Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 14

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 14
í verkefninu eru hópar pólskra nemenda sem búsettir eru í sex lönd- um. Verkefnið er heils árs verkefni í fjórum hlut- um og því er stýrt og það metið jafnóðum af starfsmönnum pólska menntmálaráðuneyt- isins. Verkefninu er ætlað að tengja nemendur sem búa erlendis við upp- runann. Í verkefninu er gengið út frá ákveðnum borgum eða svæðum í Póllandi, sögu svæðisins, þekktu fólki, þjóðsögum, matseld, siðum og venjum, bókmenntum, tónlist og menningarviðburðum. Menningarþátturinn Þáttur menningarmiðlunar er veigamikill í starfinu. Í ofangreindri könnun, sem lögð var fyrir foreldra pólskra nemenda, kom fram að þeir telja afar mik- ilvægt að menning upprunalandsins sé höfð í heiðri í skólastarfinu. Jafnframt kom fram að þeir eru þakklátir yfirvöldum fyrir að veita nemendum tæki- færi til að viðhalda eigin máli og menningu. Þetta hefur verið gert með því að halda Wiglia eða Sankti Nikulásarhátíð í upphafi aðventu og skólalokahátíð með grillveislu með pólskum grillpylsum og með- læti. Foreldrar koma með veitingar sem hæfa tilefn- inu, taka þátt í atriðum sem börnin hafa undirbúið, syngja og tala saman. Á síðustu Wiglia heiðruðu bæði pólski ræðismaðurinn og prestur Pólverja sam- komuna með nærveru sinni. Athygli vekur hve vel foreldrar og yngri systkini mæta á á samkomurnar Polska 6 og í könnuninni nefna þeir að „Maður hefur þörf fyrir að hitta annað fólk.“ og „Menningarviðburðir veita okkur tækifæri til að vera í tengslum við menn- ingu okkar. Áður voru viðburðir eins og þessir ekki í boði.“ Þar sem nemendur dreifast á velflesta skóla borg- arinnar er í Tungumálaveri lögð áhersla á að for- eldrar viti hver af öðrum, að þeir þekki til samnem- enda barna sinna og hafi upplýsingar um þá. Slíkt tengslanet skapar öryggistilfinningu bæði hjá börn- um og foreldrum og gerir foreldra samábyrga fyrir velferð barna sinna í nýju landi þar sem ríkja aðrar aðstæður en heima fyrir. Foreldradagar og menning- arviðburðir eru viðleitni til að skapa „bekkjaranda“ í foreldrahópnum og rjúfa einangrun þeirra sem þess þurfa með. Samantekt Í nýlegri skýrslu frá The Council of the European Union, 200911, segir að mikilvægt sé fyrir innflytj- endabörn að fá tækifæri til að viðhalda tengslum við og rækta upprunamálið. Tengslin við móðurmálið eru þeim félagslega mikilvæg og varða bæði menn- ingarlega sjálfsmynd barna og sjálfsöryggi, atvinnu- möguleika þeirra í framtíðinni og menntunarhorfur. Í skýrslunni er bent á mikilvægi þess að sveitarfélög standi saman að kennslu innflytjendabarna og að tæknimiðlar og tæknilausnir séu nýttar við kennsl- una. Jafnframt er bent á að þátttaka barna í fjölþjóð- legum samvinnuverkefnum sé góður kostur þar sem erfitt er að koma við beinni kennslu á heimavelli. Miðað við þessar ábendingar má ætla að starfið í Tungumálaveri sé í góðum farvegi. Ef marka má ánægju foreldra og áhuga nemenda hefur móð- urmálskennslan í pólsku farið vel af stað. En við vilj- um gera betur. Liður í innra eftirliti er foreldrakönn- unin sem lögð var fyrir í byrjun febrúar og um 70% foreldra svöruðu. Niðurstöður hennar verða leiðar- ljós í starfinu framundan. Áhugi foreldra, jákvæð viðbrögð, þátttaka í viðburðum og foreldradögum er besti mælikvarðinn á hvernig tekst til. Góðar ábend- ingar þeirra og óskir um áherslur eru afar gagnlegar og starfinu mikilvægar. Góð samvinna við heima- skóla barnanna og sveitarfélög, sem við erum í sam- starfi við, ber að þakka en það, ásamt góðu samstarfi við foreldra, er lykilatriði í að vel gangi í viðleitn- inni við að skapa umgjörð um farsæla skólagöngu pólskra barna í nýju landi. 11 Counsil conclusions on the education of children with a migr- ant background. 2978th EDUCATION, YOUTH AND CULTURE Council meeting. Brussels, 26. November 2009. 14 MÁLFRÍÐUR Storkur, klippilistaverk, unnið af nemendum í tengslum við verk­ efnið: Ferðir storksins. Foreldrar og börn skiptast á oblátum/oplatek á Wiglia 6. desember 2009.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.