Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 23
hluti af hópnum, það vantaði meiri tíma, fleiri fjar- fundi, meiri samskipti kennara og nemenda og hóp- arnir voru of ólíkir (aldur og talfærni). Það kom greinilega í ljós að þátttaka nemenda var mjög bundin færni þeirra í tækninni, sérstaklega á fjar- fundunum. Höfundur talar um að með þróun tækn- innar og aukinni færni nemenda í fjarskiptum jafnist tungumálakennsla á neti fyllilega á við staðbundna tungumálakennslu. Breffini O‘Rourke, (2008, 227-251) fjallar í grein sinni um heimspekilegt samspil tækninnar, samræðunn- ar, hugsunar og umhverfisins þar sem samræðan fer fram. Tölvan getur í raun aldrei orðið samtalsaðili, verður aldrei annað en tölva og verður að greina það samspil á þann hátt. Texti og spjall eru samskipti í gegnum tölvu og þess vegna ekki eins og venjulegt samtal tveggja persóna augliti til auglitis. Texti og spjall koma aftur á móti í staðinn fyrir samtal og greinist sem samtal í gegnum tölvu, þau eru sam- skipti, þ.e. samtal við aðra manneskju. Höfundur segir möguleikana hér mikla í tungumálanámi og kannski meiri en í staðbundinni kennslu. Spjall í fjar- kennslu gefur nemanda eftirfarandi: • yfirlit (look back) • möguleika á að laga og endurbæta (review) • möguleika á að endurtaka orð og orðasambönd • meiri möguleika fyrir þá sem hafa sjónrænt minni • mögulegan samanburð á setningum/skila- boðum • hægari samskipti • heildaryfirsýn • möguleika á að vera eigin dómari – first-person perspektive Til að rannsaka þetta ferli, sem nemandi fer í gegnum þegar hann notar spjall, segir höfundur frá rannsókn sem framkvæmd var á 34 enskumælandi nemendum sem voru að læra spönsku, frönsku og þýsku. Allir eyddu þeir 45 mínútum í spjall við aðila sem talaði viðkomandi mál sem móðurmál. Samræðurnar fóru að hálfu leyti fram á ensku en annars á viðkomandi tungumáli. Umræðuefnið var opið en gefin voru dæmi um efni til umræðu. Í tilrauninni var notaður svokallaður „Eye tracker“ á enskumælandi nemend- urna og vissu þeir af honum en urðu hans ekki varir á skjánum. Þarna er hægt að mæla tíma og vinnu nemanda við skjáinn og tengja við textann. Einnig var mæld einbeitni og athygli sem eru einmitt for- senda lærdómsferlis. Var því rannsakað hvað nem- andinn sjálfur fer í gegnum þegar hann vinnur í spjall-ferlinu, svokallað „first person perspective“. Lokaorð Lestur þessara greina hefur sýnt mér að tal í fjar- kennslu getur verið svo miklu meira en samtal tveggja aða fleiri í gegnum talforrit, skype, fjarfundi eða aðra möguleika netsins. Spjall í tungumála- kennslu er nauðsynlegur hluti fjarkennsluforms- ins og styður tal-þáttinn í fjarkennslunni. Í grein O‘Rourke (2008) kemur einnig fram að spjall hefur nokkra yfirburði yfir tveggja manna tal einmitt vegna tölvunnar eins og sjá má í atriðunum hér að framan. Notkun þessa þáttar og samband við þær persónur sem tala sitt móðurmál eru atriði sem fjar- kennarar þurfa að athuga. Kennarar eru ekki alltaf „native speaker“ þótt þeir séu oft mjög færir í við- komandi tungumáli. Tækniþátturinn er í öllum rann- sóknum álitinn mikil hindrun í samskiptum, bæði hjá nemendum og kennurum. Tæknifærni, kennsla á forrit og skýr framsetning námsefnis er sérstaklega nauðsynleg í fjarkennslu. Það er nauðsynlegt fyrir nemanda að skilja tilgang verkefnanna sem sett eru fram og hvernig þau falla að heildarmynd námsins. Hvað er verið að æfa og hvers vegna og hvernig er það sett fram á fjarkennsluforminu. Í framhaldi af þessari vinnu væri áhugavert að gera rannsókn á því hvernig tal-þættinum er sinnt í fjarkennslu t.d. í stærstu fjarkennsluskólunum: Verzlunarskóla Íslands, Verkmenntaskólanum á Akureyri og í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Heimildaskrá: Hauck, M., Youngs, B. L. (Apríl 2008). „Telecollaboration in multimodal environments: the inpact on task design and learner interaction.“ Computer Assisted Language Learning. Vol. 21, nr. 2, 87–124. Routledge Taylor & Francis. Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2009). Vinnuskjal 240209. Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Sótt 8. desember 2009 af http://www.nymenntastefna.is/media/frettir//Lykilhaefni. pdf. Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (Júní 2009). Drög, Lærdómsviðmið. Erlend tungumál. Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðu- neyti. Sótt 8. desember 2009 af http://www.nymenntastefna.is/ Namskrargerd/laerdomsvidmid/. Murday, K., Ushida, E., Chenoweth, N. A. (2008). „Learners‘ and teac- hers‘ perspektives on language online.“ Computer Assisted Language Learning, Vol. 21. Nr. 2, 125–142. Routledge Taylor & Francis. O‘Rourke, B. (Júlí 2008). „The other C in CMC: „What alternative data sources can tell us about text-based synchronous computer mediated communication and language learning.“ Computer Assisted Language Learning, Vol. 21, nr. 3, 227–251. Routledge Taylor & Francis. Roiselolo-Aguilar, F. (Desember 2007). „Top og the Pods – In Search of a Podcasting „Podagogy“ for Language Learning.“ Computer Assisted Language Learning, Vol. 21, nr. 5, 471–492. Routledge Taylor & Francis. MÁLFRÍÐUR 23

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.