta námsskipan til stúdentsprófs á að skerða verulega kennslu þriðja og fjórða tungumáls í framhaldsskólum landsins. Það er yfirlýst stefna Evrópuráðsins að auka veg og vanda tungumála- náms og skýtur það því skökku við að á Íslandi skuli tungumálakennsla skert þegar í raun ætti að auka hana. Vera Ósk Valgarðsdóttir formaður FFÍ Frá félagi frönskukennara á Íslandi

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.