Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 6
n‘est de pouvoir mettre à profit ce qui a été pensé et écrit dans cette belle langue. Fátt hefur verið mér mikilvægara í lífinu en að geta skilið og komið fyrir mig orði á frönsku, og notið þess sem hefur verið hugsað og ritað á því heillandi tungumáli. Vigdís Finnbogadóttir Þegar Vigdís er spurð að því hvaða áhrif það hafi haft á líf hennar og störf að vera vel að sér í tungu- málum leynir sér ekki áhugi hennar á Norðurlöndum og tungum Norðurlandaþjóðanna. Það hefur verið mér einn mesti akkur í lífinu að geta komið fyrir mig orði á Norðurlandamálunum. Ef við kunnum eitt af Norðurlandamálunum þá skiljum við þau hin: Þegar ég er í Svíþjóð, og orð eru eitthvað að þvælast fyrir mér, hef ég það þjóðráð að segja bara „nu går jeg over til dansk.” Það hefur oft gerst að ég hef verið kosin for­ maður í Norðurlandasamstarfi af því að allir skildu mig. Ég skildi alla og gat safnað saman því sem hinir lögðu til málanna þótt þeir skildu ekki alveg hver annan. Ég þreytist aldrei á að segja við íslensk ungmenni að þau skuli átta sig á því að það er alveg gríðarlega mikils virði að kunna eitthvert Norðurlandamál vegna þess að til að mynda veit maður aldrei hvert mann ber á lífsleiðinni. Og það segja mér allir í viðskiptum að í samskiptum við Norðurlandaþjóðirnar sé mikils virði að tala þeirra heima­ tungu. Það breytist allt andrúmsloft gagnvart okkur. Danir eru svo vanir að tala ensku við Íslendinga en svo verða þeir svo afskaplega glaðir þegar maður segir: „Du behöver ikke tale engelsk med mig.” Það sýnir virðingu að reyna að bjarga sér á tungumálinu, að hafa samband við fólk á þeirra tungumáli, fremur en að bregða alltaf fyrir sig þriðja tungumálinu, enskunni, sem fólk heldur að sé lingua franca heimsins. Það er betra að tala lélega dönsku í Danmörku en að bregða fyrir sig ensku. Það hefur breytt miklu fyrir mig að vera á róli í marg­ menningarmálum, þannig að ég get gert mig skiljanlega á fleiri tungumálum. Það er hins vegar ekki það sama að tala raunverulega tungumál og geta gert sig skiljanlegan á tungumáli. Mér finnst ég tala eins og barn þegar ég tala þýsku þótt ég skilji og geti bjargað mér. Einhverju sinni var ég fengin til að halda erindi á þingi þýskukennara í Graz, og gerði það, með dyggri hjálp Oddnýjar Sverrisdóttur. Þar gaf ég sýnishorn á því hvernig nemandi sem hefur lært þýsku í íslenskum menntaskóla í þrjú ár af bókinni, án þess að tala hana nokkurn tíma, fer að því að bjarga sér á málinu. Vigdís nefnir þann mikla misskilning í hugum margra Íslendinga að enskan sé lykillinn að heim- inum því hann gengur ekki að stórum svæð- um í heiminum svo sem Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og víða annars staðar. Tungumálakunnátta hefur grundvallaráhrif á líf manns. Ef menn ráða við einhverja aðra tungu en sína eigin geta þeir lesið erlend blöð og náð kjarnanum í því sem er verið að syngja eða segja. Að eiga í farteskinu fleiri tungur en sína eigin er hreinn fjársjóður. Að skilja hverju tungan ræður gefur manni skilning á mismunandi menn­ ingarsvæðum og við skiljum betur hvernig menningin byggir alltaf á tungunni. Tungan er hornsteinn menn­ ingar allra þjóða. Þjóðmenning byggir ætíð á tungumáli. Þess vegna eigum við öll þessi orð yfir snjó til dæmis af því að það tengist menningunni og lífi þjóðar okkar. Talið berst að því hvers kennarinn Vigdís minn- ist úr starfi sínu. Andlitið ljómar og Vigdís verður dreymin á svip: Mér fannst svo gaman að kenna. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ef manni lánast í kennslu, og mér hefur verið sagt af nemendum að mér hafi lánast í kennslu, þá er svo gaman að kenna af því að mann langar svo til að nem­ andinn viti það sem maður veit. Ekki endilega nemand­ inn, heldur bara viðmælandinn. Ég hef svo oft séð þetta. Ég held að þetta liggi líka að baki pólitískri sannfæringu. Góðir pólitíkusar sem eru að bera fram sína kenningu, þeir eru kennarar. Þá langar svo til þess að þú og ég vitum nákvæmlega það sem þeir vita. Þetta fer saman. Ekki sama deild en hliðstæðar deildir. Mér þykir svo gaman að kenna af því að mér þykir svo gaman að segja frá því sem hugsað er á viðkomandi tungu­ máli, menningu þess. Vera ekki alltaf að stagla í málfræð­ inni. Ég kenndi hana auðvitað að því marki sem þurfti en síðan þótti mér svo gaman að tala um menninguna. Tala um ljóðlistina og leiklistina og syngja og kenna þeim Alouette. Það er hluti af gleðinni í kennslunni að nemend­ urnir finni að kennaranum finnst svo gaman að vera með þeim. Mér þótti svo ægilega gaman að kenna, það er skemmti­ legasta starfið sem ég hef verið í. Vigdís segir frá því hvernig hún bar sig að þegar hún kenndi franska leiklistarsögu í háskólanum og byggir á því að hún hafi alltaf haft myndir í höfðinu af hlutunum: Ég teiknaði á töfluna mynd af tímasnúru og hengdi á hana stílana í tímaröð til að stúdentar skildu hvaða stílar hefðu rekið annan. Hvernig renaissansinn kom og hvenær rómantíkin kom og hvernig klassíkin var og þannig. … Kennsla gefur manni líka þetta gullvæga tækifæri að umgangast ungt fólk, af því að maður er ekki fenginn til kennslu fyrr en maður er kominn til einhvers þroska og þá fær maður að upplifa nýju kynslóðina sem á að taka við og er að mennta sig. Þróunina í menntamálum á Íslandi ber á góma og Vigdís lýsir vonbrigðum sínum yfir því að danskan hafi verið færð aftur fyrir enskuna í grunnskólum vegna þess að danskan sé of erfið til að vera geymd þangað til unglingarnir eru uppteknir af öðru og  MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.