Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 13
Nemendaskipti á framhaldsskólastigi eru ný af nálinni í Comeniusar-áætluninni og hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að taka þátt frá og með 2012. Verzlunarskólinn var fyrsti skólinn sem tók þátt og neðangreind reynslusaga Áslaugar og Katrínar fjallar um námsdvöl þeirra í Slóveníu. Evrópskir framhaldsskólar sem þegar hafa tekið þátt í Comeniusar-samstarfi geta sótt um styrki til að skipuleggja nemendaskipti í samvinnu við samstarfsskóla. Væntanlegir þátttakendur sem valdir verða af skólunum þurfa að hafa náð 16 ára aldri og vera í fullu námi við skóla og uppfylla ákveðin skilyrði. Slóvenía – besta land í heimi Ætli við verðum ekki alltaf þessar pirrandi gellur sem geta ekki hætt að segja; „Í Slóveníu…“ „Í Slóveníu…“ „Í Slóveníu…“. En það er einfaldlega vegna þess að margar af okkar bestu minningum urðu einmitt til í Slóveníu. Í maí 2012 sóttum við um Comeniusar-skipti nema- astyrk til að fara í 3ja mánaða skiptinám til Slóveníu. Um miðjan júní 2012 fengum við svo sendan póst sem staðfesti að við værum á leiðinni til Tolmin í Slóveníu í lok ágúst. Hvernig á maður að trúa því að maður sé svona heppinn? Að fá tækifæri til að dvelja erlendis og ganga í skóla í 3 mánuði sér að kostnaðarlausu. Það skyldi þó enginn halda að það sé bara tómur leikur að koma til lands þar sem talað er tungumál sem maður skilur ekkert í, eiga að búa hjá fólki sem maður hefur aldrei augum litið, og ganga í skóla. Að fara út fyrir þægindaramm ann er ekki auðvelt. Það var því ekki annað í stöðunni fyrir okkur en að verða bestu vinkonur og standa saman. Að upplifa aðra menningu, öðruvísi lifnaðarhætti og nýtt tungumál hafði mikil áhrif á okkur og hefur átt þátt í að breyta lífsviðhorfum okkar. Tungumálaerfiðleikar léku okkur grátt fyrstu vikurnar svo það var mikið ánægjuefni þegar við loksins skildum eitthvað. Það var í sögutíma þegar kennarinn nefndi Júlíus Sesar. Eins og gefur að skilja varð uppáhaldstíminn okkar enska. Til að byrja með var ótrúlega óþægilegt að hlusta á tungu- mál sem við skildum ekki orð í, allan daginn, alla daga. En núna gætum við hlustað á samtal og mögulega skilið eitt og annað, það er framför. Krakkarnir voru svo duglegir við að kenna okkur blótsyrði og fleiri mikilvæg orð. Við fengum einnig að reyna að kenna þeim eitthvað, sem gekk misvel. Allir voru hjálplegir og vingjarnlegir. Fyrsti dagurinn í skólanum var örugglega erfiðasti dagurinn þarna úti. Þótt það væri kominn septem- ber upplifðum við okkur eins og það væri hásumar. Krakkarnir í skólanum sem voru vanir svona hita voru bara í stuttbuxum og bol en við kappklæddar. Meðal þess sem við munum pottþétt aldrei gleyma eru allar menningarferðirnar með fjölskyldunni, einn- ig partýin sem við fórum í, og þá sérstaklega Foam Festivalið sem verður bókuð árleg ferð á. Við heimsótt- um ýmsa staði í þessu fallega landi og fórum meira að segja sjálfar til höfuðborgarinnar að versla. Svo er það örugglega bara bókó sem við eyddum ómældum tíma á, þ.e.a.s. þegar við vorum ekki að fá okkur kaffi á Paradiso. Þessi reynsla hefur gert okkur sjálfstæðari, sjálfsör- uggari og víðsýnni. Við höfum nefnilega ekki bara kynnst nýrri menningu og siðum heldur líka lært að þekkja okkar sjálfar betur. Nokkuð sem við hefðum ekki lært í skólastofunni. Við mælum því eindregið með því að skella sér í skiptinám, það er bara ekki hægt að sjá eftir því. Áslaug Adda Maríusdóttir og Katrín Eir Smáradóttir, nemendur við Verzlunarskóla Íslands MÁLFRÍÐUR 13 Tungumálaferðir og nemendaskipti: Comeniusar-nemendaskipti á framhaldsskólastigi, „Individual pupil mobility“

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.