Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 22
endum tækin til afnota. Það var við Osaka Jogakuin Collage í Japan árið 2005. Síðan fylgdu stærstu háskólarnir í Ameríku á eftir, t.d. Duke, Stanford, Berkley og University of Michigan. Í dag eru tæki og spilarar eins og mp3 í mikilli notkun t.d. hér á landi. Rossel-Aguilar leggur áherslu á að þessi lærdómur sé nemendum kær og jafnvel ómeðvitaður og því um leið jákvæður. Tækin má nota hvar sem er, hvenær sem er. Þau eru flott hönnuð, létt og lítil og nær stöð- ugt í hendi eigandans, hluti af hans lífi, svo til ómiss- andi og þar með áhugaverð fyrir fræðendur. Hann vísar til Clark & Walsch, (2006), en þeir taka fram að kennslan fari miklu leyti fram með hljóðskrám og sé þannig sérlega aðgengileg fyrir lesblinda og les- skerta. Tæknin leyfi nemendum að setjast niður og slappa af og þeir fái þar með tækifæri til að hugsa og læra. Hlustun með heyrnartólum einangri einn- ig hlustandann og auki þar með á einbeitingu hans. Höfundur minnist á tvær gerðir nemanda, þá sem læra af því að hlusta og þá sem læra af því að lesa. Þarna er síðari hópnum mismunað að nokkru leyti. Höfundur telur upp nokkra kosti þessarar kennslu- aðferðar og nefnir Sloan, (2005) og Kaplan-Leierson, (2005) en þeir halda því fram að þessi aðferð : • styðji fjarkennslu • styðji nám á eigin hraða • sé hjálp fyrir hæga nemendur • auki möguleika á aukaefni frá kennara • hjálpi lesblindum og lesskertum og þeim sem hlusta frekar en að lesa • auki möguleika á gestafyrirlesurum • auki möguleika á að nota gestafyrirlestur fyrir fleiri námskeið • auki fjölbreytni kennsluaðferða • hjálpi nemendum sem hafa annað móðurmál (geti hlustað oftar) • geti gefið svör (feedback) • gefi kennurum möguleika á endurskoðun • leiði til þess að nemendur geti sleppt fyrirlestr- um • sé viðbót við staðkennslu. Höfundur varar við gömlum kennsluaðferðum þar sem kennari er alvitur og kemur fram sem fyrirles- ari en nemandi læri með því að hlusta og endurtaka. Hann nefnir tvö fyrirmyndarkerfi í Podcasting í tungumálakennslu en þau eru Chinese Pod og Japanese 101. Þar er lögð áhersla á: • skýra skiptingu á færnimarkmiðum og innihaldi • notkun á margs konar flytjendum, gömlum, ungum og frá mismunandi málsvæðum • jákvæða og hressilega flytjendur • aðeins 15 mín. flutning í hvert sinn • að hægja á framburði þar sem nauðsyn er • tengsl við menningu, stjórnmál, íþróttir og popp- tónlist • fréttir • skýra markmiðsetningu • mikil og fjölbreytt hjálpargögn, t.d., málfræði, æfingar, glósur, opin svæði á netinu fyrir sam- ræður (kaffihús) og fyrir umræður, upptökur og textar. Það er skoðun höfundar og margra í tungumála- kennslu að tækjakunnátta fari ekki endilega saman við kunnáttu í kennslufræðum. Nauðsynlegt sé að samræðu- og samskiptaþátturinn gleymist ekki og að hann sé meginuppistaða í tungumálakennslu auk kennslu í uppbyggingu tungumálsins og menning- arlæsi. Þróun tækninnar gengur hratt fyrir sig og tól og tæki verða sífellt þróaðri og ódýrari. Talþátturinn hefur því gífurleg tækifæri þar sem tenging kennara og nemenda með skjámynd getur farið fram hvenær og hvar sem er og með eða án undirbúnings. Í grein eftir Mirjam Hauck og Bonnie L. Youngs (2008, 87-124) segir frá rannsókn sem gerð var 2004 í þremur háskólum, Carnegie Mellon University, Pittsburgh í Ameríku, Open University í Bretandi og Université de Franche Comté í Frakklandi. Þetta var rannsókn á samskiptaferli í gegnum fjarfundi og spjall sem náði yfir tíu vikna tímabil í gegnum fjarkennsluforritið Lyceum. Nemendur í Bandaríkjunum og á Bretlandi lærðu frönsku en í Frakklandi voru nemendur í ensku. Frönsku nemendurnir voru tilvonandi fjarkennarar, amer- ísku nemendurnir voru byrjendur í frönsku og frá Bretlandi voru fimm sjálfboðaliðar, nemendur á framhaldsstigi í frönsku. Sjö kennarar og 25 nemend- ur tóku þátt í rannsókninni og máttu 50% samskipta fara fram á móðurmálinu. Þetta átti að hrista hóp- inn betur saman og ýta undir samskipti. Kennarar undirbjuggu nemendur undir tölvusamskiptin þar sem nemendur áttu að bera saman sitt nánasta umhverfi, herbergi, hús, hverfi, frístundir og þess háttar. Nemendur áttu að hittast fimm sinnum á fjar- fundi og nota bloggið til að undirbúa fundina eða almennt til að tala saman. Síðasta vikan var notuð til að meta verkefnið sem fólst í því að nemendur svör- uðu spurningablaði. Í ljós kom að nemendur voru ánægðari með bloggið en fjarfundina en á blogginu var hægt að nota bæði tal, spjall og ýmis talmerki sem virtist hjálpa þeim nemendum vel sem ekki töluðu mikið. Rúmlega helmingi nemenda fannst hann ekki verða 22 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.