Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 6
Gerð umsóknar Gerð umsóknar er tímafrek og mjög mikilvægt að vanda til verksins þar sem oft sækja fleiri um en fá styrk. Nauðsynlegt er að byrja á að kynna sér umsókn- arfrest og gæta þess að hafa nægan tíma til að vinna umsóknina, ekki minna en einn mánuð. Þeir sem vilja sækja um styrk, hvort sem það er Nordplus eða Comenius, skulu ekki hika við að leita sér aðstoðar hjá Alþjóðaskrifstofunni. Starfsmenn hennar eru afar hjálpsamir og boðnir og búnir að veita aðstoð. Ein af ástæðunum fyrir því, hversu tímafrek og ítarleg umsóknin er, er sú að þar er ferðin eða verk- efnið skipulagt í smáatriðum frá mánuði til mánaðar. Umsækjandi þarf að lýsa nákvæmlega hvað á að gera og hvaða afurðum á að skila. Val á nemendum Þegar manni berast þau gleðitíðindi að umsóknin hafi verið samþykkt er næsta skref að velja nemendur. Gera má ráð fyrir að við gerð umsóknar sé kennari með ákveðinn nemendafjölda í huga. Í Nordplus junior áætluninni er t.d. hægt að sækja um nemendaskipti fyrir heilan bekk ásamt kennurum. Í Comeniusaráætluninni er hins vegar gert ráð fyrir í mesta lagi 24 ferðum (far- seðlum), hvort sem um nemendaskiptaverkefni eða skólaverkefni er að ræða. Lokaskýrslan Lokaskýrslan er til að staðfesta að allt hafi verið gert sem greint er frá í umsókninni og farið var af stað með. Þegar lokaskýrslan hefur verið samþykkt eru greidd síðustu 20% af styrknum. Afurðir Alþjóðaskrifstofan vill mjög gjarnan fá fréttir af gangi verkefna á meðan þau standa yfir og sýnishorn af afurðum verkefnisins. Hvorttveggja stuðlar að því að þátttakendur séu að gera það sem tilgreint var í umsókninni. Reynsla Verzlunarskólans Verzlunarskólinn hefur tekið virkan þátt í flestum gerðum verkefna innan áætlana Nordplus junior (og Nordplus språk) og Comeniusar ásamt nokkrum verkefnum studdum af Lenoardo da Vinci áætlun ESB. Þar hefur auk eTwinning nemendaskipta- og skólaverkefna einnig verið um að ræða lærdóms- heimsóknir kennara í skóla erlendis (Comenius Job Shadowing og Leonardo mannaskiptaverkefni bæði nemenda og kennara), samstarfsverkefni og yfir- færsluverkefni. Verzlunarskólinn hefur oftar en ekki átt frumkvæði að verkefnum og verið stýriskóli og haft mikla gleði og ánægju af þeim öllum. Það væri erfitt, ef ekki óhugs- andi, að ætla sér að segja að einhver ein tegund verk- efnis væri betri en önnur. Í stað þess viljum við benda á heimasíðu skólans http://www.verslo.is/erlend-sam- skipti/ þar sem eru lýsingar á mörgum verkefnanna frá árinu 1999 – 2012. Að lokum Það er skemmst frá því að segja að bæði nemendur og kennarar sem tekið hafa þátt í alþjóðaverkefnum í Verzlunarskólanum undanfarin tæp 20 ár hafa haft af því bæði gagn og gaman. Að fara út úr skólastofunni og kynnast öðrum menningarheimum er einkar þrosk- andi fyrir nemendur og gott vegarnesti á lífsleiðinni. Nemendur uppgötva þá gjarnan að þrátt fyrir ólíka menningu og siði er fleira sem sameinar þá en sundrar. Við kennararnir höfum líka svo gott af að hitta kollega okkar í öðrum löndum, kynnast því hvernig þeir vinna og ræða störf okkar þvert á landamæri. Þegar vel til tekst eignumst við oft vini fyrir lífið, bæði nemendur og kennarar. 6 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.