Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 9
þátttakendur meðan á dvöl gestanna stóð og meðal annars. tóku yngri nemendur skólans þátt í móttöku með söng og sýningum. E-twinning – markaðstorg ævintýranna Notkun e-twinning var stór þáttur í verkefninu. E-twinning er sannkallað markaðstorg ævintýranna. Á e-twinning-svæðinu geta skólar, kennarar og nem- endur skapað stórkostleg tækifæri til samstarfs við aðra skóla í Evrópu. Þar er hægt að vinna með texta, myndir, myndbönd og fleira. Samstarf getur tengst öllum námsgreinum og öllum sviðum skólastarfs. Aukin færni á sviði tungumálanotkunar og aukinn skilningur á ólíkri menningu samstarfsþjóða stækk- ar heimsmynd bæði nemenda og kennara. Auðvelt er að kynna sér notkun e-twinning með því að fara á heimasíðu e-twinning á Íslandi, www.etwinning. is. Á skrifstofu e-twinning er einnig mjög elskulegt starfsfólk sem aðstoðar fúslega við að hefja þátttöku. Ávinningur Evrópusamstarfs Í mínum huga er samstarf af því tagi sem Grunnskóli Bolungarvíkur hefur tekið þátt í gríðarlegur ávinningur fyrir skólastarfið í heild. Fyrstu skrefin til að hefja þátt- töku eru þó erfiðust. Umsókn um Comeniusstyrk er töluverð vinna í upphafi en síðan er auðvelt að miðla þeirri reynslu áfram til fleiri kennara, og það höfum við gert í okkar skóla eftir að B.E.L.L. verkefninu lauk. Nýir kennarar hafa bæst í hópinn og nú hefur skólinn farið af stað með tvö ný verkefni. Það er gaman að sjá hve kennarar blómstra og nemendur njóta ávinnings þessa starfs á svo mörgum sviðum. Það má líka segja að þátttaka í evrópsku samstarfi sé stór endurmennt- unarþáttur fyrir kennara. E-twinning verðlaun Á e-twinning-ráðstefnu sem haldin var í Lissabon í mars 2013 hlaut B.E.L.L. verkefnið verðlaun í flokki verkefna fyrir 16–20 ára nemendur. Það voru glaðir kennarar og stjórnendur frá Íslandi, Tékklandi, Spáni, Þýskalandi, Luxemborg og Austurríki sem tóku á móti viðurkenningunni sem kom ánægjulega á óvart. Í þess- um hópi hefur skapast kær vinskapur og löngun til að halda áfram samstarfinu. Þegar allt kemur til alls er öflugt, evópskt skóla- samstarf stór þáttur í að vinna að heimsfriði. Þetta fá nemendur mínir að heyra. Auk inn skilningur, víðsýni, þekking og eig in ögrun til samstarfs á öðru tungumáli eru mikilvægir þættir í þessu ferli öllu sam- an. Ég hvet íslenska grunnskóla sem ekki hafa gert það nú þegar að hefja þessa vegferð. Frá afhendingu verðlaunanna í Lissabon . Fulltrúar frá Spáni, Þýska­ landi, Tékk landi, Íslandi, Luxemborg og Austurríki . MÁLFRÍÐUR 9 Allur B .E .L .L . hópurinn saman kominn eftir tískusýningu í Luxemborg, þar sem eingöngu var kynntur Fairtrade­fatnaður, en auk þessu sköpuðu nemendur eigin framleiðslu úr endurunnu efni, m .a . skartgripi, töskur, fatnað og fleira .

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.