Selfoss - 16.01.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 16.01.2014, Blaðsíða 4
4 16. janúar 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 1. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Hlutafé í Vestmannaeyjum í Eimskipafélaginu: Lögðu fram 3 krónur og 69 aura á mann Allir okkar mörgu og rómsterku föðurlandsvinir hafa hjer hið æskilegasta tækifæri ... Okkar yfirlætislausu starfsmenn í hverdagsstríðinu láta væntanlega eigi sitt liðsinni eptir liggja. Hver einasti vitkaður og vika- fær Íslendingur getur eitthvert gagn unnið þessu sameiginlega velferðamáli. Eimskipafélag Íslands var stofnað fyrir öld, 17. janú-ar 1914. Hlutafé var safnað um allt land til að hægt yrði að ýta úr vör. Óskabarni þjóðarinnar. Ak- ureyringar og Oddeyrarbúar voru lang drýgstir miðað við íbúafjölda en úr Vestmannaeyjasýslu höfðu safnast 6625 krónur tveimur árum eftir stofnun félagsins. Miðað við íbúafjölda reyndust þeir leggja hver um sig 3,69 krónur. Vestur- Skaftfellingar voru skammt undan en íbúar í Rangárvallasýslu lögðu minna til. Árnesingar voru ekki hálfdrættingar og keyptu hlutabréf fyrir 0.92 kr. á mann. Hlutafjársöfnun í Eimskipafjelagi Íslands (staðan 4. apríl 2016): Hlutafé samtals kr. Á mann Akureyri- og Oddeyrarkaupstaður 12875 6,44 Vestmannaeyjasýsla 6625 3,69 Vestur-Skaptafells- sýsla 6775 3,55 Rangárvallasýsla 9650 2,42 Árnessýsla 5725 0,94 (Heimild: Ægir 4-5. tbl. 1916) Þjóðin var hvött til að leggja mál- inu lið. Minnir dulítið á samein- ingabraginn sem nú skal vera á öllum hlutum. Stöndum saman. 1912 þegar ýtt var úr vör gat herkvötin hljóðað svona: „Hér ætti allur stjettarígur og flokkaskipting að hverfa. Eldra fólk og unglingasveit ætti að verða samtaka í málinu; bændur og kauptúnabúar; útvegsmenn og borgarar; opinberir starfsmenn og lausaliðar; innlendir kaup- sýslumenn og samvinnufjelög og allir okkar pólitísku flokkar, sem nöfnum tjáir að nefna. Hjer sýnast allar andstæður hafa fengið sam- eiginlegt verkefni. Viðfangsefnið snertir alla landsmenn ... Í þessu máli er tengingunum kastað um það hvort trú okkar á land og þjóð er „hégóminn einber“ eða hún lík- ist mustarðskorninu. ... Allir okkar mörgu og rómsterku föðurlands- vinir hafa hjer hið æskilegasta tækifæri ... Okkar yfirlætislausu starfsmenn í hverdagsstríðinu láta væntanlega eigi sitt liðsinni eptir liggja. Hver einasti vitkaður og vikafær Íslendingur getur eitthvert gagn unnið þessu sameiginlega vel- ferðamáli.“ (Tímarit kaupfjelaga og sam- vinnufjelaga, 7. árg. 1. tbl. 1913) Kannast einhver við orðalagið. Allir – jafnt opinberir starfsmenn sem lausaliðar og yfirlætislausir starfsmenn í hverdagsstríðinu – geta liðsinnt. Það gleymdist að minnast á Eimskipafjelagið, sjálft óskabarn þjóðarinnar, í áramóta- ræðum hundrað árum síðar. Þar birtist samstaða þjóðar – eða hvað? Þorskastríð og Óskabarn þjóðar- innar, Æsseif og stjórnarskrá! ÞHH Oddný Harðardóttir alþingismaður: „Hvað boðar nýárs blessuð sól?“ „Það er von mín að á nýju ári verði fleiri til að leggja hönd á plóg til að auka jöfnuð í okkar annars ágæta samfélagi og til að auka fjölbreytni í atvinnulífi með stuðn- ingi við ungt fólk, nýsköpun og skapandi greinar. Með því búum við enn betra samfélag fyrir alla.“ Við upphaf á nýs árs horfum við fram á veginn og velt-um fyrir okkur hvað árið muni bera í skauti sér og leggjum á ráðin um hvernig við best náum markmiðum okkar. Þá er gott að líta um öxl og nýta reynslu fyrri ára til að gera enn betur á því nýja. Í stjórnmálunum urðu skörp kaflaskil með kosningunum síð- astliðið vor. Í stað vinstristjórnar, sem forðaði landinu frá gjaldþroti og endurreisti samfélagið við for- dæmalausar aðstæður í kjölfar efna- hagshruns, kom hægristjórn. Með aðgerðum vinstristjórnarinnar var jöfnuður í landinu aukinn og margt fært til betri og sanngjarnari vegar en aðgerðir hægristjórnarinnar hafa miðað að því að auka ójöfnuð og færa fjármuni til þeirra sem nóg hafa fyrir frá þeim sem ekki eru aflögu- færir. Vinstristjórnin náði ekki að gera allt sem nauðsynlegt var að gera við þessar aðstæður á aðeins fjór- um árum en lagði grunn að mörgu sem unnt hefði verið að byggja á. Hægristjórnin hefur nú afturkallað margt það besta úr áætlunum sem fyrri ríkisstjórn gerði til lengri tíma. Þar eru á meðal eru mál er varða atvinnustefnu, byggðastefnu, stefnu í utanríkismálum og náttúruvernd. Allt eru þetta málaflokkar sem brenna á öllum landsmönnum og ekki síst á okkur í Suðurkjördæmi. Hægristjórnin lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum var að skera niður styrki við nýsköpunarverk- efni og skapandi greinar. Þar eru þó helstu vaxtasprotar atvinnulífsins og tengjast fjölbreyttum atvinnutæki- færum og óhefðbundnum leiðum til að efla byggðalög sem hafa ver- ið í lægð. Okkar mikilvægasta at- vinnugrein, sjávarútvegurinn, er háð náttúrulegum takmörkunum. Það er stóriðjan einnig og reyndar ferða- þjónustan líka. Allt eru þetta greinar sem lifa á auðlindum þjóðarinnar. Þær takmarkanir há hins vegar ekki nýsköpunargreinum sem geta, m.a. byggt á afurðum frá fiskverkun. Þá starfsemi eigum við að styrkja í sjáv- arbyggðum og aðra nýsköpun, hug- vit og skapandi greinar um allt land og hlúa að sprotum sem geta vaxið og gefið af sér arð þó síðar verði. Aukinn jöfnuður Stjórnarandstöðinni tókst með baráttu sinni í tímahraki stjórnar- meirihlutans fyrir jól, að fá aukið fjármagn til nýsköpunar, skapandi greina og til að halda áfram vinnu með brothættar byggðir. Einnig tókst okkur að tryggja greiðslu desember- uppbótar fyrir atvinnulausa, afnám sjúklingagjalds og færa efra viðmið lægsta skattþreps ofar. Þannig tókst okkur að bæta fjárlagafrumvarpið en það er eftir sem áður langt frá því að samræmast stefnu jafnaðarmanna. Ég hef verið hugsi yfir því sem ein ágæt kunningarkona mín sagði þegar ég var að gleðjast yfir þeim árangri sem stjórnarandstæðan náði fyrir jól og hvað sá árangur skipti marga máli. Hún sagði: „Já, þíð létuð stefnu ríkisstjórnarinnar líta betur út. Þið gerðuð ásýnd hennar mildari og hafið sennilega lengt líf hennar líka og það hefur slæm áhrif á líf margra til lengri tíma litið.“ Þetta er umhugsunarefni en samt held ég að við hefðum alltaf barist gegn eyði- leggjandi áformum hægristjórnar- innar vegna þess að við vitum hversu margir hefðu annars liðið fyrir þá stefnu. Í þessari lotu hefðu það verið atvinnulausir, þeir sem eru svo veik- ir að þeir þurfa sjúkrahússvist, fólk með lág laun, ungir vísindamenn, frumkvöðlar á ýmsum sviðum og brothættar byggðir með erfið bú- setuskilyrði. Það er von mín að á nýju ári verði fleiri til að leggja hönd á plóg til að auka jöfnuð í okkar annars ágæta samfélagi og til að auka fjölbreytni í atvinnulífi með stuðningi við ungt fólk, nýsköpun og skapandi greinar. Með því búum við enn betra sam- félag fyrir alla. Með kærum nýárskveðjum, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands Íbúar í Vestmannaeyjasýslu keyptu hlutabréf í Óskabarni þjóðarinn- ar fyrir 6625 krónur eða 3,69 kr. á mann. Fjárhagsaðstoðin lægst í Árborg 56 einstaklingar í Árborg munu hafa misst rétt til atvinnuleys-isbóta frá ríki á árinu sem var að ljúka. Þessir einstaklingar eiga rétt á fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélaginu. Bótagreiðslur hjá félagsþjónustunni í Árborg eru hins vegar hinar lægstu í landinu. Einstaklingur á rétt á greiðslum sem nemur 125.021 krón- um. Fullar atvinnuleysisbætur nema hins vegar árið 2013 172.609 kr. á mánuði. Ráðstöfunartekjur skerð- ast enn frekar ef fjölskylda á í hlut þar sem bætur félagsþjónustu eru tekjutengdar. Hagdeild ASÍ segir að sá hópur vinnufærs fólks sem muni þurfa á fjárhagsaðstoð frá sveitarfé- lögunum fari stækkandi. Markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að vel- ferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Skal það gert með því a. að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti, b. að tryggja þroskavænleg uppeld- isskilyrði barna og ungmenna, c. að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahús- um, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi, d. að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. Við framkvæmd félagsþjón- ustunnar skal þess gætt að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunar- rétt hans og styrkja hann til sjálfs- hjálpar. (Úr lögum um félagsþjónustu)

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.