Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 11

Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 11
Þegar valið var ákveðið, var ekki að neinum gögnum að hverfa. Allt á netinu? Hið áþreifanlega vantaði: Kort, upplýsingabæklinga, allt sem borgin hefur að bjóða í föstu og fljótandi. Þegar búið er að kaupa myndefni við hæfi, listfræðilegt, nútímasögulegt, fræðsluefni um athugasemdum haldið til haga. Umbun nemandans felst ekki hvað síst í að lesa þessar umsagnir sem oftast eru uppbyggilegar. Ferð til fjár Markmið ferðar eru að sjá þá staði sem lært hefur verið um og mikil eftirvænting er fyrir, en einnig er mikil- vægt að fá að sannprófa þau efni önnur sem brugðið hefur verið upp, svo sem varðandi matargerð, umferð- armenningu, kaffihús, innkaup, kvöldlíf og ýmsar staðalímyndir. Þau eru hvött til að skapa og njóta. Þó að allt þetta og fleira til sé njörvað niður í dag- skrána, verður að velja og hafna. Nemendur hafa sýnt því skilning. Frjáls tími til athafna er gefinn. Ekki þarf að koma á óvart að það er oft á þeim stundum sem menningarflæðið er hvað virkast! Það er í þeim aðstæðum sem allar smásögurnar og skemmtipró- grömmin verða til. Fyrir kennarana er ferðin sjálf nánast formsatriði miðað við allt sem á undan er gengið. Miklum tíma og ómældri vinnu er varið í hagnýt atriði, samningu dagskrár, kostnaðaráætlanir, aðstoð við fjáröflun. En stærsta orkan fer í að upplýsa nemendur og svara spurningum þeirra á Fésbókarsíðu. Brátt verður tíst! Ofurkraftar og undirtónar Til þess að geta brugðið upp mynd af heilli stórborg inni í yfirfullri stofu á sannfærandi hátt og ætla um leið að láta líta svo út að það sé ekkert mál, þarf nánast ofurkrafta. MÁLFRÍÐUR 11 Nemendur í valgrein um París hjá Louvre­safninu . Petrína Rós Karlsdóttir, Brynja Valsdóttir og Fanny Ingvarsdóttir .

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.