Selfoss - 16.01.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 16.01.2014, Blaðsíða 2
2 16. janúar 2014 Lítil sátt um nýja rammaáætlun: Fagmennska eða pólitík? Sigurður Ingi Jóhannsson um-hverfisráðherra hefur dregið upp nýtt kort að af friðlandi Þjórsárvera. Þóra Ellen Þór- hallsdóttir, formaður í fyrsta fag- hópi rammaáætlunar sagði í haust að með Norðlingaölduveitu væri verið að hleypa Landsvirkjun inn í Þjórsárver. Hópur sérfræðinga hefur gert athugasemdir (8. janúar 2014) við rökfærslu ráðherra. Um breytingarnar sem umhverisráðherra gerir á mörkum friðlands Þjórsárvera segir hópurinn m.a: „Í bréfi og greinargerð ráðuneyt- isins (27.12.2013) er talað um fyrirhugaða breytingu sem „minni- háttar“ og að mörkunum sé breytt „lítillega í suðri“. Það ber ekki vott um mikinn skilning á verndargildi svæðisins að taka svona til orða. Vissulega er það sem klippt er af lítil prósenta af heildarflatarmáli friðlandsins. Kjarni málsins er hins vegar að þessi breyting fæli í sér veruleg inngrip í landslag og víð- erni Þjórsárvera. Veituframkvæmd ræður þá friðlandsmörkunum, ekki verðmæt náttúra. Faghópur I ítrekar enn fremur að hin stórkostlega fossaröð í Þjórsá (Kjálkaversfoss/Hvanngiljafoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss) er hluti svæðisins eins og það var afmarkað í 2. áfanga RA og faghópurinn taldi fossana hafa mjög hátt náttúru- verndargildi. Þeir lenda utan hins friðlýsta svæðis eins og það er nú fyrirhugað og Norðlingaölduveita mun taka burt stóran hluta þess vatns sem um þá fellur.“ Sigurður Ingi sagði í maí 2013 um fyrri útgáfu rammaáætlunar sem ríkisstjórn Jóhönnu stóð að: „Hér liggur fyrir pólitískt plagg sem eru því miður gríðarleg átök um ...“ Umhverfisráðherra sagði fyrir stuttu að hann muni fara að tillögum faglegra aðila. Ummæli fagaðila þessa dagana séu hins vegar meira settar fram í pólitískum til- gangi en faglegum. Orkufyrirtækin hafa dregið fram nýja mynd með því að kalla fram ríflega þrjátíu virkjanakosti til mats undir 3. hluta rammaáætlunar. Mest hefur verið fjallað um Þjórs- árver og virkjanir í Þjórsá. Á Suður- landi eru þó fleiri kostir undir, m.a. Hólmsárvirkjun og Búlandsvirkjun í Skaftártungu og hitasvæðið ofan við Hveragerði. Það virðist langur vegur til samkomulags um virkjanakosti og landvernd. Við munum fjalla betur um málið. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags í Árnessýslu: Menn eru hræddir um að við fellum samningana Við hjá Bárunni gerðum að tillögu okkar að horfa í baksýnisspegil. Þeir sem notið hafa launaskriðs myndu sitja eftir núna og/eða þeir sem voru með ákveðna upp- hæð í launum myndu bíða núna. Hrun skal skrifa með litlu hái. Þannig hljóma nýju-stu skilaboðin um að að- gerðir gegn Hruninu sem varð hér 2008. Boðuð endurskoðun (endur- upptaka?) á rammaáætlun og undir- ritun kjarasamninga eru í deiglunni og er ekki sátt um. 5 oddvitar verka- lýðshreyfingar skrifuðu ekki undir kjarasamninga sem var gengið frá fyrir stuttu. Eftir því var tekið að meðal þeirra sem ekki undirrituðu er Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags í Árnessýslu. „Niðurstaða kjarasamninga var langt undir kröfum minna félags- manna og ég taldi mig ekki hafa umboð til undirskriftar miðað við þær niðurstöður sem lágu fyrir,“ segir Halldóra. „Það eru óvissutímar. Ef kjarasamningurinn verður felldur í sumum félögum og öðrum ekki er ekki góð staða. Ef eitt félag eða fleiri verða með felldan samning þá fara þau félög aftur að borðinu og reyna að semja um eitthvað meira.“ Halldóra segir að í ljósi reynslunnar sé hætta á að launahækkanir frestist hjá þeim sem séu með felldan samn- ing. Það að skrifa ekki undir samning þegar svona lítil samstaða er innan verkalýðshreyfingarinnar sé kannski meira táknrænt. „Félagsmaðurinn á að spyrja sig hvort hann sé tilbúinn til einhverra aðgerða eða þá einfaldlega að samþykkja samninginn.“ Um margumræddan stöðugleika (sem samningarnir eigi að sýna) seg- ir Halldóra: „Mín skoðun er sú að við þurfum að ná upp lægstu laun- um til þess að geta farið að tala um stöðugleika. Við hjá Bárunni gerðum að tillögu okkar að horfa í baksýnis- spegil sem virkar þannig að þeir sem notið hafa launaskriðs myndu sitja eftir núna og eða þeir sem voru með ákveðna upphæð í launum myndu bíða núna.“ Um krónutöluhækkun á öll laun hafi hins vegar ekki náðst samkomulag. „Í okkar umhverfi hér á Suðurlandi er ekkert launaskrið og við erum á láglaunasvæði. Það hlýt- ur að vera þjóðarhagur að allir getir dregið fram lífið á launum sínum. Að ná niður verðbólgu er göfugt mark- mið og það vilja allir að sjálfsögðu. Menn eru ekki bundnir af samkomu- laginu eins og við launamenn. Það er áskorun til allra að halda niðri verð- lagi en menn hafa ekki skrifað undir neitt eins og við. Það gengur mikið á núna og menn eru að draga hækkanir til baka - menn eru hræddir um að við fellum samningana.“ Hvað ef samningar verða samþykktir? Halldóra bendir á að spáð sé verulegri hækkun á fasteignamark- aði. Slíkt fari beint út í verðlagið. Og það geti einnig haft þau áhrif að húsaleiga hækki. „Það er mörgu ósvarað. Ef þessi tilraun tekst er það gott mál, en ég hef ekki trú á því eins og komið hefur í ljós. Opinberir starfsmenn eiga ekki orð yfir þessari 2,8% launahækkun sem félagsmenn innan ASÍ eiga að fá. Þeir ætla ekki að sætta sig við það. Samt voru þeir í þessari vinnu að reyna að búa til norrænt módel. Skilaboðin eru skýr; félagmenn ASÍ á lægstu laununum eiga einir að bera ábyrgð. Þetta er svolítið kunnuglegt,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bár- unnar stéttarfélags í Árnessýslu. ÞHH Skilaboðin eru skýr; félagmenn ASÍ á lægstu laununum eiga einir að bera ábyrgð. Þetta er svolítið kunnuglegt, segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags í Árnessýslu. Hér er hún og Elín Björg jóns- dóttir (t.v.) formaður BSrB á 1. maí. Eyþór Arnalds hættir í bæjarstjórn Árborgar, en ... „Það útilokar ekki að ég komi að pólítik.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf-stæðisflokksins í Sveitar-stjórn Árborgar, segist hætta í bæjarstjórninni til að hleypa fleiri íbúum að . „Sjálfur hef ég verið í sveitarstjórnarmálum í 12 ár þar sem ég var í borginni á árunumn 1998-2002. Það var góður skóli. Í öðru lagi tel ég að stóru átakamál- in; fjármálin og skipulagsmálin séu komin í traustan farveg.“ Um það hvort hann hyggist leita á önnur pólitísk mið svarar hann að hann sé með ólæknandi bakter- íu. „Ég hef unnið alla tíð í öðrum störfum samhliða stjórmálaþáttöku og mun áfram koma að atvinnu- rekstri. Það útilokar ekki að ég komi að pólítik enda er hægt að gera það með ýmsum hætti.“ Greint verður frá viðtali við Eyþór Arnalds í næsta blaði. ÞHH Um 100 virkjanakostir hafa verið undir. PIPA R \ TBW A • SÍA • 1337 73 Skíðaskóli um helgar kl. 11–15. Brettaskóli Bláfjalla og Mint Snow um helgar kl. 10:30–14:30. Nýtt í vetur: Byrjendakennsla fyrir fullorðna – mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Skráning og nánari upplýsingar á skidasvaedi.is Það er aldrei of seint að byrja! Menntaverðlaun Suðurlands 2013 Leikskólinn Heklukot Rangárþingi ytra, hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2013, fyrir öflugt starf þar sem m.a. hefur verið lögð mikil áhersla á samstarf við foreldra og aðra aðstandendur leikskólabarnanna. Forseti Íslands afhenti verðlaunin í tengslum við hátíðarfund Háskóla- félags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands 9. janúar sl. (af vef SASS)

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.