Selfoss - 16.01.2014, Blaðsíða 10

Selfoss - 16.01.2014, Blaðsíða 10
Bókunarsími tilboðsins er 426 5000 Aðeins 8.500 kr. fyrir tveggja manna herbergi! Gistihús Keflavíkur · Keflavíkurflugvelli · Valhallarbraut 761 · 235 Reykjanesbæ Sími 426 5000 · gistihus@internet.is · bbkeflavik.com Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur. Þú geymir bílinn þinn hjá okkur, við keyrum þig upp á á flugvöll og sækjum þig aftur þér að kostnaðarlausu. Ertu á leiðinni til eða frá landinu? Morgunverður er innifalinn Þráðlaus nettenging Rúmgóð herbergi með gervihnatta- sjónvarpi og baði Því ekki að byrja eða enda fríið í Bláa Lóninu, aðeins um 15 mín. akstur frá okkur, eða skoða Víkingasafnið, gamla hervöllinn og Reykjanesið? Við erum vel staðsett til að njóta alls þess sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða. Tilvalið fyrir hvataferðir, fundi eða rómantískar stundir. Gott verð! Gildir til 1. maí 2014. 16. janúar 201410 Elín og Anna hlutu styrki úr Menningarsjóði Hlaðvarpans Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld tók á móti styrk fyrir hönd Poulenc-hópsins til að standa að tónleikum og danssýningu í Nor- ræna húsinu undir heitinu Kvenna- sóló. Konur leiða saman hesta sína þar sem tónskáld, hljóðfæraleikarar, danshöfundar og dansarar leggja í púkk. Markmið sýningarinnar er að fagna tjáningarfrelsinu og kynna nýja tónlist eftir íslensk kventón- skáld og ný dansverk eftir íslenska kvendanshöfunda. Sýningin verðu unnin í samvinnu við Íslenska dans- flokkinn, tónleikaröðina15:15 og dansbraut LHÍ. Sýningin verður 9. mars, í tilefni af 8. mars alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Rannveig Anna Jónsdóttir for- stöðumaður tók á móti styrk fyrir hönd Konubókastofu á Eyrarbakka fyrir verkefnið Íslenskar skáldkon- ur í ljóðum, tónlist og fræðum. Sérstakt menningar- og fræðslu- þing verður á Eyrarbakka í október 2014. Það fer vel að fylgja hátterni fuglanna þegar spá skal í veðrið. Sérstaklega ber að fylgja viðbrögðum þeirra við verra veðri en hefðbundnar veðurspár gera ráð fyrir. Þá eru þeir æstari í kornið ... Kosið um samningana Kjarasamningar voru undir-ritaðir 21. desember. Ekki þó af öllum. Formaður Bárunnar í Árnessýslu var einn af þeim. Þessa dagana er hægt að láta álit sitt í ljós og fram að 22. janúar. Þá lýkur atkvæðagreiðslu. Skák alla laugardaga Fischersetrið á Selfossi í sam-starfi við Sveitarfélagið Ár-borg og Skákskóla Íslands stendur fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl.11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hef- ur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Varðandi frekari upplýsingar þá vinsamlegast hringið í síma 894- 1275 eða sendið tölvupóst á net- fangið fischersetur@gmail. com Fischersetrið á Selfossi. Elín og anna við úthlutunina. Hún kallar sig Lillu í Smiðju. Hér í blaðinu verða birtar örsögur eftir höfundinn. Hér er sú fyrsta. Fyrir neðan götuna, sem Lilla átti heima, var slippur, það sem núna er kallað dráttar- braut. Hún tók um 100 tonna báta, spilið var úr gömlum togara, það var knúið með vatnstúrbínu. Ef vatnið var lítið, þurfti stundum að stoppa vélarnar í verksmiðjunni. Ekki man hún hvort ljósin voru slökkt, en smiðjan hafði sitt eigið rafmagn frá túrbínum, vatnstúrbínum, svo var dínamór sem framleiddi rafmagnið. Það sem í dag er kallað sjálfbært var svo sannarlega á þessum tíma. Hausinn á slippnum, var upp við götu, þar var múruð niður blokk, sem hélt vírnum á sleðanum sem var á fjórum teinum. Tveimur í miðj- unni, með frekar litlu millibili og svo sitt við hvorn enda, það voru klossar sitt hvoru megin sem voru kallaðir púddubitar. Þegar slippur- inn var settur niður, flutu bitarnir upp. Hana minnir að þeir hafi ver- ið festir, það hlýtur að vera. Anars hefðu þeir flotið burtu. Skipin voru sem sé skorðuð með bitunum, svo var skipið dregið upp. Vírinn vafðist hægt og hægt á hjólinu á spilinu. Þegar báturinn var kominn smávegis uppúr sjó, komu karlarnir á bátnum, með strákústa og þvoðu þarann og óhreinindin af bátnum. Þá var komið að Lillu, hún náði í köttinn, sem var blágrár með þykkan feld, sem tók við miklu af tárum Hélt fast utan um hann, labbaði á stígvélunum niður í slipp, og sagði kotroskin, á ég að sýna ykkur köttinn minn. Þegar henni fannst kötturinn, sem hét Pollý, ekki vekja nógu mikla athygli; á ég að sýna ykkur hænuna mína? Þá sögðu þeir, það geturðu ekki, þú nærð ekki hænunni. Hún fór og gekk að hænunni, sem var engin venjuleg hæna. Hún var dökk með topp, hana minnir að það hafi verið svolítið hvítt í honum, en það skiptir ekki máli. Þessi hæna verpti aldrei eggjum það hún vissi. ÖrsÖgur LiLLu í smiðju (1) Vil gera sveitarfélagið að góðum búsetukosti, segir Ásta Stefánsdóttir Það hefur að vonum vakið nokkra athygli að Ásta Stef-ánsdóttir hefur tilkynnt um þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins fyrir sveitarstjórnarkosningarn- ar í Árborg í vor. Ásta hefur verið framkvæmdastjóri sveitarfélagsins á kjörtímabilinu, en þar áður var hún dómari við Héraðsdóm Suðurlands og fulltrúi Sýslumannsins á Selfossi. Ásta segist hafa áhuga á að vinna áfram að því að gera sveitarfélagið að góðum búsetukosti og sækist eftir því að leiða lista flokksins. Ásta Stefánsdóttir

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.