Málfríður - 15.03.2013, Page 4

Málfríður - 15.03.2013, Page 4
Nordplus Junior er skólahluti menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar og veitir m.a. styrki til bekkjarheimsókna og kennaraheimsókna. Styrkir Nordplus Junior nýtast ekki síst kennurum sem sinna dönsku og öðrum Norðurlandamálum. Reynsla síð- ustu ára sýnir að bekkjarheimsóknir hafa jákvæð áhrif á skólastarfið (sjá dæmi frá Flúðaskóla hér á eftir), og hafa reynst einstök innspýting í dönskukennslu því krakkarnir fá tilfinningu fyrir gagnsemi dönskunnar. Umsóknarfrestur er 1. febrúar hvert ár fyrir verkefni sem eiga sér stað skólaárið á eftir. Nánari upplýsingar er að finna á nordplus.is. Einnig er hægt að hafa sam- band við Guðmund Inga Markússon á netfangið: gud- mundur.ingi.markusson@rannis.is. Nemendaskipti Flúðaskóla Flúðaskóli hefur verið nær samfellt í samstarfi við danska skóla síðan 2001, og frá 2005 hefur skólinn alfarið haft samstarf við Grantofteskolen í Ballerup. Forsenda fyrir þessu samstarfi eru styrkir sem Nordplus hefur veitt . Unnið hefur verið með ýmis verkefni sem sniðin hafa verið að markmiðum Nordplus sem segja má að séu eins konar stikur fyrir kennsluáætlun og markmiðssetningu samstarfs. Báðir skólar hafa að mestu unnið sameiginlega að hugmyndavinnunni og þar hafa nemendur og hug- myndir þeirra haft stærsta vægið þar sem forsendan fyrir slíku samvinnuverkefni er að nemendurnir hafi áhuga á því og að þau sjái tilganginn með verkefninu. Í síðustu þremur verkefnum hefur Flúðaskóli verið aðal- umsækjandi styrkjanna hjá Nordplus og því hafa verk- efnin og hugmyndavinnan nær alfarið verið á höndum okkar í Flúðaskóla í þeim verkefnum. „Skoler i skoven“ var hugmynd sem byggði á þeirri staðreynd að Flúðaskóli hafði unnið Menntaverðlaun Suðurlands fyrir frumkvöðlastarf sitt með útiskóla og kennslu í skóginum. „De skandinaviske ambas- sadører“ var verkefni sem undirrituð prjónaði við hugmyndir nemenda um samanburð á menningu nemenda í Danmörku og á Íslandi. Hugmyndafræði norrænna tungumálafrömuða (sprogpiloter) gaf tóninn í þessu verkefni. Síðasta verkefni okkar, „Fremtidens energi“, er sameiginleg hugmynd nemenda og kenn- ara í báðum skólum í kjölfar umræðu innan hins nor- ræna samfélags um orku, orkulindir og orkunýtingu. Í öllum þessum verkefnum höfum við notið samstarfs við fleiri faggreinakennara í báðum skólum. Við leggjum ávallt áherslu á að aðrir kennarar taki þátt í samstarfinu. Enskukennarinn, raungreinakennarinn, stærðfræðikennarinn, samfélagsfræðikennarinn og umsjónarmaður tölvuvers, hafa verið okkar helstu samstarfsaðilar og hafa lyft samstarfinu á allt annað stig en ella. Ekkert hefði orðið af samstarfi ef ekki hefði komið til ómetanlegur stuðningur stjórnenda, foreldra og sam- félagsins og svo að sjálfsögðu styrkjakerfi Nordplus . Stjórnendur í báðum skólum hafa stutt við allar hugmyndir og fylgt samstarfinu eftir á ýmsan hátt. Foreldrar og nemendur hafa lagt gríðarlega vinnu á sig við fjáröflun og einnig hafa nokkrir foreldrar ávallt komið með okkur í ferðalögin og séð um gæslu, elda- mennsku og ýmsa aðra aðstoð. Samfélagið í heild sinni hefur verið afar jákvætt gagnvart þessu samstarfi með því að styrkja okkur, bjóða okkur í heimsókn á ýmsa vinnustaði og á heimili og taka þátt í þeirri dagskrá sem við höfum boðið upp á hverju sinni. Að lokum má segja að styrkjakerfi Nordplus hafi veitt okkur þetta stórkostlega tækifæri til að vinna að áhugaverðum og gjöfulum nemendaskiptum. 4 MÁLFRÍÐUR Guðmundur Ingi Markússon Anna Kristjana Ásmundsdóttir Samvinna og gleði danskra og íslenskra nemenda í heimsókn Flúðaskóla til Grantofteskolen síðastliðið haust . Anna Kristjana Ásmundsdóttir, kennari, Flúðaskóla. Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri Nordplus Junior, Rannís Tungumálaferðir og nemendaskipti: Nordplus Junior – tækifæri fyrir tungumála- kennara

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.