Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 32

Málfríður - 15.03.2005, Blaðsíða 32
32 MÁLFRÍÐUR Nýtt og spennandi efni FRANSKA OG SPÆNSKA Hjá Máli og menningu er von á glænýju efni í frönsku og spænsku fyrir haustið. Carte blanche er námsefni í frönsku sem hentar nemendum í fyrstu tveimur áföngum í framhaldsskóla. Í lesbók er að finna fjölbreytta texta um fólk, menningu og samfélag í Frakklandi og hinum frönskumælandi heimi. Orðalistar, spurningar og æfingar fylgja hverjum kafla. Auk þess er hlustunarefni með æfingum á geisladiski sem fylgir bókinni, en á geisladiskum sem seldir eru sérstaklega er að finna alla texta bókarinnar, enn meiri æfingar og söngva. Í vinnubók eru æfingar af ýmsu tagi við alla kafla lesbókarinnar. Handbók um franska málfræði eftir Katrínu Jónsdóttur er yfirgripsmikil bók þar sem lögð er áhersla á ítarlegar útskýringar, mörg dæmi og aðgengilegar skrár. Bókinni fylgja gagnvirkar æfingar á heimasíðu Eddu. Þær Margrét Jónsdóttir, Þórunn María Bjarkadóttir og Ana Fernández hafa tekið saman mikinn fjölda gagnvirkra æfinga í spænsku sem koma út á geisladiski ásamt bókarkveri með málfræðiágripi. Hér er lögð áhersla á að æfingin skapar meistarann!

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.