Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 21

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 21
Nemandi skal hafa öðlast leikni/færni í að: • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og áheyrilega • lesa ýmiss konar texta á eigin áhugasviði eða texta um kunnugleg efni og beita viðeigandi aðferð- um eftir því hver tilgangurinn með lestrinum er hverju sinni • taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita kurteisis- venjum, málvenjum og hljómfalli við hæfi • segja frá á skýran hátt með því að beita (orðaforða) málvenjum, framburði, áherslum og hljómfalli á sem réttastan hátt • skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og nota viðeigandi málfar • fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungu- málanámi Hér kemur aftur í ljós að talfærni er talin mjög mikil- vægur færniþáttur en liðir 3 og 4 fjalla um hana. Liður 1 snýr að hlustun, liður 2 að lestri og liður 5 að ritun. Tungumálakennsla í 3ja tungumáli, þ. á. m. í þýsku, er algengust á tveimur fyrstu færniþrep- unum í framhaldsskólunum. Einstaka skólar bjóða upp á 3ja færniþrep. Rannsóknir Í grein eftir Kimmaree Murday, Eiko Ushida og N. Ann Chenoweth, (2008, 125–142) segir frá samanburðar- rannsókn á jákvæðum og neikvæðum viðbrögðum kennara og nemenda við staðkennslu – og fjar- kennsluumhverfi við Carnegie Mellon University í Pittsburgh. Þessar rannsóknir voru framkvæmdar á árunum 2000–2002. Nemendum, sem vildu gjarn- an taka tungumálanámskeið en höfðu ekki tíma í stundaskrá, var boðið upp á fjarnám. Í lok tímabils var eftirfarandi skoðað: 1. Var munur á færni nemenda í staðnámi og fjar- námi? 2. Var munur á ánægju nemenda í staðnáminu og fjarnáminu? 3. Var munur á ánægju kennara sem kenndu í stað- náminu og fjarnáminu? Í ljós kom að færni nemenda var sambærileg hvort sem þeir voru í fjar- eða staðnámi. Það kom sér- staklega í ljós þegar fjarnemendur fóru inn í stað- námið. Varðandi aðra spurninguna kom ýmislegt í ljós. Nemendur voru óhressir í byrjun og kvörtuðu undan tækninni, einnig var meira að gera en þeir héldu. Frjáls vinnutími var ekki eins frjáls og þeir héldu í byrjun en það var meginorsök þess að þeir völdu fjarnámið. Fjarnámið var skipulagt þannig að það var skylda að eiga vikulega fundi með kennara eða hóp. Þar var talið æft og nemendur kynntust kennara og öfugt. Einnig var skylda að taka þátt í spjalli á ensku í 60 mínútur á viku. Nemendur í byrjunaráföngum kvörtuðu yfir spjall-þættinum því þeir höfðu lít- inn orðaforða og höfðu ekki tíma til að hugsa innan tímarammans. Þessi fjarnámskeið voru blanda af stað- og fjar- námi. Eftirfarandi kom í ljós: a. Almenn ánægja var með fjarnámið hjá kennurum og nemendum b. Erfiðleikar voru í byrjun með tæknina c. Nauðsyn var á mjög góðu skipulagi, námið stóð og féll með því d. Tæknifærni kennara og nemenda skipti miklu máli e. Mannlegi þátturinn var ómissandi Þessi fjarkennsla var blönduð kennsla og kom ýmislegt fram sem var jákvætt fyrir bæði fjar- og staðkennslu: frjálsari tími nemenda, minni viðvera kennara, meiri ábyrgð nemenda, nákvæmara skipu- lag kennslunnar, fleiri möguleikar á framsetningu námsefnis, nauðsyn góðs leiðbeinanda. Höfundar lögðu í lokin áherslu á að mannlegi þátturinn væri ekki minna virði en sá tæknilegi. Nauðsyn væri á meiri þjálfun kennara og nemenda í fjarkennsluumhverfinu. Mannlegu samskiptin í tungumálanáminu skiptu jafnmiklu máli og tæknin. Talfærniþættinum var því sinnt í hverri viku með skyldumætingu á fjarfundi og með spjalli í 60 mín- útur. Fernando Rosell­Aguilar, (2007, 471-492) leitar að Podcasting-kennslufræði fyrir tungumálakennslu í grein sinni: Top of the Pods – In Search of a Podcasting „Podagogy“ for Language Learning. Þar segir hann frá stöðugri þróun tækja eins og iPod, iPhone og iTunes, sem mætti auðveldlega nota í tungumálakennslu, enda væri Podcast-kerfið auðvelt og fljótvirkt. Margir hafi fjallað um tungumálanám með hjálp Podcast en enn sé lítið til um kennslufræðilega skilgreiningu og kennslufræðilegar rannsóknir á tungumálakennslu með þessu kerfi og öðrum líkum. Rossel-Aguilar skiptir Podcast-efninu niður í tvo flokka: heil fullhönnuð námskeið, aukaefni og hjálp frá kennara. Hann gerir grein fyrir fyrstu háskólunum sem settu fram efni á iPod og iTunes og afhentu nem- MÁLFRÍÐUR 21

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.