Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit Ritstjórnarpistill . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Nordplus Junior – tækifæri fyrir tungumálakennara Anna Kristjana Ásmundsdóttir og Guðmundur Ingi Markússon . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Framhaldsskólanemendur á faraldsfæti Bertha S . Sigurðardóttir og Kirsten Friðriksdóttir . . . . . . . . 5 Grunnskóli Bolungarvíkur – lítill skóli í miklu samstarfi Soffía Vagnsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Parísarvalið í MS Fanny Ingvarsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Comeniusar-nemendaskipti á framhaldsskólastigi Áslaug Adda Maríusdóttir og Katrín Eir Smáradóttir . . . . . 13 Valáfangi um Kristján 4., konung Íslands og Danmerkur Pétur Rasmussen . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 European Games Halla Thorlacius . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Móðurmál Renata Emilsson Pesková . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Berlín, hin nýja miðja Evrópu Kristjana Björg Sveinsdóttir, . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Ritstjórn Málfríðar Í ritstjórn Málfríðar eiga sæti fjórir fulltrúar aðildarfélaga auk fulltrúa stjórnar. Árið 2013 er þetta: Ásmundur Guðmundsson Menntaskólanum í Reykjavík frá Félagi þýskukennara asmgud@internet.is Eva Leplat Sigurðsson Borgarholtsskóla frá Félagi frönskukennara eva@bhs.is Halla Thorlacius Garðaskóla frá Félagi enskukennara halla@gardaskoli.is Pétur Rasmussen Menntaskólanum við Sund frá Félagi dönskukennara prasm@internet.is Svanlaug Pálsdóttir Verzlunarskóla Íslands Frá stjórn og Félagi spænskukennara svanlaug@verslo.is Þeir sem vilja birta grein í Málfríði eru beðnir að hafa samband við einn fulltrúanna í ritstjórn. Ný ritstjórn hefur tekið við. Í haust sem leið fór stjórn STÍL yfir stefnu blaðsins og hefur lagt til ákveðnar breytingar sem miða að því að gera það áhugaverðara fyrir alla tungumála- kennara á Íslandi. Ein nýjung er að beina sjónum að ákveðnu þema í hverju tölublaði. Ekki er ætlunin að þemað fylli blaðið og því verð- ur alltaf staður fyrir greinar sem ritstjórn telur að eigi erindi til tungumálakennara almennt. Í þessu tölublaði er þemað Tungumálaferðir og nemendaskipti. Þetta tölublað inni- heldur safn greina, frá grunnskólum og framhaldsskólum, varðandi mismunandi tungumál. Við höfum reynt að sýna breiddina sem er í starfsemi tungumálakennara og vonandi veita greinarnar innblástur hjá öðrum til að reyna. Í sumum tilfellum er sagt frá beinum nemendaskiptum, jafnvel nemendaferðum án kennara. Þá er sagt frá samvinnu við nemendur í öðru landi þar sem viðfangsefnin eru marg- vísleg, en tungumálið nauðsynlegt tæki. Í öðrum tilvikum er sagt frá menningarferðum til borga erlendis án þess að hafa samskipti við erlenda skóla. Þar er tilgangurinn að breikka sjóndeildarhring nemenda svo þeir kynnist málumhverf- inu. Loks er fjallað um ferð þar sem notagildi tungumálsins í háskólasamhengi er viðfangsefnið. Ekki er hægt að sleppa styrkjamöguleikum og tækjum til samskipta, enda er það ekki gert. Þeir sem vilja reyna að fara í ferð með nemendum fá góð ráð. Síðast í blaðinu er efni utan þema, um móðurmáls- kennslu, endurmenntunarnámskeið og loks um framboð Háskóla Íslands um framhaldsnám handa tungumálakenn- urum. * * * Málfríður þrífst aðeins ef tungumálakennarar landsins halda því lifandi. Við í ritstjórn hvetjum eindregið ykkur lesendur til að senda okkur greinar um það sem þið eruð að gera. Í haustblaðinu verður þemað Námsmat. Bæði í framhaldsskól- um og grunnskólum er verið að innleiða nýja námskrá. Það kallar á markmiðssetningu og yfirvegun – og samhæfingu milli skólastiga. Látið heyra frá ykkur! Málfríður Tímarit Samtaka tungumálakennara 1. tbl. 2013 Forsíðumynd: Nemendur frá Menntaskólanum við Sund fyrir framan Kristján 4. og Nyboder í Kaupmannahöfn febrúar 2010. Útgefandi: Samtök tungumálakennara á Íslandi, STÍL Ábyrgðarmaður: Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Prófarkalestur: Ásmundur Guðmundsson Umsjón með netútgáfu: Guðbjartur Kristófersson Málfríður á Netinu: http://malfridur.ismennt.is Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja 141 776 UM HV ERFISMERKI PRENTGRIPUR Póstfang: STÍL v/tímaritið Málfríður, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Ritstjórnarpistill

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.