Málfríður - 15.03.2013, Page 8

Málfríður - 15.03.2013, Page 8
Það voru mikil gleðitíðindi þegar Grunnskóla Bolungarvíkur bárust þær fréttir að hann hefði hlotið styrk úr Comeniussjóði Evrópusambandsins til að fara í samstarf við erlenda skóla. Skólinn hafði ekki tekið þátt í slíku verkefni áður og því var bæði spennandi og ögrandi að leggja í þá vegferð. Segja má að tilviljun ein hafi ráðið því að þessi vinna hófst, því einn af fyrrverandi starfsmönnum skólans, Iris Kramer tónlistarkennari, hafði frumkvæði að því með skemmtilegum hætti að undirrituð og skólastjóri skólans sem Íris starfar nú við í Hamborg í Þýskalandi ræddu saman í beinni útsendingu um skólamál á svæðisútvarpsstöðinni Lífæðinni sem rekin hefur verið í Bolungarvík í desember ár hvert. Til að gera langa sögu stutta bauð þýski skólastjórinn okkur að taka þátt í umsókn um Comeniusstyrk sem hann ásamt fimm öðrum skólum í Evrópu var með í undirbúningi. Það var því ekkert að gera annað en bretta upp ermar, „ráð- ast á umsóknarpappírana“ og byrja að fylla út! B.E.L.L. Business of Economics and Language Learning! Logo Fairtrade . Samstarfsverkefnið sem hlaut nafnið Business Economics Language Learning, skamm- stafað B.E.L.L., átti að fjalla um hugmyndafræði Fairtrade, um sanngjörn viðskipti, að kenna nemendum að búa til viðskipta- og markaðsáætlanir, og megin- áhersla var lögð á ensku sem viðskiptatungumál. Skemmst er frá því að segja að verkefnið hefur verið einstaklega lærdómsríkt og viðfangsefnin fjölbreytt innan þess, þar sem nem- endur og kennarar hafa fengið að takast á við fjölþætt úrlausnarefni af ýmsu tagi, á ensku. Kennarar hafa ekki síst ávinning af samstarfinu. Verkefnin voru fjölþætt og mikið af nýrri þekkingu, sem ekki hefði verið rúm fyrir innan hefðbundins námsefnis, varð til í gegnum samstarfið. Þátttökulöndin í verkefninu voru sex. Auk Íslands voru þátttakendur frá Tékklandi, Spáni, Lúxemborg, Þýskalandi og Austurríki. Ferðalög, fjör og frábærar hugmyndir Logo „Café horse“, hannað af Patryk, nemanda í 10 . bekk . Allir nemendur í 10. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur fengu að fara til útlanda vegna verkefnisins, en auk þess tóku bæði skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri auk enskukennar- ans þátt í verkefninu. Tveir til fjórir nemendur fóru í hverja ferð og voru ákveðin við- fangsefni tengd hverri ferð. Við vorum til að mynda stolt af því að meðal verkefna nem- endanna var að koma með viðskiptahugmynd sem átti síðan að vinna viðskipta- og markaðsáætlun fyrir. Haldin var samkeppni innan hópanna í hverju landi, en síðan átti hvert land að velja eina viðskiptahug- mynd og fullvinna hana. Í ferðinni til Hamborgar var svo samkeppni um bestu viðskiptahugmyndina og voru fagaðilar í markaðsmálum og Fairtradeviðskiptum dómarar. Við vorum afskaplega stolt af því að íslenska viðskiptahugmyndin um „Café horse“ hlaut fyrstu verðlaun dómnefndarinnar en hún gengur út á að opna kaffihús í litlum húsum nærri hesthúsahverfum á Íslandi þar sem eingöngu verði boðið upp á Fairtradekaffi og meðlæti! Við tókum svo að sjálfsögðu á móti gestum til Bolungarvíkur. Það er óhætt að segja að allir bæjarbúar hafi tekið þátt í verkefninu því einn þáttur þess var m.a. að kynna hugmyndafræði Fairtrade á okkar svæði. Í dag hafa líklega flestir Bolvíkingar heyrt um Fairtrade og vara merkt Fairtrade fannst einnig í verslunum í bænum okkar! Meðal annars voru framkvæmdar kannanir meðal íbúa um þekkingu á Fairtrade- hugmyndafræðinni. Foreldrar voru einnig virkir þátt- takendur, m.a. með þátttöku í móttöku nemenda og kennara. Allir starfsmenn skólans voru einnig virkir 8 MÁLFRÍÐUR Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur Tungumálaferðir og nemendaskipti: Grunnskóli Bolungarvíkur – lítill skóli í miklu samstarfi

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.