Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 15

Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 15
í dönskum bókum kemur í ljós ákveðinn munur sem á að vera ögrun fyrir gagnrýna hugsun. Að endurskrifa söguna Ef vel tekst til, verður námskeiðið tilraun til að endur- skrifa söguna. Í sögunni skrifar hver þjóð, hver kyn- slóð, skilning sinn á tilveru sinni í sögum sem verða að Sögunni. Oft er litið á Íslandssöguna sem sögu um niðurlægingu, kúgun og upprisu þar sem Danir leika hlutverk kúgara. Í sögu Danmerkur er Kristján 4. hetja og framar öllu byggingameistari ríkisins. Tungumál, saga, nemendaskipti Nemendur í valáfanga hafa þegar lokið stúdentsprófi í dönsku og hafa þar af leiðandi tungumálalæsi á þrepi 2, skv. Aðalnámskrá 2011. Þeir hafa hins vegar ekki lært að nota lestur á dönsku í þeim skilningi læsis að nota skuli lestur til að skapa merkingu. Töluvert af heim- ildum áfangans er á dönsku, en verkefni nemenda er að skapa sína túlkun á því sem þeir lesa og setja hana fram – á íslensku – í erindum og skýrslum. Þó er ekki farið að skoða frumheimildir nema í aðlöguðu formi. Hér er um að ræða ákveðna leið til að kenna tungumál á þriðja þrepi, en það reynist oft erfitt af því að nem- endum finnst að vissu leyti að þeir kunni nóg þegar öðru þrepi er náð. Hluti af áfanganum var námsferð til Kaup manna - hafnar og nágrennis. Þar gistu nemendur hjá dönskum jafnöldrum í Frederiksborg Gymnasium sem Kristján 4. stofnaði. Í fyrra skiptið fékkst ekki styrkur, en í síðara skiptið fengum við góðan styrk frá Nordplus Junior. hans og Kirsten Munk er rosalegt ævintýri. Hann var sem sé endurreisnarfursti af bestu gerð. Kristján 4. er litríkur og orkumikill maður sem höfðar til ævintýra- löngunar. Tímabilið markar upphaf Danaveldis á Íslandi. Fram að því höfðu afskipti Dana verið stopul. Einokunarverslunin var fyrsta skrefið, rétttrúnaðar- biskupar það næsta og erfðahyllingin 1661 það þriðja sem leiddi loks til innleiðingar Norskra laga Kristjáns 5.. Þessi saga er samkvæmt íslenskri sagnahefð niður- læging þjóðernis, en merkilegt nokk, þá gerast svipaðir hlutir í Danmörku. Margt í Íslandssögu þessa tímabils má skilja mun betur ef litið er til atburða á sama tíma í Danmörku: Af hverju stofnar konungur Íslandsverslun? Af hverju var svo auðvelt einmitt 1627 fyrir Alsírsbúa að gera strandhögg á Íslandi? Af hverju dettur Ara í Ögri ein- mitt í hug að drepa Baskana á Vestfjörðum á þessum tíma? Af hverju koma galdramál til sögunnar á 17. en ekki á 15. öld? Aðrar nærtækar spurningar vakna þegar í ljós kemur að framámenn í kaupmanna- stétt Kaupmannahafnar á þessum árum, sem meira eða minna koma á einveldinu, eru líka lykilaðilar í Íslandsversluninni. Sögunámið hefur þann tilgang að kenna menningar- læsi. Samfélagsgerð 17. aldar byggir að öllu leyti á að jafnrétti hafi nákvæmlega ekkert gildi. Þar eru hugtök um yfirstétt og undirmenn ríkjandi, í trúnni sem og í lögum og hegðun manna. Jafnvel í heimsmyndinni er til uppi og niðri, en einmitt á þessum árum skapast heimsmynd Kópernikusar. Íslenskar kennslubækur í sögu gefa ákveðna staðal- mynd af 17. öldinni. Þegar þetta sama tímabil er skoðað MÁLFRÍÐUR 15 Nemendur í valgrein um Kristján 4 . fyrir framan Rosenborg í Kaupmannahöfn í október 2012 .

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.