Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 5
Árið 1989 hóf Verzlunarskólinn, undir forystu Kirstenar Friðriksdóttur, þátttöku í erlendu samstarfi af alvöru, upphaflega í gegnum Nordplus áætlunina. Grunnurinn var lagður 1987 en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og starfsemin hefur dafnað og aukist jafnt og þétt. Fjöldi þeirra nemenda sem tekið hafa þátt í erlendum verkefnum er orðinn æði- mikill. Nákvæmar tölur yfir fyrstu árin eru ekki til en frá árinu 1997 reiknast okkur til að hátt í 2.000 nemendur hafi tekið þátt í alþjóðaverkefnum, ýmist með eða án styrkja. Ástæðan fyrir þessu blómlega alþjóðastarfi er ekki hvað síst sú að skólastjórar skól- ans hafa ávallt staðið við bakið á þessari uppákomu og stutt starfsemina og kennara sem í þessu hafa staðið. Í upphafi voru nemendaverkefnin eingöngu í gegnum Nordplus junior en fljótlega bættust við verkefni innan Comeniusar-og Leonardo da Vinci áætlananna. En hvað gerir kennari sem hefur áhuga á að taka þátt í verkefnum með erlendum skólum? Finna samstarfsaðila Fyrst þarf að finna skóla sem maður telur að hægt sé að vinna með. Mikilvægt er í þessu sambandi að hafa í huga aldur nemenda, þannig að hann sé mjög svip- aður hjá þeim aðilum sem eru að vinna saman, og að skólinn sem vinna á með sé á svipuðu stigi. Hægt er að fara inn á heimasíðu Nordplus junior, http://www. nordplusonline.org/eng/nordplus/find_a_partner, og leita að samstarfsaðila á Norðurlöndum og í Baltnesku löndunum. Fyrir verkefni innan Comenius áætlunar- innar er hægt að skrá sig á eTwinning, http://www. etwinning.is/, og leita þar að samstarfsaðila. Mjög gott er að byrja verkefni með eTwinning. Þannig geta kennarar og nemendur byrjað að vinna saman og ef vel gengur haldið áfram og sótt um styrk til nemenda- skipta eða annarra samstarfsverkefna. Tegund verkefna Verkefni sem eru styrkt af Nordplus junior eru nem- endaskiptaverkefni. Um er að ræða tvenns konar verkefni sem styrkt eru af Comenius. Annars vegar nemendaskiptaverkefni og hins vegar skólaverkefni. Nemendaskiptaverkefni eru eins og nafnið segir styrkir til gagnkvæmra nemenda- skipta milli tveggja landa. Hægt er að sækja um styrk fyrir allt að 24 persónur (nemendur og kennara). Skólaverkefnin standa yfirleitt yfir í tvö ár. Þau eru nemenda- og kennaraverkefni og eru samstarfsverk- efni að minnsta kosti þriggja landa og verða minnst tvö þeirra að vera ESB-lönd. Sótt er um styrk til að vinna verkefni sem öll þátttökulöndin hafa komið sér saman um að unnið sé með. Styrkurinn er veittur til funda í aðildarlöndunum en þangað fara nokkrir nemendur með kennurum sínum. Dæmi um slíkt verkefni sem Verzlunarskólinn stýrði og er nýlega lokið er verkefnið Finding My Voice en heimasíðu þess má sjá á http:// findingmyvoice.verslo.is. Tryggja þarf að samskipti kennara í verkefninu séu góð og regluleg. Það er mikilvægt að fundargerðir séu vel og samviskusamlega unnar og að öllum sé ljóst hvað eigi að gera, hvenær og hvernig. Ef samskiptin ganga ekki vel og eru ekki opin og einlæg er hætt við að minna verði úr framkvæmdum en greint er frá í umsókninni og að fullur styrkur fáist þá ekki. Við sam- þykkt umsóknar eru greidd 80% af styrknum. Stuðningur skólastjórnenda Erlend samskiptaverkefni eru tímafrek og því er mikilvægt að stjórn skólans sé hlynnt þeim og styðji við bakið á þeim kennurum sem vilja taka þátt í þeim. Skólinn verður einnig að gera ráð fyrir að þurfa að greiða einhvern kostnað við móttöku nemenda og kennara, hvort sem er á fundum eða í nemendaskipt- um. MÁLFRÍÐUR 5 Kirsten FriðriksdóttirBertha S . Sigurðardóttir Bertha S. Sigurðardóttir, enskukennari og verkefna- stjóri alþjóðaverkefna við Verzlunarskóla Íslands. Kirsten Friðriksdóttir, fyrrverandi dönskukennari og verkefnastjóri alþjóðaverkefna við Verzlunarskóla Íslands Tungumálaferðir og nemendaskipti: Framhaldsskólanemendur á faraldsfæti

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.