Málfríður - 15.10.2008, Blaðsíða 12

Málfríður - 15.10.2008, Blaðsíða 12
12 MÁLFRÍÐUR urinn á þeim og öðrum útlendingum er sá að þeir  eru mjög fljótir að komast inn í málið. Um kvöldið  fórum  við  út  að  borða  á  Jomfru Ane  Gade  sem  er  þekkt fyrir það að vera mikil gleðigata þar sem eru  veitingastaðir  og  barir  eins  langt  og  augað  eygir.  Annan  dag  námskeiðsins  fórum  við  í  heimsókn  í  Nordjyllands Erhvervsakademi þar sem við fengum  að  heyra  hvað  sá  skóli  hefur  upp  á  að  bjóða.  Þar  hittum við líka fyrir unga íslenska konu sem sagði  okkur frá því hvernig væri að flytjast með fjölskyldu  til Danmerkur og setjast á skólabekk.  Eftir hádegi þennan dag fórum við á Nordjyllands  kunstmuseum þar sem við skoðuðum nokkur virki- lega áhugaverð verk og fengum leiðsögn um safnið.  Um  kvöldið  fórum  við  á  Duus  Vinkælder  sem  er  ævagamall  veitingastaður,  staðsettur  í  hinu  fræga  steinhúsi Jens Bangs.  Eftir vel heppnaða daga á Jótlandi var ferðinni heit- ið til Kaupmannahafnar á Schæffergaarden. Það er  einhver ólýsanlegur sjarmi yfir Schæffergaarden og  umhverfi staðarins og mörgum fannst þær vera komn- ar heim. Þetta fyrsta kvöld okkar á Schæffergaarden  var  okkur  boðið  af  norskum  hóp  að  hlýða  á  afar  skemmtilega  tónleika,  eða  svokallað  PoetrySlam  (ljóðaslam). Þar var á ferð Thorkil Jakobsen sem er  Evrópumeistari  í  PoetrySlam.  Þessi  óvænta  upp- ákoma var nokkuð sem veitti okkur ómælda ánægju  og innblástur næstu daga. Fyrsta námskeiðsdaginn  í Kaupmannahöfn fengum við til okkar Knud Illeris  prófessor  frá  Danmarks  Pædagogiske  Universitet  sem talaði um mismunandi kennsluaðferðir og um  ýmsa erfiðleika sem geta komið upp í kennslu. Því  næst  hittum  við  Birgitte  Simonsen  frá  Center  for  Ungdomsforskning sem sagði okkur frá því hvernig  unga fólkið lærir ekki alltaf það sem það á að læra  jafnvel þó að það gjarn- an vilji. Um kvöldið var  svo Sankt Hans aften og  við  fórum  að  sjálfsögðu  á  samnefnda  hátíð  í  Gentofte. Veðrið var ekki  upp  á  marga  fiska,  rok  og  kuldi,  en  hvorki  við  né  innfæddir  létum það  stoppa  okkur,  heldur  horfðum á bál og  sung- um  Midsommervise  og  fleiri ástsæl dönsk lög. Annan námskeiðsdag- inn  á  Schæffergaarden  hlustuðum  við  á  fyrir- lestur  Marie  Maegaard  um unglingamál. Marie hefur rannsakað á unglinga- mál með því að eyða miklum tíma með unglingum  og hlusta á mál þeirra. Þetta var mjög áhugaverður  fyrirlestur  sem  kenndi  okkur  sitthvað  um  þróun  danskrar  tungu.  Eftir  hádegi  kom  til  okkar  Jesper  Wung  Sung  sem  er  rithöfundur  og  hefur  skrifað  unglingabækur, t.d. bókina En-to-tre-NU! sem hefur  verið  notuð  í  dönskukennslu  í  íslenskum  fram- haldsskólum. Jesper var með eindæmum skemmti- legur  og  við  veltumst  um  af  hlátri.  Hann  las  upp  fyrir okkur og talaði um unglinga og sjálfan sig sem  ungling.  Mjög  fyndinn  maður  sem  skrifar  góðar  bækur fyrir unga fólkið. Næsta morgun tókum við  lestina niður í miðbæ þar sem við hittum Guðlaug  Arason á Ráðhúströppunum. Hann fór með okkur í  sögugöngu um miðbæinn og sagði frá Íslendingum  í Kaupmannahöfn á árum áður. Þetta var virkilega  fræðandi og skemmtilegur göngutúr.  Síðustu tvo daga námskeiðsins vorum við í verk- efnavinnu í hópum þar sem við bjuggum til náms- efni úr því sem við höfðum kynnst á námskeiðinu.  Við unnum saman í hópunum og í lokin kynntu allir  hóparnir  sínar  hugmyndir.  Við  fengum  einnig  að  heyra Ósu Knútsdóttur segja okkur frá MA-ritgerð  sinni  sem  fjallar  um  þjálfun  munnlegrar  færni  í  dönsku  í  framhaldsskólum.  Ósa  var  einn  þátttak- enda  námskeiðsins  og  það  var  mjög  áhugavert  að  heyra hana tala um verkefnið sitt. Síðasta kvöldið okkar á Schæffergaarden var mjög  huggulegt. Við borðuðum dásamlegan mat, fórum í  leiki og sýndum hver annari skemmtiatriði svo eitt- hvað sé nefnt. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að  allir hafi farið sáttir heim næsta dag eftir lærdóms- ríkt og skemmtilegt námskeið. Ég var allavega mjög  ánægð og margs vísari þegar heim var komið. Á gangi um Kaupmannahöfn með Guðlaugi Arasyni.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.